Ófeigur - 15.12.1954, Síða 6
*s
ÓFEIGUR
legri bygging heldur en Háskólinn og Þjóðleikhúsið.
Hallgrímskirkja á að rúma þrefalt fleiri kirkjugesti
heldur en leikhúsið. Þangað mundi áreiðanlega leita
ein milljón almennra kirkjugesta á nokkrum misserum.
Þar á trúin, listin og sjálfir steinarnir að tala sínu
máli til alþjóðar.
Að loknum endurteknum árangurslausum tilraunum
safnaðarforkólfa Hallgrímskirkju til að fá glæsilega
kirkjuteikningu með samkeppni, sneri sóknarnefndin
sér um síðir, í samráði við Sigurgeir biskup Sigurðsson
og ríkisstjórnina, til Guðjóns Samúelssonar húsameist-
ara, eins og fyrr segir, og fékk hann til að standa fyrir
þessari kirkjusmíð. Húsameistari ríkisins var þá sem
endranær, mjög hlaðinn störfum við byggingar víða
um land. Samt tók hann verkið að sér fyrir nauðsyn
alþjóðar, þar sem sýnilegt var að önnur sund voru lok-
uð byggingarnefnd Hallgrímskirkju. Var húsameistara
auk þess, af trúarlegum ástæðum, Ijúft að leggja á sig
þetta erfiði, enda eyddi hann meiri tíma vegna Hall-
grímskirkju, á síðustu misserum ævinnar, heldur en
við aðrar stórbyggingar, sem hann hafði þá í smíðum.
Eins og málum var þá komið, var eðlilegt að bygg-
ingarnefnd Hallgrímskirkju sækti fast að fá Guðjón
Samúelsson til að stýra kirkjusmíðinni. Hann hafði
þegar hér var komið sögu, gert mikið til að setja borg-
arbrag á Reykjavík. Auk fjölmargra minna kunnra
bygginga, hafði hann teiknað og staðið fyrir að byggja
Lyfjabúð Reykjavíkur við Austurvöll, hús Eimskipa-
félagsins, Landsspítalann, Landsbankann, Landakots-
kirkju, Sundhöllina, Arnarhvol, Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar, Laugarneskirkju, Háskólann og Þjóðleikhúsið.
¥jög margar af þessum byggingum eru ekki aðeins
prýði Reykjavíkur, heldur þola vel samanburð við hlið-
stæð stórhýsi með stærri og ríkari þjóðum, sem hafa
þó að baki langa sögu í byggingarmálum. Þannig ber
Arnarhvoll mjög af nýbyggðum stjórnarskrifstofum
í Stokkhólmi, Háskólinn í Reykjavík af Árósaháskóla
og Þjóðleikhúsið af öllum leikhúsum eldri sem yngri,
er fram til þessa dags hafa verið byggð á Norður-
löndum og i Englandi. Forstöðumenn Hallgrímskirkju
stóðu þess vegna á traustum grundvelli, þegar þeir
höfðu fengið Guðjón Samúelsson til að starfa með
þeim að hinni nýju stórkirkju á Skólavörðuhæð, því