Bæjarblaðið - 23.04.1982, Side 6

Bæjarblaðið - 23.04.1982, Side 6
Æ Islensku skífumar eru í meirihluta Enn á ný birtist skagapoppið lesendum blaðsins, en nú með nokkuð breyttu sniði. Áður voru tveir listar birtir, annar unninn úr sölulista Portsins en hinn úr Bjargi Nú hafa þessir listar verið sam- einaðir í einn sem ætti að geta gefið enn skýrari og afmarkaðri mynd af vinsældavali Skaga- manna. Hér kemur þá listinn: 1. Beint i mark....................Ýmsir 2. Breyttirtímar....................Ego 3. Gæti eins verið......Þursaftokkurinn 4. Freeze Frame...........J. Geiles Band 5. Five Miles out.........Mike Oldfield 6. Beauty and The Beat.........Go Go’s 7. Our Lips are Sealed.........Go Go’s SKAGA POPP 8. Grýlumar...............Grýlumar 9. Rokk í Reykjavík..........Ýmsir 10. Næst á dagskrá...........Ýmsir Það er mjög ánægjulegt að sjá að íslensku skífumar eru í meiri- hluta á listanum, svo virðist sem landinn sé að sættast við „klaka- popparana". Ef l'itið er nánar á list- ann má sjá að enn ein peninga- platan frá Steinum hf. hefur borið tilætlaðan árangur, þar sem hún trónir nú í efsta sætinu. Breyttir tímar Egosins fylgja fast á eftir - uppgjörs- og aðskilnaðarskífa Bubba gamla við gaddavírs- flækjumenninguna. Þursaflokkur- inn fær enn eina skrautfjöðrina ( hattinn með tilkomu „Gæti eins verið“. Annað markvert er að Go Go’s grýlumar verma tvö sæti list- ans með báðar breiðskífumar sín- ar og síðan fylgja okkar íslensku Grýlur fast á eftir. Þá hefur nýút- komin skífa „Rokk í Reykjavík þegar komist inn á listann og á sjálfsagt eftir að færa sig uppávið. VERKSTJÓRAR AKRANESI Þeirsem hafa áhuga á að nota sumar- húsið að Húsafelli í sumar hafið sam- band við Steindór í síma 1117 eða 1321 vikuna 25/4 til 1/5 n.k. Húsnefnd. piilijjj AKRANESKAUPSTAÐUR Umsjónarmaður við gæsluvöll Starf umsjónarmanns við gæsluvöll við Stekkjarholt er laust til umsóknar. Skrif- legum umsóknum er tilgreini aldur, menntun og fyrri störfsé skilað á bæjar- skrifstofuna Kirkjubraut8fyrir3. maí nk. Nánari upplýsingar hjá undirrituðum í síma 1211. Félagsmálastjóri. Verslunarmenn Akranesi athugið! Umsóknir um dvöl í orlofshúsi V.A. í Húsafelli þurfa að berast til skrifstofu fé- lagsins Kirkjubraut 40 eða í pósthólf 51 fyrir 5. maí 1982. Skrifstofan verður opin föstudaginn 30. apríl og þriðjudaginn 4. maí frá kl. 16.00 -19.00 báða dagana. Úthlutun fer fram laugardaginn 8. maí frá kl. 14.00 - 17.00. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni á auglýstum opnunartíma og í af- greiðslu verkalýðsfélaganna. Verslunarmannafélag Akraness Orlofsnefnd. Boojorblodid Frá ráðstefnunni Tölvur og skóli. Athyglisverð ráðstefna haldin hér á Akranesi: TÖLVUR OG SKÓLI Undanfarin 2 til 3 ár hefur átt sér stað gífurleg breyting á tölvunotk- un í skólum landsins. Skólamir hafa keypt tölvur og notað til kennslu í forritun og tölvuvinnslu. Einnig hafa tölvur verið notaðar lítillega við kennslu annarra greina (kennsluforrit). Mest af þessu hafa verið fálm- kenndar prófanir í einstökum skól- um. Því ákvað Vesturlandsdeild Hins íslenska kennarafélags með kennara úr Fjölbrautaskólanum á Akranesi í broddi fylkingar að standa fyrir ráðstefnu um þessi málefni. Dagana 2. og 3. apríl var haldin ráðstefna í Fjölbrautaskól- Prentvillur á prent- villur ofan Baksíða síðasta Bæjarblaðs var heldur Illa haldin af slæm- um og villandi fyrirsögnum. Ein þeirra var: „íþróttahúsið fær kúfinn af kökunni” og er það al- rangt. Það er Iþróttabandalagið sem kúfinn fær, en ekki þó í beinhörðum peningum því 280.000 kr. eru í formi tíma í íþróttahúsinu. Önnur fyirir- sagnavillan var sú að Dalbraut- in var nefnd Dalsbraut, en sú villa er nú minniháttar. Þriðja fyrirsögnin var yfir grein um nýtt húsnæði Verkfræði- og teiknistofunnar, en þar sagði að stofan hefði flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði í tilefni af 20 ára afmæli fyrirtækisins. Auð- vitað var það ekki bara í tilefni af afmælinu, þó að svo skemmtilega stæði á hjá fyrir- tækinu. Húsnæðisþörfin hafði einfaldlega aukist og og var það ástæðan. Bæjarblaðið biðst velvirðing- ar á þessum mistökum og við skulum vona að lítið verði um svona villur í framtíðinni. anum á Akranesi sem nefndist Tölvur og skóli. Til hennar var boðið kennurum úr framhaldsskólum landsins. Ýms fróðleg erindi voru flutt: Oddur Benediktsson dósent við Háskóla (slands, fjallaði um notk- un tölva í íslenskum framhalds- skólum. í því erindi greindi hann frá störfum hóps á vegum menntamálaráðuneytisins, sem er að kanna notkun tölva í fram- haldsskólum landsins, með hvaða hætti sú notkun er og hvernig henni geti verið háttað í framtíð- inni. Margt fróðlegt kom fram í máli hans en starfshópurinn hefur ekki lokið störfum þannig að niðurstöð- ur og tillögur hafa enn ekki litið dagsins Ijós. En menn vænta mik- ils af þessu starfi. Það getur vænt- anlega orðið grundvöllur stefnu- mótunar í þessum málum í fram- tíðinni og getur vonandi leitt í Ijós að hve miklu leyti samræmingar er þörf við kaup á tækjabúnaði í skólunum og gerð hugbúnaðar. Jón Torfi Jónasson lektor við Háskóla íslands flutti erindi um notkun tölva í kennslu en hann hefur m.a. kynnt sér slíka notkun erlendis. Fram kom að honum fannst kennsluforrit sem hann hafði kynnst oft vera tiltölulega einföld að uppbyggingu og ekki nýta alla þá möguleika sem tölvur gefa. Hann greindi frá því að gífur- lega vinnu þarf að leggja í að út- búa góð kennsluforrit. Hann taldi jafnframt að kennar- ar ættu að vera einn helsti aðili að slíkri vinnu. Ef svo á að vera þarf að bæta aðstöðu kennara og gera þeim kleift að sinna slíkum auka- störfum, en það er ekki í sjónmáli. Á þessari ráðstefnu var stofn- aður samstarfshópur þeirra sem forrita og nota tölvur í framhalds- skólunum en eins og áður segir hefur nánast ekkert samstarf verið um tölvunotkun í skólum til þessa. í umræðum á þessari gagn- merku ráðstefnu leiddi m.a. það í Ijós að hægt væri að nota tölvur mjög víða sem hjálpartæki í kennslu og á það við um flestar námsgreinar (kemur til greina að þjálfa nemendur í ýmsum þátt- um hinna ólíku greina málfræði, reikning í stærðfræði og eðlis- fræði, aðstoð við tilraunagerð, notkun við textavinnslu og tengist það vélritunarkennslu en þróun slíkra véla á þessu sviði hefur fleygt fram að undanförnu). Seinni dag ráðstefnunnar var eins og áður sagði haldin tölvu- sýning. Þar sýndu 11 fyrirtæki vöru sína og verður að teljast að sýningin hafi gefið gott yfirlit yfir það sem til er á þessu sviði tölvu- iðnaðarins. Aðstandendur ráðstefnunnar telja að hún hafi reynst gagnleg enda tímabært að fjalla um þessi mál í alvöru. Hún leiddi m.a. í Ijós stöðu þesara mála í framtíðinni og að nauðsynlegt er að huga að þessum málum nú þegar ef skól- arnir eiga ekki að dragast aftur úr á þessu sviði. En það má alls ekki gerast. Vegna mótmæla Dalbrautaríbúa: Akranesbær á sóða- legustu lóðina i síðasta tölublaði Bæjarblaðsins skýrðum við frá mótmælum ibúa við Dalbraut og bréfi sem þeir sendu til Bæjarstjómar og Olíufélgsins hf. Jafn- framt var sagt að íbúamir hefðu út- nefnt lóð Olíufélagsins við Dalbraut sóðalegustu lóðina og birt var mynd af umræddri lóð. Nú hefur Bæjarblaðið hins vegar fregnað að nægilegt hefði verið fyrir íbúa Dalbrautar að senda bæjarstjóm einni bréf, þar sem Olíufélagið á alls ekki þá lóð sem um er rætt. Akranes- kaupstaður á umrædda lóð og því er einungis við bæjaryfirvöld að sakast vegna hennar. í lóðasamningi Olíufélagsins við Akraneskaupstað, frá 1. júlí 1980, segir að Olíufélaginu sé leigð lóðin nr. 9 við Þjóðbraut til þess að reka á vöru- bílastöð. Lóð þesi er að flatarmáli 4875 ferm. Með þessum lóðasamningi var felldur úr gildi samningur um þessa lóð, dagsettur 21. júlí 1967, gerður við þáverandi lóðahafa, Vörubílstjórafé- lagið Þjót. í þeim samningi sem gerður var við Þjót mun umrædd lóð við Dalbraut hafa verið, en þegar Olíufélagið tekur við lóðinni fær bærinn 2275 ferm. lóð við Dalbraut. Bæjarstjóm mun meira að segja hafa úthlutað þessari lóð til byggingar einu sinni en sá aðili hefur síðan hætt við að byggja á henni. Þama virðist þvi um einn allsherjar misskilning að ræða og ómaklega ráð- ist að Olíufélaginu hf., sem hefur nú nýlega snyrt lóð sína við Þjóðbraut og malbikað, þannig að sómi er af.

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.