Fréttablaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 44
Horfðu á heildarmyndina Uppsetning á interneti innifalin. Kynntu þér málið á vodafone.is, í síma 1414, í næstu verslun eða hjá umboðsaðilum okkar um land allt. Ótakmarkað Internet Netbeinir og WiFi framlenging Ótakmarkaður heimasími Sjónvarps- þjónusta + Afþreying frá Stöð 2 Allt í einum pakka á lægra verði Rikki snýr aftur Flestir þeir sem ólust upp á tíunda áratugnum muna eflaust eftir taugaveiklaða rugludallinum Rikka og félögum hans í þættinum Nú- tímalíf Rikka, eða Rocko’s Modern Life eins og þeir kölluðust á ensku. Þættirnir voru framleiddir frá 1993 til 1996 fyrir sjónvarpsstöð- ina Nickelodeon og nutu gríðar- legra vinsælda, bæði hjá börnum og ekki síður fullorðnum enda var oft deilt um hvort um barna- efni væri að ræða þar sem sumir brandaranna þóttu heldur vafasamir fyrir ungviðið. Nýtt líf á Netflix Streymisveitan Netflix sendi frá sér á dögunum stiklu af teikni- mynd í fullri lengd um hann Rikka og sérkennilega vini hans. Myndin ber heitið Rocko’s Modern Life: Static Cling og skartar öllum leikur- unum sem fóru með helstu hlut- verkin á sínum tíma. Einnig snýr höfundur þáttanna, Joe Murray, aftur til að aðstoða Rikka og félaga Gamlir kunningjar boða komu sína Kvikmyndahornið Edda Karítas Baldursdóttir eddakaritas@frettabladid.is við að laga sig að breyttum tímum. Myndin verður aðgengileg á Net- flix frá og með 9. ágúst. Greta skrifar Barbie Greta Gerwig og Noah Baumbach munu skrifa handrit kvikmyndar, sem þegar er orðin umdeild, um hina einu sönnu Barbie. Gerwig er einnig orðuð við leikstjórn myndarinnar en hún er hvað þekktust fyrir að hafa leikstýrt og skrifað handrit hinnar stórgóðu Lady Bird. Lady Bird hlaut fjöldann allan af verðlaunum auk þess sem hún var í fyrra tilnefnd til fimm Óskars- verðlauna, fyrir leikstjórn, handrit, bestu leikkonuna, bestu auka- leikkonuna og sem besta myndin. Lafði Barbie ætti því að vera í nokkuð góðum málum. Lengi er von á einni Áform um að gera leikna mynd um Barbie hafa verið uppi um nokkurt skeið eða frá 2014. Grínistinn Amy Shumer var fyrst orðuð við hlutverk Barbie en sú hugmynd féll víða í svo grýttan jarðveg að Shumer hætti við. Óskarsverð- launaleikkonan Anne Hathaway var ráðin í hennar stað en neyddist til þess að sleppa takinu af Barbie vegna annarra verkefna. Sony frestaði þá framleiðslunni og hætti síðan alfarið við myndina. Warner Bros. Bæjarhátíðin Húnavaka hefst á Blönduósi í dag og nær síðan venju sam-k væmt há ma rk i u m helgina með tónlist og skemmtun af ýmsu tagi. Á móti sól gefur tóninn með stórtónleikum í félagsheimilinu á föstudagskvöld þegar segja má að ballið byrji fyrir alvöru. Fjöldi tónlistar fólks, margir sjaldséðir á þessum slóðum, mætir til leiks, þar á meðal Friðrik Dór, Hildur og sjálfur Helgi Björns- son, ókrýndur sveitaballakóngur Íslands með SSSól á sínum tíma. „Það eru bara ár og dagar síðan ég hef spilað, skemmt og komið fram í Húnavatnssýslu svo því sé haldið til haga,“ segir Helgi í sam- tali við Fréttablaðið og bætir við að hann líti alltaf á sig sem „smá“ Húnvetning. „Vegna þess að einhverjar ættir á ég að rekja þarna til Strandamanna, Húnavatnssýslumegin. Ætli for- feður mínir hafi ekki stolið hestum þarna einhvern tímann og riðið hratt í burtu,“ segir Helgi og hlær. Helgi segist alltaf hafa haft gaman af því að spila á Blönduósi. „Það er kátt og jákvætt fólk þarna í Húnavatnssýslunni þannig að það er mikil tilhlökkun að koma þarna á Húnavöku í fyrsta skipti.“ Helg i kemur f ram á k völd- skemmtun í Fagrahvammi á laugar- dagskvöldinu ásamt Gunna Helga, Daða Frey, Gunna Óla og Einari Ágústi úr Skítamóral. Helgi segist mæta til leiks með bland í poka. „Við verðum með eitt- hvað nýtt og eitthvað gamalt. Það sem fólk vill heyra,“ segir hann og bendir á að á skemmtunum sem þessari hafi lítið upp á sig að vera með tilraunastarfsemi í lagavali. „Maður tekur þekkt númer.“ toti@frettabladid.is Bland í poka á Húnavöku Helgi Björns er með reyndari mönnum þegar kemur að því að keyra upp sveita- ballastemningu og er til í tuskið á Blönduósi. Brot úr dagskránni Fimmtudagur 18. júlí Bæjarbúar plokka og gera fínt í bænum. Fjör á skólalóðinni. Ærslabelgur- inn, kastalinn, aparólan, battó- völlur, körfuboltavöllur, skatepark og fleira. Föstudagur 19. júlí Sýning um hafís í Hafíssetrinu í Hillebrandtshúsinu. Tækifæri til að komast í návígi við ísbjörn í Hille- brandtshúsinu. Leikhópurinn Lotta – Litla hafmeyjan. Tónlistarveisla í Fagrahvammi. Laugardagur 20. júlí Opna Gámaþjón- ustumótið í golfi á Vatnahverfisvelli. Skráning á golf.is Dorgað á bryggj- unni. Fjallahjólakennsla og stutt fjallahjóla- ferð fyrir alla fjöl- skylduna. Blönduhlaup USAH. Hestar á skólalóðinni. Teymt undir börnum. Kvöldskemmtun í Fagra- hvammi. Umhverfisverð- laun, tónlistarveisla og varðeldur. 1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 1 -7 7 6 0 2 3 7 1 -7 6 2 4 2 3 7 1 -7 4 E 8 2 3 7 1 -7 3 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.