Bæjarblaðið - 23.04.1982, Blaðsíða 3
Bœjorblodid
Veturinn nálgast sitt skapa-
daegur. Hann var langur og kaldur.
Ströndin hefur verið ísilögð, fiski-
mönnum til óþurftar, og hér hefur
ekki séð á dökkan díl. En máttur
sólarinnar eykst. Það drýpur af
upsum húsanna, og meðfram
vegunum hríslast smálaekir, sem
boða komu vorsins enda þótt hita-
mælirinn skríði niður fyrir núll á
nóttunni. Enn er mikill snjór á
jörðu, svo að skíðamenn eiga enn
góða daga Smáfuglarnir eru farnir
að æfa vorljóðin sín, enda þótt
vetrarhæsin heyrist enn í röddum
þeirra.
Á vandamáli eiriu, sem hrjáð
hefur okkur í meir en tuttugu ár, er
nú loks að finnast lausn. Bamble-
hérað hefur langa strönd og sums
staðar er hún dáð af sóldýrkend-
um. Einn eftirsóttasti hluti hennar
er „Hrognaströndin”. Þar er ágæt
baðströnd og stórt tjaldsvæði og
mikið af sumarbústöðum í grennd.
Þar að auki á Norsk-Hydro mikið
af leigubústöðum þar, bátahöfn
og tjaldsvæði. Þessi staður freist-
ar margra, bæði íbúa Bamble og
fleiri gesta. Vegurinn til Hrogna-
strandar er gamall einkavegur, og
hann er vandamálið. Þessi vegur
var í upphafi miðaður við hest-
vagna, en ekki vélknúin ökutæki.
Á góðviðrishelgum eru bílar oft í
hundraðatali að reyna að troðast
eftir þessum vegi, og\þetta hefur
vakið úlfúð og reiði eigenda.
Menn hafa rætt og deilt um það,
hvar veg skuli leggja og hver eigi
að borga hann. Um þessar mundir
er loks að finnast lausn á þessu
máli. Menn eru nú að verða á eitt
sáttir um það, hvemig andvirði
vegarins, 3,4 milljónir norskra
króna eigi að skiptast milli ríkisins,
fylkisins, sveitarfélagsins, Norsk-
Hydro, jarðeigendanna og sumar-
bústaðaeigendanna. Nú lítur út
fyrir, að innan fárra ára verði
hægt að aka til Hrognastrandar án
þess að aka um komakra bænda
til að geta mætt bíl.
Basði í Langesund og Stathelle
er mikið byggt af íbúðarhúsum. í
Langesund eru uppi áætlanir um
að endumýja gömlu verslunar-
húsið við Ráðhústorgið og byggja
þar nýtískulegar verslanir á þrem-
ur hæðum með 1500 ferm. gólf-
fleti. Ekki eru allir á einu máli um
þetta frekar en margt annað.
Mörgum finnst Langesund muni
missa andlitið ef gömlu timbur-
húsin við torgið verði látin hverfa,
enda þótt framhliðamar á nýju
húsunum eigi að vera í gömlum
stíl og falla vel að þeim húsum
sem fyrir eru.
I Stathalle hefur Sparisjóðurinn
lagt drög að því að byggja versi-
unarmiðstöð við brúna. Hér er um
nokkurt stórt hús að ræða með
4.200 ferm. gólfflöt á þremur hæð-
um. Hér á að vera unnt að hafa
mikið vöruúrval og þama verða
einnig nokkrar skrifstofur. Þessi
verslunarmiðstöð mun vafalaust
með auknu vöruúrvali stuðla að
auknum viðskiptum hér heima og
draga úr þeirri sorglegu stað-
reynd, að 30% af verslun heima-
manna fer fram í nágrannabyggð-
unum.
Það efast víst enginn um það
lengur, að Bamble hefur mikið að-
dráttarafl, því hingað flytur fólk al-
veg látlaust. Og allir vilja fá þak yfir
höfuðið. Nýjasta byggingasvæðið
er Coche-svæðið. Þar er búið að
skipuleggja allt, og þegar snjórinn
hverfur fara gröfumar í gang. Þar
verða til að byrja með byggð 40
einbýlishús, en með tímanum
verða þau sennilega 200.
Bæjar- og héraðsbókasafnið.
Aukin starfsemi bókasafnsins:
423 nýir lánþegar á síðasta ári
Og nýi bamaskólinn í Lange-
sund er næstum tilbúinn og mun
verða tekin í notkun í haust. Bæði
kennarar og nemendur munu
fagna því að losna úr þrengslun-
um í gamla skólanum og hefja
starf í nýjum og rúmgóðum skóla-
stofum.
Menn ræða nú um hvað gera
skuli við gamla skólann, þegar sá
nýi tekur við. Flestir vilja stofna þar
framhaldskóla. Framhaldsnám á
mörgum námsbrautum hefur ver-
ið talsvert vandamál fyrir unglinga
hér í Bamble, og margir hafa orðið
að leita útfyrir byggðamörkin strax
að loknum grunnskóla í leit að
framhaldsnámi. En framhalds-
skólar eru ekki bara byggðamál.
Bæði ríkisstjóm og Fylkisstjóm
verða að samþykkja nýjan fram-
haldskáoia hér áður en málið er
klappað og klárt.
Það er einnig á dagskrá að
stofna fjölþættan tónlistarskóla
með haustinu. Hann mun byrja
smátt, en búast má við að hann
stækki ört. Hér er mikið af lúðra-
sveitum og kórum, svo að ekki er
líklegt að skortur verði á nemend-
um í slíkan skóla. Allir sem tónlist
unna, bíða með óþreyju eftir því
að slíkur skóli komist hér í gagnið.
Olíuefnaiðnaðurinn á við
vandamál að stríða. Heimsmark-
aðsverðið á framleiðslunni er nú í
lágmarki og samkeppnin er afar
hörð. Forstjórinn í Norsk-Hydro á
Rafnesi er samt sem áður furðu
bjartsýnn. Hann heldur^því fram,
að verksmiðjurnar hér sé vel rekin
fyrirtæki og hljóti því að standa sig
á markaðnum. „Þegar við kom-
umst aftur upp úr öldudalnum, þá
verðum við ofan á”. Iðnaður allra
landa virðist mjög slappur um
þessar mundir, - en hver veit
nema Eyjólfur hressist fyrr en var-
ir. Vonandi halda blysin á Rafnesi
áfram að loga um langa framtíð.
Það sem upptekur hugi Norð-
manna mest á þessari stundi er
heimsmeistaramótið á skíðum,
sem ferfram í Osló þessa dagana.
Kaupmennirnir kvarta um skort á
viðskiptavinum, en þeir sitja allir
negldir niður við sjónvarpið og
fylgjast með hverri hreyfingu
skíðakappanna.
Norræna félagið í Bamble held-
ur aðalfund næstu daga og getur
státað af viðburðarríku ári. Hér var
vinabæjamót í sumar með 100
þátttakendum frá öllum vinabæj-
unum, en auk þess fengum við
margar heimsóknir. Hingað kom
lúðrasveit frá Nárpes, danshljóm-
sveit frá Vástervik og íþróttafólk
frá Tönder. Allt bendir til að árið
sem nú er hafið verði einnig við-
burðarríkt.
Við sendum okkar bestu kveðj-
ur til allra vina í vinabæjum okkar,
og óskum öllum gæfu á komandi
sumri. Þetta er er ferðaár hjá Nor-
rænu félögunum, - hvernig væri
nú að gera það meir en orðin tóm?
Bamble 1. mars 1982
Björg Nilsen
HÆTTIR
FISK-
BÚÐIN?
Bæjarblaðið hefur fregnað að
miklar líkur séu á að fiskbúðin
hætti brátt rekstri. Ástæðan mun
vera sú að Sigurði Ingimarssyni
eiganda hennar hefur gengið erf-
iðlega að fá húsnæði undir fisk-
vinnslu hér á Skaga.
Hörgull á fiskbúðum hefur lengi
verið mikið vandamál hér á
Skaga, og er vonandi að húsnæð-
isvandamál núverandi fiskbúðar
leysist svo ekki komi til stöðvunar
á þessari bráðnauðsynlegu þjón-
ustu.
Nýlega barst Bæjarblaðinu yfir-
gripsmikil ársskýrsla Bæjar- og
héraðsbókasafnsins á Akranesi. í
skýrslunni er víða komið við og
munum við stikla á stóru í gegnum
hana.
Safnið er nú opið 22 tíma á viku
og varð aukning þar á í september
í fyrra en áður höfðu opnunartímar
verið 18 á viku. Þessi lenging opn-
unartímans hefur gefið mjög góða
raun bæði fyrir lánþega og starfs-
fólk. Þá hafa bókaverðir verið með
upplýsingaþjónustu á mánudags-
og fimmtudagskvöldum og er
þetta annað árið sem sá háttur
hefur verið á. Rétt er að geta þess
að sú þjónusta er að sjálfsögðu
fyrir alla bæjarbúa.
Um síðustu áramót voru skráðir
lánþegar 2926. Á árinu voru af-
greidd 423 ný lánþegaskírteini og
er það mikil aukning frá fyrra ári.
17.399 lánþegar fengu lánaðar
bækur heim á árinu. Auk þeirra
komu mjög margir aðrir gestir í
safnið í þeim tilgangi að skoða og
lesa blöð, bækur og tímarit á les-
stofum, skila bókum og afla sér
alls kyns heimilda og upplýsinga.
Mun láta nærri, að annað hvert
barn og fjórði hverfullorðinn, sem í
safnið koma, taki ekki bækur með
sér heim. Má þannig ætla að gestir
alls hafi verið um 32.400.
Bein útlán safnsins vom 52.158
bindi, en árið áður vom þau
49.420. Þetta er 3,6% aukning, en
að viðbættum áætiuðum lesstofu-
lánum em þetta 79.203 bindi á
móti 75.183 árið áður og er aukn-
ingin þá 5.3% á milli ára. í þessum
tölum em innifalin bókalán til
skipshafna, Dvalarheimilisins
Höfða og talbækur til blindra og
sjónskertra.
Á síðasta ári voru keyptar 1222
bækur en 54 bókum fleira en árið
áður. Mjög erfiðlega hefur gengið
að fá bundnar inn bækur fyrir
safnið, en á síðasta ári voru
bundnar inn 122 bækur. Sam-
kvæmt aðfangaskrá var bóka-
kostur safnsins um síðustu ára-
mót 26.351 bindi.
Á síðasta ári voru haldnar sjö
sýningar í sýnignarsal safnsins.
Verkfræði- og teiknistofan sf. og
Hitaveitan hafa nú flutt af efri hæð
bókasafnsins og vonast því bóka-
safnsstjórn til að safnið fái nú það
húsnæði til afnota.
Fastráðnir starfsmenn safnsins
eru nú fimm og einn starfsmaður
er lausráðinn. í stjórn Bæjar- og
héraðsbókasafnsins em nú: Ön-
undur Jónsson, formaður, Bragi
Þórðarson, varaformaður, Ólafur
Þórðarson, ritari, Gunnlaugur
Bragason og Sigurður Sigurðs-
son.
Bæjarbúar
Bæjarbúar
Muniö herðatrjásölu Lions-
klúbbs Akraness
Takið sölubörnum okkar vel.
Söludagur er nk. föstudagur,
30. apríl.
Ágóðinn rennur til líknarmála.
Lionsklúbbur Akraness.