Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.07.2019, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 18.07.2019, Qupperneq 24
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Ég kaupi kannski eina til tvær nýjar f líkur á ári. Ég kaupi annars allt notað. Ég geri það fyrst og fremst af umhverfis- verndarástæðum. Það er svo mikið framleitt af fötum sem fara svo í ruslið. Fólk heldur kannski að með því að gefa fötin áfram fari þau öll til nýrra eigenda, en það er ekki endilega þannig. Mikið af notuðum fötum selst ekki og ýmis lönd, sem áður hafa tekið við notuðum fötum frá Vesturlöndum, eru hætt að taka við þeim. Það truf lar þeirra eigin hagkerfi og framleiðslu. Þannig að ég kaupi notað til að reyna að taka ekki þátt í þessari ofneyslu og offramleiðslu,“ segir Hafdís. Hafdís segir að henni takist yfirleitt að finna öll þau föt sem Kjóll með hestamynstri í uppáhaldi Hafdís keypti þessu föt í Trendnet markaði með notuð föt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Tónlistarkonan Hafdís Bjarna- dóttir hefur mjög gaman af tísku en forðast að kaupa ný föt. hana vantar notuð. Mikið af þeim finnur hún á Bland eða Facebook og svo hefur hún líka farið á fataskiptimarkaði. „Bland er sérstaklega gott ef mann vantar útivistarföt, gönguskó og íþróttaskó og þess háttar. Svo hef ég fundið fín spariföt á Facebook, en líka hversdagsföt. Kvenfélaga- samband Íslands hefur tvisvar verið með umhverfisdag með fataskiptimarkaði og ég hef nýtt mér það. Þá eru þær með sauma- vélar og maður getur komið og fengið aðstoð við að laga og breyta fötum. Á Loft hosteli er fata skipti markaður einu sinni í mánuði og þar hef ég oft fundið eitthvað sniðugt,“ segir Hafdís. Fataskiptimarkaðirnir virka þannig að fólk getur komið með fötin sín þangað og skilið eftir og tekið eitthvað í staðinn. En það er líka í lagi að skipta ekki heldur skilja bara eftir föt eða sækja föt þangað. „Hugsunin bak við markaðina er aðallega að nýta fatnaðinn,“ útskýrir Hafdís. Eins og fjársjóðsleit Hafdís segist hafa mjög gaman af tísku. „Ég er eiginlega svolítil tískudellumanneskja svo fyrir mér er þetta svolítið eins og að vera að leita að gulli eða vera í fjársjóðsleit. Mér finnst rosa gaman að finna eitthvað hér og þar og þá kannski eitthvað sem er ekkert endilega eins og allir aðrir eru að nota. Eins og hjá Kven- félagasambandinu, þar leynast kannski einhver svakalega falleg vintage föt sem eldri konurnar hafa fundið inni í skáp hjá sér og koma með. Það er oft eitthvað sem okkur sem erum aðeins yngri finnst æðislega skemmti- legt að fá.“ Ein af eftirminnilegustu f lík- unum sem Hafdís hefur keypt sér nýlega er kjóll með hesta- mynstri sem hún segir að sé í miklu uppáhaldi. „Þetta er mjög skemmtileg dönsk hönnun. Ég fann kjólinn á Facebook-hóp með hönnunarvörum. En svo stofnaði ég Facebook-hóp sem heitir Zero Waste – Fataskipti, þar skipti ég nýlega við eina konu og fékk nokkra kjóla sem ég nota mikið.“ Hafdís segir að úrvalið af notuðum fötum á Íslandi hafi aukist mikið síðasta árið. Extra- loppan og Trendport eru nýjar verslanir á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk leigir bás og selur fötin sín í umboðssölu. Starfs- fólk verslananna sér svo um að selja fötin fyrir fólk. „Ég hef gert rosagóð kaup í Trendport. Þar hef ég fengið mjög „trendí“ föt fyrir lítinn pening. Ég myndi segja að Trendport og Extraloppan séu mjög sniðugir staðir fyrir þá sem eru ekki vanir að kaupa notuð föt en langar að gera meira af því til að vernda umhverfið. Þar er hægt að fá bæði mjög venjuleg föt og tískufatnað. Það hentar kannski fólki sem sér sig ekki fyrir sér sem Rauðakross- og Hjálpræðishers- týpur,“ segir Hafdís og bætir við að Rauði krossinn og Hjálpræðis- herinn séu samt mjög góðar búðir líka og hún hafi gert góð kaup þar. „En úrvalið er að aukast fyrir fólk sem vill kannski líta út eins og það hafi verið að kaupa ný föt frekar en notuð,“ segir Hafdís að lokum. Ég er eiginlega svolítil tískudellu- manneskja svo fyrir mér er þetta svolítið eins og að vera að leita að gulli eða vera í fjársjóðsleit. Hafdís Bjarnadóttir Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 30-80% afsláttur af öllum útsöluvörum Útsalan í fullum gangi 40-50% afsláttur Kr. 7.900.- Str. 36-52 Fleiri litir buxur Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 1 -5 9 C 0 2 3 7 1 -5 8 8 4 2 3 7 1 -5 7 4 8 2 3 7 1 -5 6 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.