Fréttablaðið - 18.07.2019, Síða 6
1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
* Birt með fyrirvara um mynd og textabrengl.
Nýtt bílaplan
á Krókhálsi 9
benni.is
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2035
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Opnunartímar:
Virka daga 9-18
Laugardaga 10-14
Opnunartímar:
Virka daga 9-18
Laugardaga 12-16
SSANGYONG TIVOLI DLX
Nýskráður: 2018 / Dísel
Sjálfskiptur / Ekinn: 29.000 km.
Verð: 3.290.000 kr.
Tilboð: 2.990.000 kr.
Rað.nr. 445340
4X
4
CHEVROLET SPARK LTZ
Nýskráður: 2017 / Bensín
Beinskiptur / Ekinn: 59.000 km.
Verð: 1.190.000 kr.
Tilboð: 990.000 kr.
CHEVROLET CRUZE LTZ
Nýskráður: 2011 / Dísel
Beinskiptur / Ekinn: 78.000 km.
Verð: 1.390.000 kr.
Tilboð: 990.000 kr.
PEUGEOT 3008
Nýskráður: 2012 / Dísel
Sjálfskiptur / Ekinn: 103.000 km.
Verð: 1.690.000 kr.
Tilboð: 1.190.000 kr.
OPEL CORSA
Nýskráður: 2014 / Bensín
Beinskiptur / Ekinn: 86.000 km.
Verð: 990.000 kr.
Tilboð: 690.000 kr.
RENAULT CLIO ZEN ST
Nýskráður: 2018 / Dísel
Sjálfskiptur / Ekinn: 22.000 km.
Verð: 2.490.000 kr.
Tilboð: 1.990.000 kr.
NISSAN QASHQAI
Nýskráður: 2016 / Dísel
Beinskiptur / Ekinn: 122.000 km.
Verð: 2.290.000 kr.
Tilboð: 1.990.000 kr.
OPEL ZIAFIRA TOURER
Nýskráður: 2015 / Bensín
Sjálfskiptur / Ekinn: 65.000 km.
Verð: 1.990.000 kr.
Tilboð: 1.390.000 kr.
Rað.nr. 445124
Rað.nr. 640484 Rað.nr. 103715
Rað.nr. 445545 Rað.nr. 720080
Rað.nr. 740318 Rað.nr. 150449
Enn betra úrval
frábær kjör!
TI
LB
OÐ
TI
LB
OÐ
TI
LB
OÐ
TI
LB
OÐ
TI
LB
OÐ
TI
LB
OÐ
TI
LB
OÐ
TI
LB
OÐ
FLUGMÁL Bandaríski flugvélarisinn
Boeing ætlar að nýta að minnsta
kosti helminginn af sjóði sínum
fyrir fórnarlömb flugslysa tveggja
Boeing 737 MAX-véla til þess að
styðja fjölskyldur þeirra sem létust.
Þetta sagði í tilkynningu frá fyrir-
tækinu í gær. Sjóðurinn nemur alls
hundrað milljónum Bandaríkja-
dala, andvirði um 12,5 milljarða
króna, og er hinn beini fjárstuðn-
ingur því fimmtíu milljónir dala
hið minnsta. Fyrirtækið greindi frá
því fyrr í mánuðinum að það ætlaði
að gefa milljónirnar til ríkisstjórna
og óháðra félagasamtaka á svæðinu
yfir nokkurra ára skeið til þess að
hjálpa fjölskyldunum og samfélög-
unum sem slysin tvö bitnuðu á.
Fyrra slysið varð í október þegar
vél Lion Air hrapaði í Jövuhaf með
þeim af leiðingum að allir 189 um
borð fórust. Seinna slysið varð
þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði
í Keníu og allir 157 um borð fórust.
– þea
Boeing styrkir
um 12 milljarða
SÚDAN Herforingjastjórnin í Súdan,
sem tók við eftir að Omar al-Bashir
forseta var steypt af stóli í apríl, og
mótmælendahreyfingin sem hefur
mótmælt bæði al-Bashir og herfor-
ingjastjórninni, undirrituðu í gær
samkomulag um deilingu valda. Til-
kynnt var um samkomulagið fyrr í
mánuðinum en alls óvíst hvort af
undirritun yrði.
Viðræður á milli mótmælenda
og herforingjastjórnarinnar sigldu
í strand í júní. Að minnsta kosti
128 fórust í árásum hermanna á
mótmælendur við varnarmála-
ráðuneytið í Kartúm, samkvæmt
læknum á bandi mótmælenda. Hins
vegar tókst erindrekum nágranna-
ríkja að miðla málum í deilunni.
Samkomulagið gengur út á að
fylkingarnar tvær deili völdum í
ríkinu næstu þrjú árin. Eftir það
yrði kosin ný ríkisstjórn og al-Bas-
hir-tíminn verði alfarið að baki.
Mohamed Hamdan Dagalo, vara-
forseti herforingjastjórnarinnar,
sagðist ánægður með samkomu-
lagið í gær og Ibrahim al-Amin,
einn leiðtoga mótmælenda, sagði
það marka tímamót í sögu Súdans.
„Við viljum stöðugt Súdan af því við
höfum þurft að þjást mikið vegna
þessarar óreiðu,“ hafði Reuters eftir
al-Amin. –þea
Samkomulag undirritað í Súdan
TÆKNI Sérvitri auðjöfurinn Elon
Musk og fyrirtæki hans NeuraLink
kynntu í fyrrinótt afrakstur rann-
sóknarvinnu sinnar í fyrsta sinn.
NeuraLink hefur unnið fyrir lukt-
um dyrum að því að þróa leiðir til
þess að tengja mannsheilann beint
við tölvur og gervigreind. Fyrirtæk-
ið hefur nú sótt um leyfi hjá yfir-
völdum í Bandaríkjunum til þess
að hefja prufur á fólki og vonast er
til að það gerist áður en árið er úti.
Hingað til hefur tæknin ekki
verið prófuð nema á dýrum. Einna
helst hefur fyrirtækið gert prufur á
rottum. Musk sagði frá því að fyrir-
tækið hefði þó náð að gera apa kleift
að stýra tölvu með hugaraf linu
einu.
„Markmiðið er að skapa samlífi
með gervigreind. Jafnvel í bjart-
sýnustu framtíðarsýn bendir allt
til þess að gervigreindin spæni fram
úr mannkyninu og skilji það eftir,“
sagði Musk. Til þess að fyrirbyggja
það þyrfti mannkynið að tengjast
gervigreindinni og þannig skapa
eins konar ofurgreind í mannsheil-
anum sjálfum.
Markmiðið með kynningunni
í fyrrinótt var einkum að fá f leiri
rannsakendur og sérfræðinga til
liðs við fyrirtækið.
Græjan sem NeuraLink hefur
nú þróað er lítill 3.000 rafskauta
nemi sem tengdur er við sveigjan-
lega og afar þunna þræði. Neminn
getur fylgst með virkni um þúsund
taugafruma og þar sem þræðirnir
eru sveigjanlegir heldur NeuraLink
því fram að tæknin dragi úr líkum
á heilaskaða vegna þess að neminn
getur hreyfst með heilanum innan
höfuðkúpunnar. Öfugt við til að
mynda tækni Blackrock Micro-
systems sem styðst við örnálar.
„Það er ekki eins og við munum
strax búa yfir einhverjum stórkost-
legum tauganema og getum tekið
yfir heilann þegar í stað. Þetta mun
taka langan tíma. En fyrir þá sem
það kjósa mun tæknin að endingu
geta boðið upp á samlífi við gervi-
greind,“ sagði Musk.
Eins og stendur getur NeuraLink
einungis komið nemanum fyrir
með því að bora gat í höfuðkúpu
viðkomandi. Það verður tilfellið
með fyrstu manneskjurnar sem
gefa kost á sér í prufur, ef af verður.
Tengingin verður heldur ekki þráð-
laus, að minnsta kosti í bili, heldur
verður heilinn tengdur við tölvu
með USB-C snúru.
Vissulega er NeuraLink ekki
fyrsta fyrirtækið til þess að rann-
saka og áforma tengingu heilans við
tölvur. Áður hafa rannsakendur náð
að tengja hreyfihamlaða og gera
þeim kleift að stýra til að mynda
tölvumúsum og gerviútlimum.
Breska ríkisútvarpið hafði eftir
Andrew Hires, taugalíffræðingi hjá
háskólanum í Suður-Kaliforníu, að
NeuraLink hafi litið til þess besta
sem þróað hefur verið hingað til og
ýtt tækninni áfram að markverðu
leyti. „Stærsta byltingin er þróun
nema sem er þróaðari en það sem
nú býðst.“
Þá sagði Krittika D’Silva, gervi-
greindarsérfræðingur hjá banda-
rísku geimferðastofnuninni NASA,
að tæknin væri afar spennandi þar
sem í henni felst minna inngrip en
hefur tíðkast hingað til.
thorgnyr@frettabladid.is
Musk borar inn í heila
NeuraLink, fyrirtæki í eigu Elons Musk, kynnti afrakstur vinnu sinnar að því
að tengja mannsheilann við tölvur og gervigreind. Óttast komandi yfirburði
gervigreindar og vilja skapa ofurgreind með samlífi manns og gervigreindar.
Þessi tölvuteikning sýnir svo sem ekki nákvæmlega hvernig græjan frá NeuraLink mun virka. NORDICPHOTOS/GETTY
Mótmæli hafa staðið yfir frá því í
desember. NORDICPHOTOS/GETTY
1
8
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
1
-7
C
5
0
2
3
7
1
-7
B
1
4
2
3
7
1
-7
9
D
8
2
3
7
1
-7
8
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K