Fréttablaðið - 18.07.2019, Page 42
Risastórt
skref fyrir
mannkynið
Á laugardaginn er hálf öld
liðin síðan Neil Armstrong
steig fyrstur manna fæti á
tunglið. Því risaksrefi er til-
valið að fagna með því að
horfa á sígildar bíómyndir
sem gerast í hinu endalausa
nágrenni tunglsins.
2001: A Space Odyssey (1968)
Þetta sjónræna meistaraverk Stanleys Kubrick er
beintengt tunglinu þar sem geimfarar finna þar
furðuhlut sem sendir frá sér merki til Júpíters.
Geimskipið Discovery er gert út þangað og þar
með hefst marglaga epískt ferðalag í kvikmynd
sem er ráðgáta í sjálfri sér. Ofurtölvan HAL 9000
reynist mikill örlagavaldur á ferðalaginu enda í
raun mannlegri en geimfararnir um borð. Tví-
mælalaust besta geimmynd allra tíma og ein af
bestu myndum kvikmyndasögunnar.
The Right Stuff (1983)
Myndin er byggð á bók Toms Wolfe um sögu
geimferðaáætlunar Bandaríkjanna og hverfist
um geimfarana sjö sem kenndir eru við fyrstu
áætlanirnar um að senda mannað geimfar út
fyrir gufuhvolfið. Sam Shepard leikur Chuck
Yeager sem skráði sig á spjöld sögunnar með því
að rjúfa hljóðmúrinn. NASA kynnti sjömenn-
ingana til leiks í apríl 1959 en kappið var meira en
forsjáin þarna í upphafi geimferðakapphlaupsins
með tilheyrandi karlagrobbi og töffarastælum.
Alien (1979)
Tímamótaverk Ridleys Scott er og verður einhver
magnaðasta og besta hryllingsmynd allra tíma.
Þarna teflir hann einnig fram í fyrsta sinn geim-
faranum og hörkutólinu Ellen Ripley sem gerir
sig heldur betur gildandi í geimnum og því karla-
veldi sem hann varð um leið og mannkynið fór að
nema þar lönd. Ripley tekst á við snarmorðóða
geimveru sem stelur heldur betur senunni sem
ágætis áminning um að við vitum ekkert hvað
bíður okkar úti í endalausri óvissunni.
First Man (2018)
Fagmannlega unnin og snotur mynd um Neil
Armstrong og aðdraganda þess að hann varð
fyrsti maðurinn til þess að spóka sig á tunglinu
þann 20. júlí 1969. First Man er um margt van-
metin mynd sem fékk ekki verðskuldaða athygli
en meðal annars hefur verið fundið að því að
Armstrong hafi ekki verið nógu spennandi
manneskja til þess að bera uppi bíómynd. Ryan
Gosling leikur tunglfarann og Claire Foy eigin-
konu hans, Janet Armstrong.
Gravity (2013)
Leikstjórinn Alfonso Cuarón bauð áhorfendum
í heillandi geimferð með Gravity þar sem svifið
var í þyngdarleysi með tveimur strandaglópum
sem eiga litla lífsmöguleika eftir að geimfar þeirra
eyðileggst. Sandra Bullock hefur sjaldan verið
betri en einmitt þarna í hlutverki geimfara sem
berst hetjulega fyrir lífi sínu. George Clooney er
svo sannur gleðigjafi í þann allt of stutta tíma sem
hann fær að njóta sín.
Capricorn One (1977)
Spennutryllir um sviðsetta lendingu manna á
Mars. Umheimurinn heldur að um raunverulega
lendingu sé að ræða en lendingin er tekin upp í
stúdíói. Ljóst er að fórna verður geimförunum til
að koma í veg fyrir að svikamyllan opinberist.
Þeir leggja á flótta og eru hundeltir. Elliott Gould,
James Brolin, Sam Waterston og hinn alræmdi
O.J. Simpson eru í aðalhlutverkum.
Diamonds Are Forever (1971)
James Bond skrapp út í geim í Moonraker 1979 en
rakst þó ekki á óværuna sem Ellen Ripley tókst á
við það árið. Bond hafði áður horft til himins í
Diamonds Are Forever en þurfti þó ekki út fyrir
gufuhvolfið til þess að bjarga heiminum þá. Hann
kom hins vegar við á sviði þar sem verið var að
æfa sviðsetningu á falskri tungllendingu og snerti
þar á vinsælli samsæriskenningu um að Armst-
rong hafi aldrei komið til tunglsins.
Apollo 13 (1995)
Tom Hanks, Bill Paxton og Kevin Bacon leika
geimfarana Jim Lovell, Fred Haise og Jack Swigert
í sannsögulegri mynd um þrettánda Apollo-leið-
angur Bandaríkjamanna 1970. Litlu mátti muna
að þetta yrði hið mesta feigðarflan þegar allt fer
úrskeiðis og Tom Hanks neyðist til þess að senda
þessi skilaboð til jarðar: „Houston, við erum í
vandræðum.“
kolbrunb@frettabladid.is
toti@frettabladid.is
1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R34 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
1
8
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
7
1
-7
C
5
0
2
3
7
1
-7
B
1
4
2
3
7
1
-7
9
D
8
2
3
7
1
-7
8
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K