Bæjarblaðið - 08.03.1980, Side 6

Bæjarblaðið - 08.03.1980, Side 6
I TILEFNI KONUDAGSINS Nú fyrir skömmu var konudagurinn haldinn hátíð- legur um allt land. Yið hér á Bæjarblaðinu ákváðum að ganga úr skugga um hvort Skagamenn fögnuðu deginum á sama hátt og aðrir landsmenn og tókum okkur því stöðu fyrir utan blómabúðina árla morguns þennan merka dag. Þarna biðum við, vopnaðir mynda- vél og fjórum spurningum og gripum eiginmenn „glóðvolga“ að afloknum blómakaupum. Við lögðum fyrir þá eftirfarandi spurningar: 1) Hverjum á að gefa blómin? 2) Færðir þú henni kaffi í rúmið í morgun? 3) Ertu búinn að gera þetta lengi? 4) Veistu hvað blómin, sem þú keyptir, heita? Steingrímur Bragason. Ég ætla að gefa frúnni þau. Nei, ég gaf henni ekki kaffi. Ég geri þetta á hverju ári. Jú, þetta eru túlipanar, páska- liljur og íris. Helgi Aðalsteinsson. Konunni. Nei ég gaf henni ekki kaffi, en ætla hins vegar að bjóða henni út að borða á nýja matsölustaðn- um. Ég geri þetta á hverju ári. Einu sinni þurfti ég að vísu að láta kaupa blómin fyrir mig, því ég var úti á landi og komst ekki til þess. Nei, ég veit ekki hvað þessi blóm heita. Þorsteinn Björnsson. Konunni. Nei, það gerði ég nú ekki, en ég ætla að sjá um matinn í staðinn og er meira að segja búinn að setja hann upp. Ja, ég gerði þetta allavega í fyrra. Nei ég veit ekki hvað þetta blóm heitir. Þetta er pottablóm og konan vill þau miklu heldur en hin, sem hún kallar gerfiblóm. Guðmundur Árnason. Konunni. Auðvitað ge'rði ég það. Já, í tvö ár. Nei. Magnús Oddsson, bæjarstjóri: Orkuverðið í athugun Ég vil þakka ritstjórn Bæjar- blaðsins, fyrir að gera ráð fyrir svari frá mér vegna greinar þess um verðlagningu á orku frá kyndistöðinni. Þegar verðlagning var ákveðin í upphafi, fengum við útreikninga frá okkar verkfræðilegu ráðgjöf- um. Þeir reiknuðu dæmið út á þrjá mismunandi vegu, sem gáfu mjög svipaða niðurstöðu. í þessum tilfellum þurfti að meta ákveðnar forsendur, svo sem stærð markaðar, brennslu- nýtni, töp í dreifikerfi og áætla annan rekstrarkostnað. Ég vil minna á að hér er um olíuupphitun að ræða og að verð svartolíunnar er í dag lið- lega 64% af verði gasolíunnar. í kyndistöðinni er kynnt með stórum kötlum með tiltölulega hárri brennslunýtni, en á móti kemur, að talsverð orka tapast í dreifikerfinu þar sem það ligg- ur í götum bæjarins. Rekstrar- kostnaður er og nokkur auk fjár- magnskostnaðar, en við teljum að orkuverðið í dag sé liðlega 70% af meðalorkuverði, ef not- endur hita hús sín með gasolíu. í upphafi var við það miðað, að stöðin yrði rekin á þann veg að orkukostnaður færi ekki upp fyrir 85% af meðalorkukostnaði með venjulegri olíukyndingu. Við teljum að við það hafi verið stað- ið. Með tilliti til þess að nú hefur stöðin verið í svo til fullri notk- un síðustu mánuði, ætlum við að endurskoða verðlagningu með til- liti til fenginnar reynslu. Jafn- framt höfum við farið af stað með könnun á því hvernig út- koman hefur orðið hjá notendum og höfum við í því sambandi skrifað öllum notendum á svæð- inu og óskað eftir upplýsingum frá þeim um olíunotkun áður en hús þeirra tengdust veitunni og þá sérstaklega frá þeim, sem telja að upphitun þeirra sé nú dýrari, en ef þeir hefðu kynt áfram með olíu, en raddir höf- um við heyrt þar að lútandi. Þegar hafa allnokkrir haft samband við okkur og veitt um- beðnar upplýsingar og ég býst við að þessi athugun okkar þurfi ekki að taka langan tíma. Að svo stöddu vil ég ekki svara grein Bæjarblaðsins frekar, en bíða eftir niðurstöðu á fyrr- nefndri könnun. Akranesi 4. mars 1980, Magnús Oddsson. Hlutavelta Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur hina árlegu hlutaveltu, sunnudaginn 16. mars nk. kl. 3,30 í Slysavarnahúsinu. Gengið verður í hús dagana 12. og 13. mars. Treystum á stuðning bæjarbúa eins og ávallt áður. Með kæru þakklæti, nefndin. 6

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.