Fréttablaðið - 18.07.2019, Síða 20

Fréttablaðið - 18.07.2019, Síða 20
Ma n n k y n i ð s t e n d u r f rammi f y r ir g r íða r-legum áskorunum sam- fara hamfarahlýnun. Meðal þess sem nauðsynlegt er að gera til að bregðast við henni eru orkuskipti, frá jarðefnaeldsneyti í grænni orku. Þetta mun óhjákvæmi- lega auka notkun rafmagns. Við Íslendingar erum vissulega heppin þegar kemur að orkuauðlindum og ættum að vera óvenju vel í stakk búin til að takast á við nýjan veru- leika (þó er sjaldnast allt sem sýn- ist). Að undanförnu hafa þó birst fréttir af því að almenningur geti átt von á orkuskorti vegna vax- andi eftirspurnar. Það eru bæði óþægileg og nokkuð óvænt tíðindi fyrir þau sem hafa álitið orkuauð- lindir okkar nánast botnlausan brunn. Þær eru hins vegar mjög langt frá því að vera óþrjótandi. Við þurfum því að fara vel með þær og taka meðvitaðar ákvarð- anir um hvernig við viljum nota þær. Hvort sem nýlegar fréttir eru raunverulegt vandamál eða leið til að knýja á um frekari virkjanir er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Við þurfum að móta stefnu þar sem áætlað er fyrir þörf samfara nauðsynlegum og metnaðarfull- um markmiðum í loftslagsmálum. Setja þarf orkuþörf almennings, stofnana og samfélagslegra mikil- vægra fyrirtækja í forgang; hvetja til nýtni. En við þurfum líka að hafa kjark til að ákveða í hvað við ætlum ekki að nota orkuna, ann- ars lendum við f ljótt í ógöngum. Eitt nýjasta æðið í atvinnumál- um okkar eru svokölluð gagnaver. Gríðarlega orkufrek fyrirbæri, sem skapa vissulega störf en geta um leið þrengt að almennum lífs- gæðum, gert áætlanir okkar um heilbrigð orkuskipti erfiðari og verið ógn við náttúru landsins. Þá eru þau beinlínis óverjandi ef sífellt stærri hluti af orkunni okkar er t.d. nýttur þar til að grafa eftir rafmyntum á borð við Bitcoin. Þar sem íslenskar orkuauðlindir eru langt því frá takmarkalausar mun stefnuleysi stjórnvalda setja pressu á sífellt meiri orkufram- leiðslu og knýja á um leit að nýjum virkjunarkostum. Sífellt f leiri og sterkari raddir heyrast sem leggjast gegn gegnd- arlausum fórnum á landinu í þágu rafmagnsframleiðslu. Ekki er nóg með að slíkar fórnir séu oft óaftur- kræfar, þá spilla þær þeirri auðlind sem ósnortin náttúra er. Þessar raddir tala fyrir mikilvægum sjónarmiðum. Við þurfum því að bregðast hratt við – ekki láta lög- málið um framboð og eftirspurn ráða alfarið. Það mun sundra þjóð- inni og getur valdið óbætanlegu tjóni á íslenskri náttúru. Um nauðsyn orkustefnu Fæstir vita að lyf javerð til neytenda úr apótekum hefur frá árinu 2003 lækkað um helming að raunvirði og lyf ja- verð á Íslandi er á pari við hin Norðurlöndin. Þetta er staðfest í nýrri skýrslu Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands um lyfsölu á Íslandi. Þrátt fyrir þennan árangur eru tækifæri til að gera enn betur, en hvernig? Betri þjónusta á sama verði Bæði kannanir Ríkisendurskoð- unar á lyfjaverði og gögn frá OECD undanfarin ár sýna að Ísland er að jafnaði á pari við verð á Norður- löndunum. Árið 2018 var 3% verð- munur, að teknu tilliti til þess að lyf á Íslandi bera hámarks virðis- aukaskatt en svo er ekki á öllum Norðurlöndunum. Þó að lyfjaverð hafi lækkað á Íslandi og sé sambærilegt við það sem er á hinum Norðurlöndunum erum við í fremstu röð þegar kemur að þjónustu apóteka. Aðgengi að apótekum á Íslandi er mjög gott. Sem dæmi má nefna að apótek er í innan við fimm mínútna aksturs- fjarlægð fyrir næstum alla sem búa í þéttbýli auk þess sem f leiri apótek eru á hvern íbúa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Lyfja leggur áherslu á að bjóða lágt lyfjaverð um allt land, við rekum tæplega helming allra apóteka hringinn í kringum landið þó hlut- deild Lyfju á markaði sé tæplega þriðjungur. Á Íslandi starfa einnig f leiri lyfjafræðingar á hvern íbúa en að jafnaði í öðrum iðnríkjum, sem er vanmetin staðreynd. Lyf ja- fræðingar eru lykilstarfsmenn í íslensku heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er í apótekum Lyfju, á heilbrigðisstofnunum eða annars staðar. Hlutverk lyfjafræðinga er meðal annars að tryggja að fólk fái réttu lyfin, á réttu verði og að veita leiðbeiningar um hvernig þau nýt- ast best. Þeir lyfjafræðingar sem ég hef kynnst eru hógværir og ólíklegir til að berja sér á brjóst en staðreyndin er sú að lyfjafræðingar hafa undan- farin fimmtán ár unnið þrekvirki í íslenskri heilbrigðisþjónustu þegar kemur að hagkvæmni og þjónustu. Lækkum lyfjaverð aftur um helming – tvíþætt áskorun! Lyfja var brautryðjandi lægra lyfja- verðs árið 1996 þegar apótekið var stofnað en í dag er lyfjaverði á Íslandi stýrt af lyfjagreiðslunefnd. Þó að staðan sé góð á Íslandi teljum við hjá Lyfju að mögulegt sé að ná enn meiri árangri. Við viljum því setja fram tvær áskoranir, aðra til okkar sjálfra en hina til stjórnvalda. Samkvæmt skýrslunni frá Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands er rúmur helmingur seldra lyfseðils- skyldra lyfja ódýrasta lyf í sínum f lokki, en það er hægt að gera enn betur. Í þessu felst áskorun sem Lyfja ætlar taka til að tryggja lægra lyfjaverð. Átakið snýst um að fræða viðskiptavini um samheitalyf og bjóða þeim alltaf ódýrari valkosti eða samheitalyf sé það mögulegt. Þessu átaki mun fylgja fræðsla til viðskiptavina um samheitalyf og hvernig virkni þeirra er sú sama og í frumlyfinu. Með þessu teljum við okkur geta lækkað lyfjakostnað viðskiptavina okkar töluvert. Sk ý r sla Hag f r æðistof nu na r leiðir einnig í ljós að á Íslandi greiða neytendur tæplega 60% af lyfjakostnaði úr eigin vasa en innan OECD er hlutfallið tæplega 40%. Íslendingar þurfa þannig að greiða helmingi hærra hlutfall lyfjakostnaðar sjálfir. Með því að breyta greiðsluþátttökukerfinu á Íslandi til samræmis við önnur OECD-lönd þannig að íslenskir neytendur greiði minna af lyfja- kostnaði sjálfir er hægt að tryggja að f leiri fái öll lyf sem þeir þurfa. Slík breyting myndi kosta ríkissjóð tvo til þrjá milljarða króna árlega en myndi skila sér margfalt til baka í auknum lífsgæðum og við skorum á stjórnvöld að gera það. Það er hægt að lækka lyfjaverð til neytenda aftur um helming. Það er áskorun að gera það. Lyfja tekur áskoruninni og hvetur stjórnvöld til að gera slíkt hið sama. Þannig getum við lækkað lyfjaverð. Helmingi ódýrari lyf en hægt að gera helmingi betur Sumir málsvarar ríkisstjórnar-innar kvarta nú sáran undan því að í almennri umræðu um pólitík er æ sjaldnar sett sama- semmerki milli ríkisstjórnarinnar og frjálslyndra hugmynda, en því oftar milli hennar og fortíðar og milli hennar og gæslu sérhagsmuna. Óli Björn Kárason lýsir þessum áhyggjum vel í nýlegri Morgun- blaðsg rein. Þær v irðast jaf n- vel þrúgandi þegar hann segir: „Frjálslyndar skoðanir fyrri tíma eru sagðar púkalegar og eigi ekki erindi við samtímann, hvað þá framtíðina.“ Þing maður inn nef nir síðan nokkur umkvörtunarefni sem hann telur að sýni villandi hug- takanotkun þeirra sem ekki fylgja ríkisstjórninni að málum. Fyrsta umkvörtun Í fyrstu umkvörtun sinni fjallar þingmaðurinn um stjórnlyndi og segir: „Góðhjartaðir stjórnmála- menn, undir fána hins nýfengna frjálslyndis, leggja verulega á sig að hafa vit fyrir samferðamönnum sínum. Í hugum þeirra er það lífs- nauðsynlegt að „barnfóstran“ sé stöðugt á vaktinni svo almenn- ingur fari sér ekki að voða.“ Mannanafnanefnd er ljómandi gott dæmi um opinbera barnfóstru af því tagi sem þingmaðurinn nefnir. Í vor fengu þingmenn Sjálf- stæðisf lokksins tækifæri til þess að greiða atkvæði á Alþingi með því að segja henni upp. Langf lestir þeirra greiddu atkvæði á móti. Þeir gátu sem sagt ekki hugsað sér að vera án barnfóstrunnar. Í þessu samhengi segir þing- maðurinn einnig: „Hið nýfengna frjálslyndi kallar á að skattar séu lagðir á vöru og þjónustu í nafni umhyg g ju enda almenning ur stjórn og sinnulaus um eigin vel- ferð og heilbrigði.“ Þetta er skrifað aðeins nokkrum dögum eftir að ríkisstjórnin, sem þingmaðurinn styður í einu og öllu, ákvað að skoða nánar tillögur um sykurskatt á alla mögulega framleiðslu nema þá sem Mjólkur- samsalan stendur fyrir. Minnir á fyrri tíma þegar lagður var tollur á allar skóf lur, nema f lórskóf lur. Önnur umkvörtun Í öðru umkvörtunarefni sínu segir þingmaðurinn að frjálslyndi sam- tímans felist í því að grafa undan krónunni. Það peningakerf i sem þing- maðurinn, ríkisstjórnin og Mið- flokkurinn eru að verja felur í sér að eigendur stóru útgerðarfyrirtækj- anna mega starfa utan krónuhag- kerfisins og njóta ávinnings af því. En verkafólkið sem hjá þeim vinnur er bundið í krónuhagkerfinu og þarf að færa þær fórnir sem því fylgja. Ég leyfi mér að efast um að þing- maðurinn trúi því sjálfur að sér- hagsmunagæslu af þessu tagi megi tengja við nútímann og frjálslynda hugsun. Jafnvel í fullveldislögunum frá 1918 var ákvæði um aðild Íslands að Norræna myntbandalaginu. Sú aðild var eins og kunnugt er ein af helstu forsendum nýsköpunarbylt- ingarinnar í sjávarútvegi í byrjun síðustu aldar. Þriðja umkvörtun Þriðja umkvörtunarefni þing- mannsins er að stöðugt þyngri álögur á sjávarútveginn séu kapps- mál nútímalegs stjórnmálamanns. Fyrir utan hið sjálfsagða að fisk- veiðiauðlindin sé sameign íslensku þjóðarinnar snýst ágreiningurinn um sjávarútveginn fyrst og fremst um tvennt: Þingmaðurinn, ríkis- stjórnin og Miðflokkurinn vilja að veiðiréttur útgerðanna sé ótíma- bundinn en andstæðingarnir að hann sé afmarkaður í tíma. Þingmaðurinn vill að endurgjald útgerðanna felist í viðbótar tekju- skatti en andstæðingarnir vilja að verðmæti veiðiréttarins ráðist á markaði. Hvar er frjálslyndið? Hvar er nútíminn? Fjórða umkvörtun Fjórða umkvörtun þingmannsins er vegna þeirra vandræða sem Sjálf- stæðisflokkurinn og ríkisstjórnin eiga í með þriðja orkupakkann. Þingmaðurinn snýr sig út úr því með því að segja: „Nýfrjálslyndi á ekki samleið með hugmyndum um fullveldi þjóðar og sjálfsákvörð- unarrétt.“ Einföld afgreiðsla. En hvað ætli það sé í málf lutn- ingi andstæðinganna sem þing- maðurinn telur stangast á við full- veldi þjóðarinnar. Jú, það er að þrír f lokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir fullum stuðningi við tillögu utanríkisráðherra Sjálfstæðis- f lokksins um innleiðingu þriðja orkupakkans. Ég spyr bara í einfeldni minni: Finnst þingmanninum í alvöru að röksemdafærsla af þessu tagi sé frambærileg á 21. öld? Fimmta umkvörtun Í fimmta umkvörtunarefni sínu finnst þingmanninum að andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins sýni ekki nægjanlegt umburðarlyndi gagn- vart öndverðum skoðunum innan hans um þriðja orkupakkann. Sannleikurinn er sá að vegna mikilla átaka innan Sjálfstæðis- f lokksins gat ríkisstjórnin ekki látið greiða atkvæði um málið fyrr en fullir tveir þingvetur voru liðnir. Þá fyrst og eðlilega var á það bent að álitamál væri hvort klofinn flokk- urinn gæti valdið því mikilvæga verkefni í ríkisstjórn að viðhalda EES-samningunum. Sjötta umkvörtun Sjötta umkvörtunarefnið er að þingmanninum finnst að sjálfstæð utanríkisviðskiptastefna sé eitur í æðum nýfrjálslyndra. Þó að þingmaðurinn tali ekki skýrt um hvað hann meinar með þessu má ætla að hann sé að tala gegn fjölþjóðasamvinnu en fyrir tvíhliða viðskiptasamningum í anda Brexit og Trumps. Flestar þjóðir drógu þann lærdóm af kreppunni á fyrri hluta síðustu aldar að fjölþjóðasamvinna yrði að leysa tvíhliða viðskiptasamninga af hólmi til að tryggja sem mest við- skiptafrelsi. Andstæðingarnir sem þingmaðurinn kvartar undan eru fylgjandi þeirri hugmyndafræði. Það var Sjálfstæðisflokkurinn einn- ig, en nú er hann klofinn í því efni. Hvar er gamli tíminn? Og hvar er nýi tíminn? Niðurstaða Hafa verður í huga að Óli Björn Kárason er einn áhrifaríkasti hug- myndasmiðurinn í röðum ríkis- stjórnarflokkanna. Samt sem áður er það svo að þessar umkvartanir sýna að hann verður að leggja sig miklu betur fram vilji hann raun- verulega tengja hugmyndaheim ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðis- f lokksins við nútímann og frjáls- lyndi. Í besta falli lýsa þessar umkvart- anir umhyggju fyrir indælu (fyrri tíma) frjálslyndi í þágu hinna fáu. Frjálslyndi fyrir hina fáu? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Það er hægt að lækka lyfja- verð til neytenda aftur um helming. Það er áskorun að gera það. Lyfja tekur áskor- uninni og hvetur stjórnvöld til að gera slíkt hið sama. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmda- stjóri Lyfju Logi Már Einarsson formaður Sam- fylkingarinnar Við þurfum því að bregðast hratt við – ekki láta lögmál- ið um framboð og eftirspurn ráða alfarið. Mannanafnanefnd er ljóm- andi gott dæmi um opinbera barnfóstru af því tagi sem þingmaðurinn nefnir. 1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 1 -8 1 4 0 2 3 7 1 -8 0 0 4 2 3 7 1 -7 E C 8 2 3 7 1 -7 D 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.