Bæjarblaðið - 08.03.1980, Síða 10

Bæjarblaðið - 08.03.1980, Síða 10
BœJorbladitf 3. tbl. 8. mars 1980 2. árg. Þeir era að fá ’ann Mjög góður afli hefur verið hjá netabátunum að undanförnu. Afli Akranesbáta frá áramótum og fram til 5. mars er þessi: tonn Anna 109 Grótta 321 Haraldur 295 Reynir 301 Sigurborg 249 Skírnir 69 Sólfari 273 Rán 77 Bátarnir eru allir á netum, nema Rán sem er á trolli. Skírnir hóf fyrir stuttu síðan netaveiðar en hann var á loðnu. Rá hefur Rauðsey nýlega hafið veiðar í net og Sigurfari er einnig að byrja netum. Aðeins tveir Akra- nesbátar eru þá enn á loðnu- veiðum, Bjarni Ólafsson og Vík- ingur. Afli togaranna frá áramótum og fram til 5. mars er þessi: tonn Haraldur Böðvarsson 891 Krossvík 712 Óskar Magnússon 874 Á yfirstandandi loðnuvertíð hefur verið landað 21.000 tonn- um af loðnu á Akranesi, þ.e.a.s til 5. mars. Loksins! LOKSINS — LOKSINS, og upphrópunarmerki á eftir, blasir við, þegar nýjasta blað Dögunar er lesið. Ætla mætti að ritstjórn Dögunar hafi náð æðsta takmarki lífsins. Ekki er nú svo, tilefnið er að þeir eru svo sjálfumglaðir að telja sér trú um þeir fjalli einir um málefni er snerta unglinga. Bæjarblöðin minnist ekki á þá. Ritstjórn Dögunar skal bent á, að efni það, sem þeir fjalla um á unglingasíðu sinni hefur fengið álíka mikið rúm í Bæjarblaðinu og hjá þeim. Eini munurinn er, að við flokk- um fólk ekki niður eftir aldri eða kynferði. Nú bíðum við bara eftir kvennasíðu og síðu fyrir aldr- aða, og hvað skyldu svo hin- ar síðurnar heita? Við lýsum eftir því. Á þeim merka degi 29. febr- úar sl. (hlaupársdag) fæddist drengur á Sjúkrahúsi Akraness. Hann vó 3450 g. og var 52 cm. langur. Þar sem piltur þessi kem- ur aðeins til með að eiga afmæli fjórða hvert ár, og slíkt hlýtur að teljast viðburður, þá fór Bæj- arblaðið í heimsókn til hans og móður hans á Sjúkrahúsinu. Foreldrarnir eru Svanhildur Páls- dóttir og Hermann Magnússon og eru frá Ólafsvík. Þetta er þeirra fjórða barn — og síðasta, að því er Svanhildur sagði. Er við spurðum hana álits á afmæl- isdegi sonarins, sagði hún að þetta væri ekkert nýtt í fjölskyld- unni, hann ætti átta ára gamlan frænda, sem einnig væri fæddur 29. febrúar. Oj - gellur í Pað verður æ algengara með árunum að ríkisstarfs- menn fái mat á vinnustað sín- um fyrir lítinn eða engan pen- ing. Aðrir þjóðfélagsþegnar horfa öfundaraugum til þess- ara staða, því oft er veislu- matur á borðum og þykir það tíðindum sæta ef svo er matinn ekki. Grundartangi er einn slíkur staður. Heyrst hefur, að í einum matartímanum fyr- ir nokkru, hafi allt orðið vit- laust á tanganum. Menn hafi janfvel talað um að reka þyrfti kokkana. Og hver var ástæðan? Jú, það voru gell- ur í matinn! Opin vika í Fjölbrautaskóianum: Allt d fullu ollsstaðor „Opin vika“ verður í Fjöl- brautaskólanum dagana 9. til 14. mars. — En hvað er opin vika? í Brautargengi, blaði Fjölbrauta- skólans, segir að markmið dag- skrárinnar sé að beina skóla- starfinu að verkefnum sem ekki eru snar þáttur í daglegri starf- semi skólans. Skólinn verður, eins og í fyrra, opinn fyrir al- menning og er bæjarbúum boðið að taka þátt í dagskrárliðum svo sem húsakostur frekast leyfir. Fjölmörg og ólík atriði eru á dagskrá opnu vikunnar. Sérstak- lega er vert að benda bæjarbúum á, að þeir geta átt von á heim- sóknum vegna skoðanakannanna og er fólk hvatt til að taka nem- endum vel í því sambandi. Pá er ýmislegt athyglisvert í um- ræðuhópum og ættu allir bæjar- búar að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Meðal viðfangsefna umræðuhópanna eru: Fljúgandi furðuhlutir, trúmál, málefni þroskaheftra, skipulagsmál Akra- ness, stjörnuspár, skipan iðn- fræðslu o.fl. Of langt mál yrði að telja upp alla þá liði sem eru dagskrá, en með ólíkindum er hvað þeir eru margir. Pá er rétt að geta þess að mjög þekktur myndlistarmað- ur, Theodor Paukstadt mun sjá um skreytingu skólahúsnæðisins og hefur nú þegar hafist handa. Að lokum má geta þess að kvikmyndasýningar og leiksýn- ingar verða í fullum gangi bæði í skólanum og Bíóhöllinni. T.d. verður kvikmyndin Soldier Blue sýnd í Bíóhöllinni. Pá verður leikritið Elsku Rut sýnt í skól- anum. TrésmiBja Sigurjóns & Þorbergs hf, Byggingavörudeild sími 2722 Þjóðbraut 13 Akranesi.

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.