Bæjarblaðið - 08.03.1980, Síða 8
Foreldrafélag Grunnskólans:
Starfið komið á iulla ierð
Á síðasta ári var stofnað for-
eldrafélag við Grunnskólann á
Akranesi. Hinn 11. febrúar sl.
var haldinn aðalfundur í félag-
inu og kosin ný stjórn. Undan-
fari þessa var fundur í hverri
bekkjardeild eftir áramótin, þar
sem tveir fulltrúar voru valdir
frá hverri bekkjardeild í fulltrúa-
ráð félagsins. Fulltrúaráðið kaus
síðan stjórn fyrir félagið. Stjórn-
in hefur þegar skipt með sér
verkum og er þannig skipuð:
Hafsteinn Sigurbjörnsson, for-
maður, Helga R. Höskuldsdóttir,
varaformaður, Guðmundur For-
grímsson, ritari, Jóhanna Karls-
dóttir og Einar Ólafsson, með-
stjórnendur.
Stjórnin hefur þegar hafið
störf, en með henni vinna skóla-
stjóri eða yfirkennari Grunn-
skólans. Stjórnin hefur þegar
skrifað tveimur aðilum bréf en
það eru Slökkvilið Akraness og
bæjarráð. SlökkviIiðinu er skrif-
að varðandi öryggismál skólans
með tilliti til brunamála og rým-
ingu skólans í neyðartilfellum.
Einnig er áskorun til bæjaryfir-
valda um fullnaðarfrágang á
skólalóðinni, sem leiksvæði, og
farið fram á að haft verði sam-
ráð við skólastjórn, kennara og
foreldrafélag.
í bréfi sem sent verður til
forráðamanna nemenda Grunn-
skólans er farið fram við þá að
þeir kimi með hugmyndir um
hvernig leiksvæði skólans ætti
að vera. Ef einhverjir hafa slíkar
hugmyndir eru þeir hvattir til
að hafa samband við skólastjóra.
Mikið hefur verið um það rætt
og ritað að undanförnu hve kynd-
ingarkostnaður er orðinn mikill.
Hafa bæjarblöðin velt tölulegum
staðreyndum og staðleysum
fram og til baka og fengið út
ýmsar gerðir af niðurstöðum.
Fátt hefur sést í þessum blöð-
um til leiðbeiningar fyrir hinn
almenna húseiganda til þess að
lækka kyndingarkostnaðinn.
Bæjarblaðið hefur farið þess á
leit við mig að reyna að gera
einhverja bót á þessu, og taka
fyrir hina ýmsu þætti sem gætu
orðið til þess að lækka kynding-
arkostnað hjá almenningi, hvort
sem hitinn fæst frá hver, kyndi-
stöð eða venjulegum húskatli.
í þessari grein verður fjallað
um tengingu við hitaveitu eða
fjarhitun, og þá sérstaklega þann
hluta kerfisins sem afmarkast af
götuæð annars vegar og rennsl-
ismæli inn í húsi, hinsvegar.
Eins og margir bæjarbúar hafa
orðið áþreifanlega varir við,
standa nú hvað hæst tengingar
húsa við dreifikerfi sem verið er
að leggja fyrir væntanlega hita-
veitu. Má segja að beinn hags-
munaþáttur húseigandans hefjist
þar sem heimæð tengist götu-
lögn. Mikilvægt er að heimæð sé
vel einangruð og að vel sé geng-
ið frá beygjum og öllum sam-
skeytum, bæði á röri, einangrun
og hlífðarkápu. Far sem heimæð
kemur í gegnum húsvegg ber
einnig að fylgjast sérstaklega vel
með að rörin séu einangruð og
að ryðmyndun geti ekki átt sér
þar stað, en töluverð hætta er
á því þar. Þess má geta að dæmi
eru til um að heimæðar hafi
ryðgað í sundur þar sem þær
fara í gegnum húsvegg á einu
til tveimur árum og þá eingöngu
vegna lélegs_ frágangs.
Þegar komið er inn fyrir hús-
vegg er áríðandi að hafa að-
rennslið vel einangrað, sérstak-
lega ef það er í óeinangruðum
rýmum t.d. þvottahúsi eða
geymslu. Töluverð kólnun getur
átt sér stað í leiðslum við slíkar
aðstæður og bitnar sú kólnun á
herbergjum sem þurfa varmans
meira við. Áður en komið er að
rennslismæli er oftast staðsett-
ur hitamælir sem fylgist með
hita vatnsins inn í húsið. Mikil-
vægt er að hann sé þannig stað-
settur að hann nái góðri snert-
ingu við vatnsstrauminn og gefi
sem réttasta mynd af aðrennslis-
hitanum. Heppilegasti staður fyr-
ir slíkan mæli er á beygju, þann-
ig að þreifari mælisins gangi vel
inn í rörið og sé allur virkur í
vatnsstraumnum. Þá ber einnig
að nefna síuna sem er oftast
mesti vanlræðavaldurinn á kerf-
inu. Mjög gott er að hafa renni-
loka staðsetta fyrir framan og
aftan mælagrind þannig að ekki
þurfi að tæma kerfið þegar þarf
að eiga eitthvað við mælagrind,
eða að hreinsa áðurnefnda síu.
Hún á það til að stíflast af
óhreinindum úr götukerfinu og
hefta eða trufla aðrennsli heita
vatnsins.
Og að lokum er það renslis-
mælirinn góði sem sér um taln-
ingu á rúmmetrafjölda heita
vatnsins sem notaðir eru. Þessi
mælir þarf að vera þannig stað-
settur að auðvelt sé að komast
að honum, bæði fyrir húseiganda
og ekki síður þann sem les af
honum fyrir gjaldheimtuna. Á
þessum mæli er hægt að fylgjast
með eyðslu frá degi til dags og
finna þannig út eitthvað meðal-
gildi á eyðslu. Gott er að hafa
innsýn í hvað meðalnotkun húss-
ins pr. sólarhring er, því ef kerfið
fer eitthvað að svíkja, t.d. bil-
aður ofnkrani eða eitthvað slíkt,
þá er aukinn snúningur á þessum
mæli oftast fyrsta vísbendingin.
Vonandi gefst tækifæri til
þess að halla áfram eftir hita-
kerfinu fljótlega og taka fyrir
hvern einstakan hluta þess,
mönnum til fróðleiks og þá um
leið til sparnaðar fyrir þá sem
fjármagna kyndingar húsa.
— D.ÁR.
Daníel Árnason:
TEN6ING VID HITAVEITU
1. grein
Að undanförnu hefur verið mikið skrifað og rætt
um hitaveitu. Hér í Bæjarblaðinu hefur verið skrifað
um óeðlilegan kostnað er margir notendur hitaveitu
borga. Margir gætu náð honum niður með lagfæringu
á kerfinu hjá sér. Við höfum því í framhaldi af þessu
fengið Daníel Árnason tæknifræðing til að gefa fólki
ábendingar um þá hluti sem það þarf að hafa eftirlit
með, þvi á næstu árum mun verða unnið að tengingu
flestra húsa á Akranesi. Þessar greinar munu birtast
í næstu tölublöðum Bæjarblaðsins.
Frá
HeilsugœslustöSinni
Konur/stúlkur í Akraneslæknishéraði
fæddar 1934-1967.
Mæling á mótefnum gegn rauðum hund-
um verður gerð á rannsóknarstofu Sjúkra
hússins eftirtalda daga:
Mánudaga, þriðjudaga og miðviku-
daga kl. 16-18, á tímabilinu frá 17.
mars til 10. apríl.
Allar konur fæddar á fyrrnefndu ára-
bili eru beðnar að mæta.
Mælingin er ókeypis.
Heilsugæslulæknar Akranesi
8