Bæjarblaðið - 23.04.1982, Page 5

Bæjarblaðið - 23.04.1982, Page 5
Bœjorblodid 5 Vel heppnað íslandsmót fatlaðra Sigurvegarar mótsins samankomnir á Hótel Akranesi, en þar var haldin vegleg samkoma, Það var mikið um að vera í sal íþróttahússins, enda margar íþróttagreinar í gangi. með ræðuhöldum, dansi o.fl. að loknu mótinu. Um síðustu helgi var haldið í íþróttahúsinu hér á Akranesi ís- landsmót fatlaðra íþróttamanna. Mikill fjöldi þátttakenda var á mót- inu og þótti það takast vel. Það er ánægjulegt að við Skagamenn skulum geta boðið upp á aðstöðu til slíks móthalds, en á síðasta ári voru gerðar breytingar á íþrótta- húsinu til að auðvelda fötluðum aðgang að því. Við munum ekki tíunda hér úr- slit í hinum mörgu íþróttagreinum, hafa dagblöðin nú þegar gert það, en Árni S. Ámason, Ijós- myndari Bæjarblaðsins mætti á staðinn og festi á filmu hluta af atburðum helgarinnar. Spennandi skákmót Síðastliðna helgi, dagana 16.-18. apríl var haldið kjör- dæmismót grunnskólanem- enda á vesturlandi. Þátttak- endum er skipt í tvo flokka 7 - 12 ára og 13-15 ára. Mótið þótti afar jafnt og spennandi. Árangur Akurnesinga var mjög góður, í yngri flokki voru tveir efstir og jafnir, þar af ann- ar Akurnesingur Pétur Lárus- son 9 ára gamall. Háðu þeir því með sér einvígi sem Pétur tapaði naumlega. I eldri flokki voru einnig tveir efstir og jafnir, þar var einnig háð einvígi og þá sigraði okkar maður Einar Sveinn Guð- mundsson glæsilega. Einar mun því halda áfram keppn- inni og fara á landsmótið og keppa fyrir hönd alls vestur- lands. ^ — AKURNESINGAR TAKIÐ EFTIR FRAMKÖLLUM allar tegundir litfilma. Ef filman kemur fyrir kl. 14 fáið þið myndirnar daginn eftir. VÖNDUÐ VINNA. VERSLUNIN AMOR Kirkjubraut 14 Akranesi Sími 2322. Gleðilegt sumar! Veitingahúsið Stillholt ST1LUH0LT1 2 - AKRANESI - Sfcfl (93)2778 i

x

Bæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.