Fréttablaðið - 18.07.2019, Side 30

Fréttablaðið - 18.07.2019, Side 30
Almennt finnst mönnum, að við séum menntuð og vel siðuð þjóð, með háþróað þjóðfélag og góðar reglur og lög, sem gildi og menn fari eftir. Spilling og klíkuskapur sé hverfandi og f lest, sem gerist í þjóðfélaginu, sé undir góðu eftirliti og stjórn. Auðvitað vitum við, að sumt mætti betur fara, en það er ekki margt og vart tiltökumál. Þannig hugsar meðal- jóninn væntanlega. 2004 byrjaði viðskiptafulltrúi Íslands í New York að láta gera skoð- anakannanir á því, hver afstaða Bandaríkjamanna til Íslands væri. Var heiti verkefnisins „Iceland Nat- urally“. Margvíslegar spurningar voru lagðar fyrir menn; m.a. var spurt um afstöðuna til hvalveiða og hvalveiðiþjóða. 2004 sögðust 38% Bandaríkjamanna ekki mundu kaupa neinar afurðir frá hvalveiði- þjóð. Þetta hlutfall jókst ár frá ári, og 2018 var það hlutfall Banda- ríkjamanna, sem engar afurðir vildi kaupa frá þjóð, sem leyfir hval- veiðar, komið upp í 49%; helmingur Bandaríkjamanna vildi ekki kaupa neinar afurðir hvalveiðiþjóðar. Verður að teljast sjálfgefið, að þessi neikvæða afstaða helmings Bandaríkjamanna hafi líka gilt um ferðalög til hvalveiðilands. „Iceland Naturally“ skýrslan var og er „opin- bert gagn“, undir handhöfn utan- ríkisráðherra – og þar með væntan- lega fyrirliggjandi í ríkisstjórn – en þess hefur þó verið gætt, að almenn- ingur hefði ekki aðgang að þessum skýrslum. Í janúar sl. gaf Háskóli Íslands út skýrslu undir nafninu „Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða“. Verkið var unnið fyrir sjávarútvegsráðherra og ríkis- stjórn, og höfðu skýrsluhöfundar auðvitað fullan aðgang að heimild- um og gögnum opinberra stofnana. Í skýrslunni segir m.a.: „Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vís- bendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði.“ Var „Iceland Naturally“ gögn- unum haldið f rá sk ý rsluhöf- undum, eða kusu þeir að þegja yfir þeim stórlega neikvæðu og skað- legu áhrifum hvalveiða, á íslenzkt efnahagslíf, sem þar koma fram? 25.  marz sl. svarar ferðamálaráð- herra fyrirspurn frá Guðmundi Andra um áhrif hvalveiða á Alþingi. Hún segir m.a. þetta: „… en ekki hefur verið sýnt fram á að hvalveið- ar Íslendinga hafi neikvæð áhrif á komu ferðamanna …“. Svo kemur það, sem verra er: „Einhverjar sér- kannanir og athuganir hafa verið gerðar á áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustuna … en þær hafa verið stopular og eru nú löngu úreltar“. Gleymdi ferðamálaráðherra hér „Iceland Naturally“ könnununum, fyrir Bandaríkin og Kanada, sem hafa farið fram reglulega frá 2004 fram til 2018, í fyrra, sem í þessum skilningi er glæný könnun og niður- staða, eða vildi hún vísvitandi leyna því, að helmingur Bandaríkja- manna vildi ekki skipta við hval- veiðiþjóð? Langt teygja sig áhrifa- armar hvalveiðiklíku. 28. maí 2009 gaf þáverandi sjávarútvegsráðherra út reglugerð nr. 489/2009 um vinnslu og heil- brigðiseftirlit með hvalafurðum. Tók reglugerðin gildi 1. júní 2010. Skv. gr. 10 skyldi framkvæma hval- skurð í lokuðu rými, með þaki, til að tryggja nægilegt hreinlæti og hollustu kjötsins. Áður hafði þessi hvalskurður farið fram á opnu rými, undir berum himni, sem ekki gat talizt fullnægjandi hrein- læti eða trygging á matvælaöryggi og gæðum. Hvalur hf. hunzaði þessa reglugerð og skýr ákvæði hennar – hafði sama verkunarhátt á og verið hafði frá 1949 – og Matvæla- stofnun, sem er eftirlitsaðili með þessari vinnslu, lét það gott heita og viðgangast átölulítið í 8 ár. Og, ekki stóð á því, að Hvalur fengi ný starfsleyfi fyrir verkun og veiðileyfi ár hvert; ekkert mál. Eftir 8 ára vanrækslu og leyfis- brot, virðist forstjóri Hvals hafa kveikt á perunni með það, að nú væri kominn „góður Samherji“ í stól sjávarútvegsráðherra. Í Þorgerði Katrínu þorði hann ekki. Sendi hann nýjum ráðherra einfaldlega tölvupóst með reglugerðinni frá 2009, strikaði þar sumt út og breytti öðru, bara svona með kúlupenna, felldi auðvitað niður óþægilegt ákvæði um lokað rými og óþarfa hollustuhætti við hvalskurð, og skellti þessu svo bara á nafna sinn Júlíusson. Sá hafði hraðar hendur, og breytti texta reglugerðarinnar, nákvæmlega skv. forskrift nafna síns Loftssonar. Gaf svo út nýja reglugerð um verkun hvalkjöts tíu dögum seinna, 25. maí 2018. Þetta var auðvitað létt f létta milli vina og Samherja. Í maí 2014 fékk Hvalur langreyða- veiðileyfi fyrir veiðitímabilið 2014- 2018. Í 5. grein leyfis segir, að skip- stjórar Hvals skuli halda nákvæmar veiðidagbækur, með númeruðum síðum og færslu á 16 atriðum, um veiðar, hvern veiðidag. Þessum bókum skuli svo skilað til Fiski- stofu, í lok hverrar vertíðar. Þessar bækur eru auðvitað bráðnauðsyn- legt gagn fyrir eftirlitsstjórnvöld, og eiga að tryggja það, að veiðar fari fram með réttum og löglegum hætti. Í fyrra kom í ljós, að Hvalur hafði ekki skilað inn neinum dag- bókum fyrir 2014-2018, og fékk Fiskistofa þær ekki, þrátt fyrir eftirgangsmuni. Fiskistofustjóri var úrræðalaus. Auðvitað var svona minniháttar misskilningur ekkert mál fyrir sjávarútvegsráðherrann, og virtist hann kenna Fiskistofu um, að hafa ekki kreist bækurnar út úr Hval. Alla vega fór ráðherrann létt með það að veita Hval nýtt fimm ára veiðileyfi, þann 5. júlí sl., tók reyndar fram, að nú bæri Hval að skila dagbókum, „að eigin frum- kvæði“. Þetta var auðvitað mikil við- bótarkvöð, þó að ekki sé vitað, hver annar hafi átt að eiga frumkvæðið fyrir, og ekki datt ráðherra í huga, að krefjast dagbókanna fyrir veiði- tímabilið 2014-2018 og setja afhend- ingu þeirra sem skilyrði fyrir nýju leyfi. Hafði Fiskistofa, eftirlitsaðili hvalveiða, þó mælt með slíku skil- yrði. Auðvitað mega Samherjar ekki f lækja málin of mikið fyrir hvorum eða hverjum öðrum. Ef Ísland er bananalýðveldi og skipa ætti höfuðpaur í því, þá virðist augljóst, hver sjálfskipaður væri. Er Ísland bananalýðveldi? Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslumað­ ur og stjórn­ málarýnir Eftir 8 ára vanrækslu og leyfisbrot, virðist forstjóri Hvals hafa kveikt á perunni með það, að nú væri kominn „góður Samherji“ í stól sjávarútvegsráðherra. Í Þor- gerði Katrínu þorði hann ekki. Fátt af hjúpar eymd íslenskra stjórnmála betur en umræðan um þriðja orkupakkann sem og milljarðar af skattpeningum sem fyrrv. sjávarútvegsráðherra sóaði fram hjá lögum. Hrokafull réttlæting hans var þessi venjulega yfirvofandi ógn frá ESB. Það er ekki nýlunda að stjórnmálamenn finni blóraböggul í meintri erlendri ásælni í auðlindir eða fullveldi. Nú er hins vegar sú mikla áhætta sem orkupakkamenn taka, með því að segja nei. Þá vekur það athygli hve mikilli ósvífni þeir beita við að nota málið í f lokkspólitískum tilgangi. Rökréttar hugsanir og ritaðar stað- reyndir láta þeir eins og vind um eyru þjóta. Eins og Brexit ákvörð- unin, sem var snjöll, en afar áhættu- söm aðferð til að breyta um forystu í breska Íhaldsflokknum, er ljóst að annað en meintur ótti við ESB hékk á spýtunni. Styrmir sagði að það yrði að stöðva orkupakkann, því ella myndi Sjálfstæðisf lokkurinn klofna. Sigmundur Davíð vill hressa upp á laskaða ímynd Klausturkappa með langri og ekki þrautalausri pólitískri hægðastíf lu í ræðustól Alþingis. Óttinn við ESB bítur vel á þá sem láta þjóðernisþrungna hræðslu um að hugsa fyrir sig. Er orkupakkinn Trójuhesturinn? Ótti og tortryggni gagnvart því óþekkta, er ekkert séríslenskt fyrir- bæri. Hvort tveggja eru fylgifiskar þeirra tilf inninga sem hrærast innra með okkur og tengjast óvissri framtíð. Óprúttnir stjórnmálamenn hafa löngum notað óttann sem vopn til að smala fjöldanum í rétt- ina. Hitler tefldi þýskri arfleifð gegn úrkynjuðu vestrænu lýðræðisfyrir- komulagi, sem með aðstoð Gyðinga myndi ganga af þýskri tilvist, þjóð- erni og menningu dauðum. Í hans augum voru Gyðingar útsendarar Bolsévikka, sem f lestir óttuðust eins og pestina. Hann ól á þessum ótta og nýtti sér hann til að koma fram sem sannur verndari alls þess sem þýskt var. Aðferðir Brexitsinna eru af keimlíkum toga. Hér heima er alið á ótta og tortryggni gegn ESB sem fullyrt er að sælist eftir hreinu orkunni og sjávarauðlindum okkar, þótt fyrir að löngu sé búið að selja obbann af orkuframleiðslugetu hreinu orkugjafanna á spottprís til erlendrar stóriðju. Stóri orkupakk- inn er gerður að Trójuhestinum sem laumað er inn fyrir íslensku borgar- virkin. Þrátt fyrir lúsaleit í texta orkupakkans, finnst hvergi þar að lútandi nein vísbending. Það vita orkupakkamenn, því þeir stefna á uppsögn EES-samningsins. Þar liggi háski fullveldisins! Endurræst fullveldi eða skurðgoð Einfaldar hugmyndir eru aðlað- andi. Það er auðvelt að hrífast af þeim. því þær kalla á einfaldar lausnir. Í stjórnmálum hafa ein- földu lausnirnar sjaldan gefist vel, því raunveruleikinn er mun f lóknari. Einfalda lausnin er sögð vera að fella þriðja orkupakkann, þá losum við okkur, samkvæmt ummælum staðkunnugra í Brus- sel, við EES-samninginn og endur- reisum um leið spjallaðan meydóm fullveldisins. Fórnarkostnaðurinn er ekki færður til bókar frekar en hjá Brexitsinnum. Ávinninginn af lifandi, hindrunarlausum aðgangi að gjöfulasta markaði heims er ógerningur að slá á tölum, þótt þess sjáist glögg merki í fjölmörgum rétt- arbótum og ekki síður í endurreisn íslensks þjóðarhags. Við fullveldið tengjum við upprisu þjóðarinnar á liðinni öld. En fullveldið er eins og önnur fyrirbæri samfélagssög- unnar breytingum undirorpið. Það má ekki stirðna og verða að nátt- trölli eða skurðgoði, því þá glatar það tímaskyninu og gagnast okkur illa, verður jafnvel hindrun. Við þurfum að styrkja og endurræsa fullveldi okkar á þann hátt að geta haft lögleg afskipti af ákvörðum annarra ríkja í málum sem snerta hagsmuni okkar, áður en þau taka lokaákvarðanir. Þjóðþing okkar Alþingi verður áfram staðfesting á fullveldi þjóðarinnar. Við þurfum að hafa kjark til að meðhöndla full- veldi okkar sem sífellt breytileg rétt- indi, því heimurinn tekur stakka- skiptum. Innan Evrópu er það ESB sem reynir að samræma og koma mismunandi hagsmunum og ólík- um skoðunum margra þjóða með langa misvísandi sögu undir einn hatt, svo árekstrum verði haldið í skefjum. Þetta heitir að deila full- veldi um sameiginleg mál, en halda óskertu fullveldi um eigin málefni á þjóðþingum sinum. Ef við viljum gæta fullveldis okkar og styrkja það, verðum við að fara þessa leið, því heimurinn verður sífellt minni og þjóðirnar hver annarri háðari. Ein- leikur þjóðanna endar í öngstræti og opnum átökum. Hvert er förinni heitið ? Þröstur Ólafsson Ef við viljum gæta full- veldis okkar og styrkja það, verðum við að fara þessa leið, því heimurinn verður sífellt minni og þjóðirnar hver annarri háðari. Fyrir nokkru gerðist sá ánægju-legi atburður að fyrsti leigj-andinn f lutti inn í nýtt fjöl- býlishús sem íbúðafélagið Bjarg reisti í Grafavogi. Þar með hófst bylting í húsnæðismálum sem von- andi sér ekki fyrir endann á. Allt of lengi hefur verið við lýði lögmál villta vesturs á leigumarkaði og markvisst hefur verið unnið gegn félagslegum lausnum á húsnæðis- markaði. Nægir þar að nefna að á sínum tíma var verkamannahús- næðiskerfið lagt niður. Auk þess má nefna leigufélagið Klett sem leigði út eignir Íbúða lánasjóðs á félagslegum grunni, til fólks á viðráðanlegu verði og til langs tíma. Leigufélagið Klettur tryggði þúsundum fjölskyldna hús- næðisöryggi um tíma en einn léleg- asti félagsmálaráðherra sem verið hefur seldi leigufélagið til leigufélags í eigu Gamma. Þetta leiddi til þess að gildistímar leigusamninga voru styttir og leigan hækkaði um tugi prósenta á milli ára! Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stofnað með félagslegri hugsun sem virkjar stéttarfélögin til að leita húsnæðislausna fyrir sína félagsmenn. Bjarg er með stórtæk áform á prjónunum um að reisa fjölbýlishús í Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Selfossi, Þorlákshöfn og Hafnarfirði með allt að 1.000 íbúðum á næstu þrem árum! Bjarg var stofnað til að mæta mikilli þörf á húsnæðis- markaði sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar töldu markaðinn eiga að leysa með GAMMA væðingu á félagslegum leigufélögum. Bjarg hefur leitað til allra sveitarfélaga um samstarf og vekur það undrun að stór sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu eins og Kópavogur og Mos- fellsbær hafa ekki fagnað boði Bjargs um samstarf og úthlutað Bjargi lóðir til uppbyggingar. Það er ánægjulegt að ASÍ og BSRB hafi staðið að stofnun Bjargs og þannig stuðlað að stórfelldri félags- legri húsnæðisuppbyggingu fyrir félagsmenn sína til að tryggja þeim öruggt húsnæði til langs tíma á við- ráðanlegu verði. Það er ný nálgun í húsnæðismálum á Íslandi. Bjart er yfir Bjargi! Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhag­ fræðingur Allt of lengi hefur verið við lýði lögmál villta vesturs á leigumarkaði og markvisst hefur verið unnið gegn fé- lagslegum lausnum á hús- næðismarkaði. 1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 1 -8 6 3 0 2 3 7 1 -8 4 F 4 2 3 7 1 -8 3 B 8 2 3 7 1 -8 2 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.