Ófeigur - 15.12.1954, Blaðsíða 8
&
ÓFEIGUR
færi, sem buðust til þess að vinna að fullkomnu
Mrkjusmíði. Margir sjálfboðaliðar hafa komið til iiðs
við sóknarnefndina, Einar Jónsson myndhöggvari gaf
kirkjunni glæsilega Kristsmynd, Kvenfélag Hallgríms-
kirkju hefur safnað stórfé til að prýða kirkjuna og
veita henni, þegar hún er fullgerð, hinn bezta búnað.
Guðjón Samúelsson tók engin laun fyrir sitt mikla
verk við Hallgrímskirkju og gaf henni veglega dánar-
gjöf. Þá eignast Hallgrímskirkja stöðuglega fé með
áheitum og dánargjöfum. Sýnilegt er að safnaðar-
stjórnin mundi nú vera langt á leið komin með þessa
kirkjugerð, ef hún hefði fengið að starfa með eðlileg-
um hætti að byggingaframkvæmdum. Andstæðingar
Hallgrímskirkju hafa reynt að tefja kirkjusmíðina með
því að benda á að kirkjan hljóti að kosta rnikið fé og
að rekstur hennar, þegar hún er fullgerð, muni verða
tilfinnanlegur. Það er vissulega rétt, að Hallgríms-
söfnuður gæti byggt smákirkju, alveg eins og tekizt
hafði um langa stund að starfrækja háskólakennslu
í nefndarherbergjum Alþingis og að nota Iðnó sem
einskonar þjóðleikhús, en fáir munu vilja snúa aftur
til þessara fyrri daga, þegar háskólinn og leiklistin
bjuggu, vegna fátæktar þjóðarinnar, við algjörlega ó-
fullnægjandi húsnæði. Háskólabyggingin og Þjóðleik-
húsið eru tákn um heilbrigðan vöxt og þroska þjóð-
félagsins, og þjóðkirkja, sem innan tíðar mun halda
1000 ára afmæli, verður að hafa þann metnað, að geta
haldið til jafns við ungar menningarstofnanir í land-
inu, Hallgrímssöfnuður þarf að njóta frelsis til að
halda áfram forgöngu sinni um byggingu glæsilegrar
landskirkju. Stjórn þessa safnaðar þarf við fram-
kvæmdir sínar að geta fylgt í spor byggingarnefndar
Þjóðleikhússins og Háskólans. Þá verður málið leyst
til gagns og sæmdar stærsta söfnuði landsins, höfuð-
borginnni og þjóðinni allri.
Kyrstaðan í byggingarmálum Hallgrímssafnaðar á
undangengnum árum hefur nálega eingöngu stafað af
því að valdamenn þjóðfélagsins hafa ekki skilið, hvað
mikið var í húfi fyrir menningu höfuðstaðarins og
landsins alls, að rétt lausn fengist á þessu máli. En
úr þvi má enn bæta, ef rétt rök fá að njóta sín, þar
sem þeirra er mest þörf. Margar stoðir renna undir
þetta kirkjumál. Hallgrímssöfnuður er þrefalt eða f jór-