Fréttablaðið - 18.07.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 18.07.2019, Síða 16
Á Íslandi eru til allnokkur fjöll sem heita Kaldbakur. Hæstur er sá við austan-verðan Eyjafjörð (1.173 metrar) upp af Grenivík, í Vestur-Skaftafellssýslu er annar (732 m) og sá þriðji er norðan við Kaldbaksvík á Ströndum. Síðast en ekki síst er það Kaldbakur milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar sem jafnframt er hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Úr fjarlægð líkist fjallið bát á hvolfi og er glæsilegt á að líta, en rétt hjá eru Lokinhamrar, eitt einangraðasta býli á Íslandi, og Tjaldanesfjöll sem helst líkjast indíánatjöldum. Nafnið Vestfirsku Alparnir hefur oft verið notað um þetta svæði en þótt Kaldbakur tróni hæst er hann með smá minni- máttarkennd því hann vantar tvo metra upp á að ná 1.000 metra hæð . Það má leysa með því að klífa myndarlega vörðu á toppnum eða hreinlega teygja úr sér. Efst er Kaldbakur flatur eins og mörg vestfirsk fjöll, en hlíðarnar eru snarbrattar og sundurskornar. Í allar áttir býðst gríðarlegt útsýni yfir stóran hluta af Vestfjörðum og suður á Snæfellsnes en sérstaklega þó yfir Ketildali við sunnanverðan Arnarfjörð og norður í Dýrafjörð. Það er tiltölulega auðvelt að ganga á Kaldbak, ekki síst ef ekið er eftir torfærum jeppavegi upp í Kvennaskarð sem skilur að Dýrafjörð og Arnar- fjörð. Í skarðinu er hægt að skilja bílinn eftir og tekur gangan upp og niður ekki nema fjórar klukkustundir. Skemmtilegra er þó að hefja gönguna Arnarfjarðar- megin við mynni Fossdals og ganga norður eftir jeppaslóðanum upp að skarðinu og þaðan á tindinn. Þetta lengir gönguna um helming en er vel þess virði, enda Fossdalur einkar fallegur og gróinn. Einn- ig má hefja gönguna Dýrafjarðarmegin við bæinn Kirkjuból og fylgja sama jeppaslóða í suður. Þessar leiðir eru einnig mjög skemmtilegar fyrir fjallahjól og náttúruhlaupara. Er þá tilvalið í sömu ferð að hjóla fyrir Lokinhamra og eftir svokölluðum Kjaransvegi að Þingeyrum. Milli Stapadals og Lokinhamra liggur vegurinn í sjávarmálinu og því verður að sæta sjávarföllum til að komast leiðar sinnar. Fyrir þá sem vilja spreyta sig á f leiri fjall- göngum í Vestfirsku Ölpunum þá bjóða Tjaldanesfjöllin upp á veislu, en einnig er tilvalið að skoða í leiðinni fossinn Dynjanda innst í Arnarfirði. Kaldbakur í Vestfirsku Ölpunum Vestfirsku Alparnir séðir frá sunnanverðum Arnarfirði. Kaldbakur er fjallið til vinstri með snjósköflunum og Tjaldanesfjöll til hægri. MYND/TÓMAS GUÐBJARTSSON Fossdalur til vinstri og Stapadalur til hægri en handan við Arnarfjörð eru Ketildalir. MYND/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON Útsýni af Kaldbak er frábært. Hér er horft til norðurs ofan í Dýrafjörð. MYND/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari TILVERAN 1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 1 -7 2 7 0 2 3 7 1 -7 1 3 4 2 3 7 1 -6 F F 8 2 3 7 1 -6 E B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.