Bæjarblaðið - 23.04.1982, Qupperneq 8
Á landleið til Akraness.
MUN MEIRIVERTIBARAFLI
EN Á SAMA TlMA IFYRRA
- þrált fyrir styttri vertið
Heildarafli Akranesbáta á vetr-
arvertíðinni var orðinn 4.322 tonn
þann 19. apríl sl. Þetta er talsvert
meiri afli eri á sama tíma í fyrra, en
þá var heildaraflinn 3.860 tonn
eða 462 tonnum minni en í ár á
sama tíma. Afli netabáta var mjög
góður fram að þorskveiðibanninu
um páskana, en síðan þá hefur
hann verið fremur tregur. Afli
þessi er enn athyglisverðari fyrir
það, að vertíðin í ár byrjaði óvenju
seint eða ekki fyrr en að loknu
verkfalli sjómanna upp úr miðjum
janúar.
Afli einstakra vertíðarbáta fram
til 19. apríl, að þeim degi meðtöld-
um var sem hér segir:
Anna 4291
Grótta 5381
Haraldur 5821
Rán 243t
Rauðsey 3771
Reynir 2551
Sigurborg 4811
Sigurfari 4171
Skírnir 5011
Sólfari 4991
Á sama tíma, frá áramótum til
19. apríl, var afli togaranna sem
hér segir:
Bjami Ólafsson 2251
Haraldur Böðvarsson 1.1381
Krossavík 9851
Óskar Magnússon 9041
Við teljum Bjarna Ólafsson
þarna með togurum, en þetta
fengsæla loðnuskip hefur undan-
farið stundað togveiðar, en eins
og öllum er kunnugt mun eitthvað
takmarkað vera eftir af loðnu í
sjónum og þau skip er stundað
hafa loðnuveiðar hafa því orðið að
snúa sér að öðrum veiðum.
Loðnuskipin mega veiða 800 tonn
af þorski og verður það að teljast
ágætis skammtur fyrir þau, að
minnsta kosti þætti það góður ver-
tíðarafli hér á Skaga. Loðnuskip
okkar Skagamanna stunda nú öll
þorskveiðar, nema flaggskipið
Víkingur, sem liggur bundinn við
byggju og hefur svo verið það sem
af er árinu, en óvíst mun vera á
hvaða veiðar hann fer. Eins og áð-
ur kom fram er Bjarni Ólafsson á
trolli, en hin loðnuskipin, Rauðsey,
Skírnir og Sigurfari róa með
þorskanet.
54 smábátaeigendur á Akranesi:
KREFJAST BETRIAÐSTÖÐU
Nýlega sendu 54 smábátaeig-
endur á Akranesi, hafnarstjórn
bréf, þar sem þess er krafist að nú
þegar verði hafist handa við að
undirbúa og byggja upp viðlegu-
aðstöðu í Akraneshöfn fyrir smá-
báta. Benda bréfritarar á hug-
mynd Sigurðar Þorsteinssonar
hafnarverkstjóra. Uppkast Sigurð-
ar er að þeirra dómi mjög álitlegt.
Eftir því sem Bæjarblaðið kemst
mun staðsetning smábátaað-
stöðu samkvæmt hugmynd Sig-
urðar vera í krikanum fyrir neðan
Akursbraut og Faxabraut fram af
skemmu Síldar- og fiskimjöslverk-
Næsta
Bæjarblað
Næsta Bæjarblað kemur út
föstudaginn 7. maí nk. Enn sem
fyrr viljum við beina því til þeirra
sem hyggjast koma auglýsingum
eða efni í blaðið að veratímanlega
með það og eki seinna en þriðju-
daginn 4. maí, þannig að tryggt
verði aö það komist fyrir í blaðinu.
Auglýsingasímar Bæjarblaðs-
ins eru 1919 og 2774 og utaná-
skrift blaðsins er Pósthólf 106 -
300 Akranes.
Akumesingar, munið að Bæjar-
blaðið er eina fréttablaðið á Akra-
nesi sem kemur reglulega út, tvis-
var í mánuði. Auglýsing í Bæjar-
blaðinu bregst ekki.
smiðjunnar. Staðsetningu þessa um var Ferju II lagt utan á Akra-
telja smábátaeigendur mjög borgarbryggju og hún þannig not-
góða, staðurinn sé vel varinn fyrir uð sem flotbryggja fyrir smábáta.
sterkum suð-austlægum vindum, Sú bráðábirgðalausn hefur leyst
aðkoman mjög góð eftir að fyllt einhvern hluta vandamálsins. En
hefur verið upp og aðstaða þessi Ferjan tekur bryggjupláss frá stór-
þrengi ekki á neinn hátt rými um bátum auk þess sem erfitt hef-
stærri báta. ur verið fyrir smábátaeigendur um
, , aðdrætti, þar sem hvorki bílum né
Lysa brefntarar yfir fullum vögnum er fært um 5orð ( Ferj.
stuðnmgi við tillogu Sigurðar og una Menn hafa þv|- orðiö að |anda
vonast þeir tH að fljótt verði hafist af|a vjð bátabryggjuna og ^g]a
handa svo að aðstaðan geti venð síðan bátunum við Ferjuna eða
tilbuin vorið 1983. viðlegufæri.
Fjöldi smábáta er mjög mikill Það er því full þörf á aðstöðu
hér á Skaga og fjölgar enn. Að- fyrir þessa báta, en auk þess sem
staða fyrir þessa báta hefur verið að framan greinir þá eru margir
mjög af skornum skammti og þessara báta nýlegir og mjög
raunar til skammar í svo stórum verðmætir og eðlilegt því að eig-
bæ sem Akranesi. Fyrir fjórum ár- endur vilji hafa þá í öruggri höfn.
Ferja II vlð Akraborgarbryggju. Eina flotbryggjan fram til þessa.
Bœjorblodid
23. apríl 1982
Verð kr. 9.00
Framkvæmdaáætlun 1982:
Samjiykkt samhl jóða
í bæjarstjórninni
Einhugur um framkvæmdir sumarsins
Framkvæmdaáætlun Akranes-
kaupstaðar fyrir árið 1982 var
samþykkt á fundi bæjarstjórnar sl.
þriðjudag með 9 samhljóða at-
kvaeðum.
Helstu liðir í áætluninni eru
gatnaframkvæmdir og holræsa-
framkvæmcjir. Áætlað er að leggja
varanlegt slitlag á götur og gang-
stíga fyrir 3.815.000 krónur. Esju-
braut frá Kalmansbraut að Þjóð-
braut verður steypt. Þá verður
Faxabraut frá hringtorgi að Jað-
arsbraut steypt, jafnframt því sem
vatns- og skolplagnir þar verða
endumýjaðar. Háholt frá Vestur-
götu að Heiðarbraut verður mal-
bikað og gangstétt þar steypt.
Sunnubrautin frá Akurgerði að
Merkigerði verður einnig malbikuð
og gangstétt steypt. Þá verður
lögð gangstétt meðfram Kirkju-
braut frá Skagabraut að Stillholti
og einnig verður lagður olíumalar-
borinn gangstígur meðfram Kal-
mannsbraut frá Stillholti að gang-
stíg að Esjuvelli.
Framkvæmdir við malargötur
eru áætlaðar fyrir kr. 3.049.000.
Helstu framkvæmdir í þeim efnum
er undirbygging fjögurra botnlanga
við Garðabraut og undirbygging
botnlanga við Vogabraut ásamt
endumýjun á holræsalögnum í
báðum þessum götum. Þá verður
Dalbrautin margumrædda undir-
byggð frá Esjubraut og út að Raf-
veituhúsi auk þess sem holræsa-
lögn verður endurnýjuð. I nýja
miðbænum verður lögð 100 m
löng gata meðfram nýbyggingu
Skagavers hf. Þá verður lagt mal-
arlag yfir eldri hluta Jörundarholts
og lagður nýr botnlangi frá Jör-
undarholti.
Fyrir utan framangreindar hol-
ræsaframkvæmdir, er áætlað að
endumýja úthlaup í Kalmansvík út
fyrir stórstraumsfjöruborð og hið
sama verður gert við úthlaup niður
undan Stillholti auk nýlagnar frá
Smiðjuvöllum.
Athyglisverðast við þesa fram-
kvæmdaáætlun er að nú verður
gert átak í gangstéttarmálum en
framkvæmdir við gangstéttir hafa
verið litlar undanfarin ár og hefur
þar eflaust ráðið mestu um, að
hitaveitulagnir áttu þá eftir að
komast í jörð. Þá er athyglisvert að
bæjaryfirvöld skuli nú loksins taka
upp á því að leggja skolplagnir í
fjörum út fyrir stórstraumsfjöru-
borð, en því hefur ekki verið að
heilsa hér áður, og mætti gera þar
mun meira átak en áætað er. Nú
svo er alltaf ánægjulegt að götur
skuli vera lagðar bundnu slitlagi,
þó svo að lítið sé um slíkt nú. í
þeim efnum er malbik nú að ryðja
sér til rúms hér á Skaga, en í fyrra
var fyrsta gatan hér malbikuð,
Faxabrautin frá Akraborgar-
bryggju að Akursbraut. Hingað til
hafa götur ýmist verið steyptar
eða bomar olíumöl, en olíumöl
hefur ekki reynst alltof vel hér í
bæ. Á bæjarstjómarfundinum á
þriðjudag gat Magnús Oddsson,
bæjarstjóri þess að malbik á Há-
holtsbútinn, sem lagt verður á í
sumar, sé um 200 þúsund krónum
ódýrara en steypa. Malbikið er
framleitt í Reykjavík, en flutt hing-
að á bílum með Akraborg og að
sögn bæjarstjóra gafst það mjög
vel, en sem kunnugt er þarf malbik
að vera heitt þegar það er lagt.
En sem sagt framkvæmdaáætl-
unin var samþykkt með atkvæð-
um allra bæjarfulltrúa og slíkt ger-
ist ekki á hverjum degi.
Helgi Ingólfsson forseti Kiwanisklúbbsins Þyrils afhendir Baldri Gísla-
syni formanni Björgunarsv. Hjálpin peningagjöfina.
Góð gjöf Kiwanismanna
til björgunarsveitarinnar
Kiwanisklúbburinn Þyrill afhenti nýlega Björgunarsveitinni Hjálpin
að gjöf kr. 10.000 tiíkaupa á fjarskiptabúnaði fyrir sveitina. Björgun-
arsveitin Hjálpin hefur að undanförnu unnið að endurnýjun á fjar-
skiptabúnaði sínum og hefur hún leitað af þeim sökum til fyrirtækja
og félagasamtaka um fjárstuðning til framkvæmdar þessarar. Auk
endurnýjunarinnar er hugmyndin að kaupa ný fjarskiptatæki sem
myndu verða notuð í bifreið sveitarinnar. Björgunarsveitin Hjálpin
vill færa öllum þeim sem lagt hafa málefni þeirra lið til þessara
framkvæmda með fjárframlögum bestu þakkir, en alls hafa í dag
safnast um 40.000 kr.
—