Fréttablaðið - 18.07.2019, Síða 4

Fréttablaðið - 18.07.2019, Síða 4
mest lesið 1 Tveir fullorðnir greinast með E. coli-smit 2 Drengur framdi sjálfs víg fyrir framan skóla fé laga sína 3 Hleypur í minningu Hin riks sem fæddist and vana 4 Kom upp um framhjáhald unnusta síns í brúðkaupinu 5 Þetta þurfa Ed Sheeran tón leika gestir að vita 6 Veitingastaðnum Essensia skellt í lás jeep.is JEEP ® RENEGADE SUMARTILBOÐ JEEP® RENEGADE LIMITED MEÐ TILBOÐSPAKKA - LISTAVERÐ: 5.702.000 KR. - TILBOÐSVERÐ: 5.390.000 KR. JEEP® RENEGADE TRAILHAWK MEÐ TILBOÐSPAKKA - LISTAVERÐ: 6.202.000 KR. - TILBOÐSVERÐ: 5.690.000 KR. Bjóðum nokkra Jeep® Renegade Limited og Trailhawk með tilboðspakka. 2.0 lítra dísel vél 140 hö. Limited - 170 hö. Trailhawk 9 gíra sjálfskipting, hátt og lágt drif, álfelgur, 7” upplýsinga- og snertiskjár og Bluetooth til að streyma síma og tónlist. Tilboðspakki: Þægindapakki, LED ljósapakki, svart þak og 8,4” upplýsinga- og snertiskjár (aðeins í Trailhawk.)* ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF *Aukahlutir ekki í tilboði: kajak og kajak festingar UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST STJÓRNSÝSLA Seðlabanki Íslands vill ekki una niðurstöðu úrskurðar- nefndar um upplýsingamál um skyldu bankans til að veita blaða- manni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bank- ans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Hefur bankinn óskað eftir frestun réttaráhrifa úrskurðarins sem kveð- inn var upp 3. júlí en í þeirri ósk felst í raun yfirlýsing um að bankinn vilji fara með málið fyrir dómstóla. Heim- ild í upplýsingalögum til frestunar réttaráhrifa úrskurða nefndarinnar er bundin því skilyrði að mál verði borið undir dómstóla innan sjö daga. Liðnir eru átta mánuðir frá því blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfs- mannsins og fyrirséð að málaferli um rétt hans til aðgangs að gögn- unum muni valda áframhaldandi töfum á því starfi.  Blaðamaðurinn, þá fréttastjóri DV, sendi bankanum upplýsinga- beiðni 19. nóvember síðastliðinn sem laut að tilvist og efni samnings bankans við Ingibjörgu Guðbjarts- dóttur, þá framkvæmdastjóra gjald- eyriseftirlitsins, vegna námsleyfis frá bankanum á árunum 2016-2017 og kostnað MPA-náms hennar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Beiðninni var synjað tíu dögum síðar og kærði blaðamaðurinn synjunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í umsögn til nefndarinnar um kæruna vísaði bankinn meðal annars til sérstaks bankaleyndar- ákvæðis í lögum um Seðlabankann auk undanþágureglna upplýsinga- laga um starfsmannamál. Úrskurðarnefndin féllst ekki á málf lutning bankans og taldi SÍ ekki hafa slíka hagsmuni af leynd samningsins að sanngjarnt væri að hann félli undir umrætt þag narsk ylduák væði í lögum um Seðlabankann enda um starfsmannamál að ræða en ekki lögbundin verk- efni bankans sem réttlætan- legt kunni að vera að sérstök þagnarskylda ríki um. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að hún h a f i f e ng ið h i n n umdeilda samning af hentan frá bank- anum og eftir að hafa kynnt sér efni hans sé það mat hennar að hann hafi ekki að geyma upplýsingar sem talist geti til við- kvæmra persónuupplýsinga starfs- mannsins. Það er einnig mat nefndarinnar að al menningur hafi verulega hags- muni af því að geta kynnt sér hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað en í úrskurðinum segir um samninginn: „Um er að ræða einkaréttarlegan samning sem felur í sér ráðstöfun opin- berra hagsmuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir viðkomandi starfs- manns af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni skjalsins er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi starfs- maður af því að skjalið lúti leynd.“ Með úrskurðarorðum nefndar- innar er Seðlabankanum gert skylt að veita blaðamanninum aðgang að umbeðnu skjali. Þegar blaðamanninum barst úrskurðurinn sendi hann erindi til Seðlabankans og krafðist tafar- lausrar afhendingar skjalsins. Fjór- um dögum síðar barst honum erindi frá nefndinni þess efnis að lögmaður bankans óskaði eftir frestun á réttar- áhrifum úrskurðarins. Í rökstuðn- ingi bankans fyrir þeirri ósk segir meðal annars að birting samnings- ins án forsögu hans, kunni að skerða orðspor bankans og starfsmannsins með óbætanlegum hætti. Fréttablaðið bíður nú afstöðu úrskurðarnefndarinnar til beiðni bankans. adalheidur@frettabladid.is arib@frettabladid.is Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils Seðlabankinn er skyldur til að afhenda blaðamanni samning bankans um námsleyfi starfsmanns. Bankinn afhendir ekki skjalið og krefst frestunar réttaráhrifa úrskurðar um afhendingu þess. Segir orðspor bankans skerðast með óbætanlegum hætti verði skjalið opinbert. Verði fallist á beiðnina fer málið fyrir dóm. Seðlabankinn telur birtingu samningsins án forsögu hans geta skert orð- spor bankans og starfsmannsins með óbætanlegum hætti. DÓMSMÁL Bandaríska f lugfélagið ALC þarf aðeins að greiða 90 millj- ónir króna til að leysa út vél WOW air sem staðið hefur á Keflavíkur- flugvelli frá því í mars, en ekki tvo milljarða. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness sem féll í gærmorgun. Féllst dómurinn heldur ekki á að fresta fullnustu dómsins þangað til Isavia væri búið að kæra til Landsréttar. Vélin var trygging vegna skulda WOW air við Isavia. Dómurinn í gær tók enda efnislega afstöðu til þess hvort Isavia hefði til þess heimild að kyrrsetja vélina til tryggingar. Isavia hyggst kæra ákvörðunina til Landsréttar. „Við teljum verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru,“ segir Guðjón Helgason, upp- lýsingafulltrúi Isavia. „Frestun réttar áhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega með- ferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómstigi.“ Þrátt fyrir dóminn er vélin ekki farin úr landi. ALC þarf að leita til sýslumanns til að fá vélina afhenta. Síðan tekur við ferli til að koma vél- inni úr landi, þarf að yfirfara hana ásamt því að gera flugáætlun. Getur þetta tekið nokkra daga. Á meðan hyggst Isavia freista þess að fá málið tekið fyrir í Landsrétti. – ab ALC og Isavia í kapphlaupi um WOW-vélina Vélin hefur staðið á Keflavíkurflug- velli frá því í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkom- andi starfsmaður af því að skjalið lúti leynd. Úr niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsinganmál Már Guðmundsson seðlabankastjóri. BANDARÍKIN Mexíkóski eiturlyfja- baróninn Joaquín Guzmán, oftast kallaður El Chapo, var í gær dæmd- ur í lífstíðarfangelsi plús þrjátíu ár. Ákvörðunin fylgir í kjölfar þess að Guzmán var sakfelldur fyrir tíu ákæruliði í febrúar síðastliðnum. Meðal annars fíkniefnasmygl og peningaþvætti. Mál Guzmáns rataði í heimsfrétt- irnar þegar hann flúði úr mexíkósku fangelsi árið 2015 í gegnum göng sem hann lét grafa. Hann var síðar hand- samaður eftir mikla leit og fram- seldur til Bandaríkjanna árið 2017. Guzmán var yfir Sinaloa-glæpa- hringnum í Mexíkó. Hópurinn var, samkvæmt frétt breska ríkisút- varpsins, stærsti útflytjandi fíkni- efna til Bandaríkjanna. Dæmdi var óánægður þegar hann tjáði sig með aðstoð túlks í dómsal í gær. Sagði að einangrunarvist sín í gæsluvarðhaldi samsvari sálrænum pyntingum nótt sem nýtan dag. Þá sagði hann réttar- höldin ósanngjörn. – þea El Chapo fær lífstíðardóm El Chapo er hann var handsamaður. NORDICPHOTOS/AFP 1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 1 -6 8 9 0 2 3 7 1 -6 7 5 4 2 3 7 1 -6 6 1 8 2 3 7 1 -6 4 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.