Fréttablaðið - 18.07.2019, Page 8

Fréttablaðið - 18.07.2019, Page 8
Áform um friðlýsingar Umhverfisstofnun, í samstarfi við landeigendur jarðanna Rauðár, Ljósavatns og Hriflu, og sveitarfélagið Þingeyjarsveit, kynnir hér með áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Jafnframt kynnir Umhverfisstofnun áform um friðlýsingu jarð­ anna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaós í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði í samstarfi við landeigendur og sveitarfélag. Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við 2. mgr. 38. gr. nátt­ úru verndarlaga en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á fram­ kvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega. Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 18. september 2019. Frekari upplýsingar er að finna á www.ust.is. Athugasemdum við áformin má skila á vef Umhverfis stofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. 500 400 300 200 100 0 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 Q 1 20 19 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 Q 1 20 19 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 Q 1 20 19 ✿ Útlán bankanna til einstaklinga n Landsbankinn n Íslandsbanki n Arion banki Heimild: Landsbankinn 239 291 321 357 414 427 263 273 286 299 319 324 321 325 337 365 400 400 Aðsókn í Jarðböðin á Mývatni dróst saman um tæp 7 prósent í júní og það sem af er júlí miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta segir Guðmundur Þór Birgisson, fram- kvæmdastjóri Jarðbaðanna, í sam- tali við Markaðinn. Hann segir að aðsóknin á fyrri árshelmingi hafi verið svipuð og á sama helmingi síðasta árs en þó gæti örlítillar fækkunar. Í fyrra lögðu alls 210 þúsund manns leið sína í Jarðböðin. Hagn- aður félagsins nam 313 milljónum króna og jókst lítillega á milli ára en hann nam 294 milljónum á árinu 2017. Heildarvelta félagsins jókst um 100 milljónir en hún nam 922 milljónum króna samanborið við 821 milljón króna á árinu 2017. Stærstu hluthafarnir í Jarðböðun- um eru fjárfestingafélagið Tækifæri, sem er aðallega í eigu KEA, Íslenskar heilsulindir, sem er dótturfélag Bláa lónsins, og Landsvirkjun. Í árslok 2018 voru Jarðböðin metin á um 4,6 milljarða króna í bókum Tækifæris sem fer með 43,8 prósenta hlut. Í upphafi árs 2018 voru hluthafar í félaginu 74 en 68 í lok árs. – tfh Sumargestum Jarðbaðanna fækkar um sjö prósent Jarðböðin. LJÓSMYND/JARÐBÖÐIN Vöxtur í útgáfu íbúðalána hefur að jafnaði verið þrefalt meiri hjá Landsbankanum en hinum tveim- ur viðskiptabönkunum á síðustu fimm árum. Í úttekt hagfræði- deildar Landsbankans kemur fram að á tímabilinu 2014 til 2018 hafi útlánavöxtur bankans að meðaltali numið 15 prósentum á ári. Þannig hefur lánabók bankans vaxið um 79 prósent á tímabilinu. Til samanburðar nam árlegur vöxtur hjá Arion banka 6 pró- sentum og 5 prósentum hjá Íslands- banka. Landsbankinn var raunar með smæstu lánabókina þegar kom að lánum til einstaklinga fyrir og eftir fjármálahrunið en nú er hún orðin stærst. Heildarlán Landsbankans til ein- staklinga námu 239 milljörðum króna árið 2014 en hafa nú vaxið í 427 milljarða. Á sama tímabili hafa útlán Íslandsbanka vaxið úr 263 milljörðum í 324 milljarða og útlán Arion banka úr 321 milljarði í 400 milljarða. Lilja Björk Einarsdóttir, banka- stjóri Landsbankans, segir í sam- tali við Fréttablaðið að aukninguna megi skýra þannig að Landsbank- inn hafi boðið góð kjör á réttum tíma „Við vorum með mikla markaðs- hlutdeild og marga góða og trygga viðskiptavini. Á síðustu árum, þegar hagkerfið fór að snúast meira um uppbyggingu húsnæðis fóru viðskiptavinir að líta til okkar og við gættum þess að vera með mikið vöruframboð og samkeppnishæf kjör,“ segir Lilja Björk. „Við höfum einnig horft til þess að geta veitt ungum kaupendum og fyrstu kaupendum góða þjónustu. Landsbankinn býður viðbótar- lán og þar með hærra lánshlutfall Þrefalt meiri vöxtur í útgáfu íbúðalána Á síðustu fimm árum hefur vöxtur í útlánum til einstaklinga verið að jafnaði þrefalt meiri hjá Landsbankanum en hinum tveimur bönk- unum. Bankastjóri Landsbankans segir bankann hafa boðið góð kjör á réttum tíma. Lilja Björk segir að nær öll aukningin á síðustu mánuðum hafi verið í óverðtryggðum lánum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR fyrir fasteignaviðskipti ákveða að klára viðskiptin hjá okkur.“ Þróunin hefur haldið áfram á þessu ári með 17 prósenta vexti á milli fyrstu fjórðunga áranna 2018 og 2019 en íbúðalán eru lang- stærstur hluti vaxtarins. Aukn- ingin er nær öll í óverðtryggðum lánum að sögn Lilju Bjarkar en það er í takt við breyttar væntingar um gang hagkerfisins. Vinsældir óverðtryggðra lána er önnur skýr- ing á miklum útlánavexti bankans. „Við eigum mjög erfitt með að keppa við lífeyrissjóðina í breyti- legum verðtryggðum lánum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem hafa verið tíundaðar í fjölmiðlum undanfarið og má nefna hærri skatta og gjöld sem rekstur banka verður að standa undir. Aftur á móti erum við mjög samkeppnis- hæf í óverðtryggðum breytilegum lánum og undanfarið hefur fólk fært sig yfir í þess konar lán.“ Markaðurinn greindi frá því í byrjun júlí að lausaf járstaða stóru viðskiptabankanna þriggja í krónum hefði versnað á síðustu mánuðum. Hertar kröfur drægju úr getu bankanna til þess að auka útlán. Lausaf járeignir bankanna – Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans – í krónum hafa dregist saman um tugi prósenta á síðustu árum. Í lok fyrsta árs- fjórðungs var lausafjárhlutfallið lægst hjá Landsbankanum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslands- banka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Aðspurð segir Lilja Björk að Landsbankinn hafi meðal ann- ars fjármagnað íbúðalánin með útgáfu sértryggðra skuldabréfa. og takturinn í þeirri útgáfu hald- ist mjög vel í hendur við aukningu í íbúðalánum. Bankinn sjái fram á að það muni áfram ganga. Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is sem hentar sérstaklega þeim sem eru að kaupa sína fyrstu eign og þá höfum við verið að nýta okkur þá þekkingu sem við höfum á við- skiptasögu viðskiptavina okkur til að setja saman lánin á hagkvæman hátt og bjóða samkeppnishæf kjör. Á sama tíma hefur áhætta okkar af útlánum til einstaklinga ekki aukist þegar horft er til vanefnda og veð- hlutfalls þrátt fyrir að heildarfjár- hæðirnar hafi aukist.“ Þá segir Lilja Björk að það hafi skipt lykilmáli að hafa útlánaferl- ana skilvirka til að tryggja að fólk geti klárað fasteignaviðskiptin með skjótum hætti. „Þetta snýst ekki einungis um að bjóða samkeppnis- hæf kjör heldur einnig um það að þjónustan gangi hratt og örugg- lega fyrir sig. Við höfum fylgt eftir stefnu í þessum málum og sjáum árangurinn af því að margir af þeim sem leita til nokkurra lánastofnana Þegar hagkerfið fór að snúast meira um uppbyggingu húsnæðis fóru viðskiptavinir að líta til okkar og við gættum þess að vera með samkeppnishæf kjör. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans 4,6 milljarða króna eru Jarð- böðin metin á í bókum hluthafa. MARKAÐURINN 1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 1 -7 7 6 0 2 3 7 1 -7 6 2 4 2 3 7 1 -7 4 E 8 2 3 7 1 -7 3 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.