Fréttablaðið - 03.07.2019, Síða 12
SPORT
FÓTBOLTI Emil Lyng, leikmaður
Vals, sást með tárin í augunum eftir
sigurleik Vals gegn HK í Pepsi deild
karla. Sigurbjörn Hreiðarsson, einn
af þjálfurum Vals sagði í samtali við
Fréttablaðið að danski sóknarmað-
urinn hefði fengið eitthvað í kálf-
ann og óttaðist að meiðslin væru
slæm. Svo slæm að hann yrði lengi
frá. „Hann langar að sýna sig og
sanna fyrir Valsmönnum og þetta
fékk á hann. Það á eftir að koma í
ljós hvað hefur gerst en við vonum
það besta enda er hann frábær leik-
maður,“ sagði Sigurbjörn.
Emil Lyng kom til Vals fyrir
tímabilið og byrjaði á því að skora
í fyrsta leik gegn Víkingi. Hann
meiddist í maí og var að snúa til
baka. Hann fékk sénsinn gegn HK
en það var fyrsti leikurinn hans
í byrjunarliðinu í rúman mánuð.
Frammistaða hans í leiknum þótti
ekki nógu góð og var hann tekinn
út af eftir um klukkutíma leik sár-
þjáður í kálfanum.
Valsmenn tryggðu sér krafta Pat-
ricks Pedersen í vikunni en Íslands-
meistarar síðustu tveggja ára hafa
verið að ná vopnum sínum að
undan förnu eftir brösuga byrjun.
– bb
Grét vegna meiðsla í kálfa
Emil Lyng er hér lengst til hægri ásamt Lasse Petry og Gary Martin sem er
horfinn á braut. Ólafur Jóhannesson er til vinstri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það á eftir að koma
í ljós hvað hefur
gerst en við vonum það
besta enda er hann frábær
leikmaður.
Sigurbjörn Hreiðarsson
Brynjar Benediktsson
annar eigandi Soccer
and education
Leikurinn fer 3-1 fyrir Val. Elín
Metta með þrennu og Breiðablik
klórar í bakkann með einu marki.
Stefán Árni Pálsson
blaðamaður
Fyrsti risaleikurinn
í Pepsi Max deild
kvenna. Þeir verða
ekki margir.
Hinn fer fram á
Kópavogsvelli
þegar Valskonur
mæta í heim-
sókn. Í þessum
leik verða bæði
lið hrædd um að
tapa og leikurinn
mun því aldrei ná neinu
flugi. Spái 1-1 og bæði mörkin
koma úr vítaspyrnum. Seinni
leikur þessara liða verður algjör
úrslitaleikur og tel ég að reynsla
leikmanna Vals skili dollunni í hús
undir lok tímabilsins.
Nökkvi Fjalar Orrason
eigandi Swipe
2-1 fyrir Val og Valur endar sem
Íslandsmeistari.
Karólína Lea skorar fyrir Breiða-
blik en Valur vinnur þar sem Elín
Metta og Hlín klára leikinn fyrir
þær rauðklæddu.
Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður
á RÚV
Bæði lið stefndu
sennilega á tvenn-
una fyrir mót og
þá sérstaklega
Valur. Nú er það
úr sögunni og
því er allt undir.
Á Valsvellinum á
morgun mætast tvö
varkár lið sem vilja
ekki tapa, líkleg niður-
staða er 1-1 og bæði lið ganga
þokkalega sátt af velli. Breiðablik stendur síðan uppi
sem Íslandsmeistari, það virðist fátt stoppa Steina
Halldórs og hans konur, hvað þá þegar þær finna lykt
af titli.
Kristjana
Arnarsdóttir
íþróttafrétta-
kona á RÚV
Þetta verður
stærsti leikur
sumarsins enda
hvorugt liðið búð
að misstíga sig í
deildinni hingað
til. Bæði lið eru úr
leik í bikarkeppninni
og því ljóst að Íslands-
meistaratitillinn er það eina
sem liðin eru á höttunum eftir í sumar. Valur hefur
skorað meira hingað til og þær eru til alls líklegar fyrir
framan markið. Valur mun stýra leiknum en Blikarnir
eru þéttir til baka. Ég held að leiknum muni ljúka
með 1-1 jafntefli, Elín Metta og Karólína Lea muni sjá
um að skora mörkin. Steini Halldórs, þjálfari Blika, er
þannig gerður að hann sættir sig ekki við titlalaust
sumar og því verður Breiðablik Íslandsmeistari eftir
æsispennandi lokasprett í haust.“
Spurt um
stórleikinn
Í kvöld fer fram einn af úrslitaleikjum
Pepsi Max deildar kvenna þegar Valur
og Breiðablik mætast. Liðin eru jöfn að
stigum á toppnum. Fréttablaðið fór á
stúfana og spurði hvernig færi.
Álfrún Pálsdóttir
kynningarstjóri Hönnunar-
miðstöðvar Íslands
Þetta er leikur sem
varla er hægt að
spá um. Valsstúlk-
ur hafa verið
mjög öflugar í
sumar og mikil
bæting síðan í
fyrra. Þetta eru
tvö langbestu lið
landsins, Steini og
Pétur hafa byggt upp
virkilega skemmtileg
lið. Ég veit að Fanndís verður
í stuði gegn sínum gömlu félögum en Steini og
Blikastelpurnar hans munu enda sem sigurvegarar í
þessum leik og verða Íslandsmeistarar. Steini kann
bara að vinna. Hafnfirðingarnir Karó og Alexandra
búa til sigurmarkið í þessum leik.
FÓTBOLTI Everton heldur til Kenía
á föstudag en liðið kom saman til
æfinga á mánudag. Gylfi Sigurðs-
son er þó enn að njóta hveitibrauðs-
daga sinna og fær frí ásamt nokkr-
um öðrum úr liðinu. Liðið mun
spila leik gegn Kariobangi Sharks
á sunnudag. Í blaðinu the Daily
Nation segir að hákarlarnir frá Kar-
iobangi hafi komið upp um deild
fyrir tveimur árum og lítill áhugi
sé í landinu fyrir leiknum. „Flestir
stuðningsmenn Kariobangi koma
úr fátækrahverfinu þar sem þeir
draga fram lífið á innan við dollara
á dag. Ef það væru bara stuðnings-
menn liðsins sem myndu mæta
væru um 10 þúsund manns á Moi
International Sports Centre vell-
inum en kannski verður fullt. Það
er mikið búið að kynna leikinn,“
segir í blaðinu en völlurinn tekur
60 þúsund manns. Þar
segir enn fremur
að mikill áhugi sé
á Everton enda sé
Theo Walcott mjög
vinsæll í landinu.
Tottenham sé þó
v i n s æ l a s t a
liðið í land-
i nu e n d a
spilar Victor
Wanyama,
f y r i r l i ð i
landsliðs-
ins , með
Lundúna-
liðinu. – bb
Gylfi ekki með
til Kenía
FÓTBOLTI KSÍ birti í gær frétt á
heimasíðu sinni þar sem fagnað er
stofnun undirbúningsfélags vegna
nýs þjóðarleikvangs. Er þar sagt að
nú sé hafinn lokaáfangi að undir-
búningsvinnu nýs þjóðarleikvangs
fyrir knattspyrnulandslið Íslands.
Vonast sambandið til að komist
verði að niðurstöðu eins f ljótt og
mögulegt er.
KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkið
undirrituðu stofnsamning þann
12. júní að mögulegri uppbygg-
ingu þjóðarleikvangs í Laugardal.
Núverandi Laugardalsvöllur upp-
fyllir ekki kröfur sem gerðar eru
til alþjóðlegra kappleikja – fyrir
leikmenn, dómara og starfslið,
fyrir fjölmiðla, fyrir vallargesti og
þá sérstaklega aðgengi og aðstöðu
fatlaðra. Leikir í umspili undan-
keppni EM 2020 fara fram í mars
og er óvíst hvort hægt sé að leika
slíkan leik á vellinum. Trúlega
myndi þá íslenska landsliðið leika
sinn heimaleik einhvers staðar í
Skandinavíu.
Megintilgangur félagsins er að
undirbúa lokaákvörðun um mögu-
lega endurnýjun vallarins og undir-
búa þá útboð um byggingu hins
nýja mannvirkis. Það yrði gert í
tveimur þrepum. – bb
Undirbúningur
hafinn að nýjum
Laugardalsvelli
Laugardalsvöllur uppfyllir ekki
kröfur sem gerðar eru til alþjóð-
legra kappleikja. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
3 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
A
-4
4
C
C
2
3
5
A
-4
3
9
0
2
3
5
A
-4
2
5
4
2
3
5
A
-4
1
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K