Bæjarblaðið - 06.05.1983, Page 7
Bœjorbladid
7
Akstur starfsmanna á Grundartanga:
Lægsta tilboðinu
var hafnað
Ástæöan fyrir því að ég sting nú
niður penna er sú, að ég get ekki
orða bundist yfir hinni einkennilegu
afgreiðslu fslenska járblendifél-
agsins á Grundartanga á tilboðum
í akstur á starfsfólki verksmiðjunn-
ar.
Tilboð í aksturinn voru opnuð
fyrir skömmu og bárust alls sex til-
boð í þennan akstur. Lang lægsta
tilboðið var frá Sæmundi Sig-
mundssyni í Borgarnesi.
Nú skyldi maður ætla að lægsta
tilboð yrði tekið. — En hvað skeð-
ur? — Nei, nú þarf ekki að spara.
Tilboði Sæmundar rútukóngs úr
Borgarnesi er hafnað og í staðinn
er tekið tilboði Reynis Jóhanns-
sonar í Lambhaga, sem er á annað
þúsund kr. hærra á dag. Maður
spyr því ósjálfrátt: Hvað er að ske
ORÐ í BELG
hjá hinni blönku stóriðju á Grund-
artanga? — Til hvers var aksturinn
boðinn út? — Var það til að ná
niður verði á akstri þessum, eða
ráða einhver önnur undarleg sjón-
armið.
Nú er það svo, eins og alþjóð
veit, að rekstur járnblendiverk-
smiðjunnar hefur ekki gengið eins
vel og margur vildi. Það sýnist því
ekki veita af að spara og ég fæ ekki
séð að það sé gert með þessum
hætti. Hafi verksmiðjan hins vegar
efni á að styrkja einkarekstur með
þessum hætti, þá er slíkt virðingar-
vert, en hræddur er ég um að það
stæði í stóriðjumönnum á Grund-
Ein af rútum Sæmundar í skólaakstri á Akranesi
artanga að styrkja þá einstaklinga
sem vinna á verksmiðjunni með
launahækkun upp á 1/2%, sem
lætur nærri að sé svipuð upphæð
og munurinn er á tilboðum
Sæmundar og Reynis og þeir rétta
Reyni upp í hendurnar.
En ekki er víst að öll kurl séu komin
til grafar í þessu máli. Hitt er svo
annað heyrst hefur á skotspónum
hér á Akranesi og í nágrenni að
Skilmannahreppur hafi veitt verk-
smiðjunni álitlega fjárhæð í afslátt
frá gjöldum til hreppsins, hvort
þetta er rétt og hvort einhver tengsl
eru á milli þessa afsláttar og þess
sem ég hef fjallað um hér, skal ég
ekkert fullyrða. Gaman væri hins
vegar að heyra álit fleiri aðila á
þessu máli og ekki síst þeirra sem
hlut eiga að máli.
Arngrímur Sveinsson
Alyktanir
frá
málmiðnað-
armönnum
Bæjarblaðið hefur verið beðið
um að birta eftirfarandi frá Sveina-
félagi málmiðnaðarmanna á
Akranesi:
Aðalfundur Sveinafélags málm-
iðnaðarmanna á Akranesi, haldinn
15. mars 1983 að Kirkjubraut 40,
ályktar eftirfarandi.
1.
Fundurinn furðar sig á því stjórn-
leysi alþingis, að á sama tíma og
atvinnuleysi blasir við íslenskum
skipasmiðum, skuli leyfður inn-
flutningur á skipshlutum og
skipsskrokkum. Einnig fordæmir
fundurinn það háttalag, að skipa-
viðgerðir, sem auðvelt er að fram-
kvæma innanlands, skuli fluttar úr
landi. Vegna þessa, skorar fund-
urinn á iðnaðarráðuneytið að taka
ábyrga afstöðu í þessum málum og
leiða þau til betri vegar.
Guðfinna Rúnarsdóttir:
Nú eru góð ráð dýr
eða svo finnst nemendum
Fjölbrautaskólinn á Akranesi
mun nú í haust hefja sitt 6. starfsár
og á sama tíma hefur störf sín ný
stjórn nemendafélags F.A., en hún
mun, eins og hinar fyrri, sjá um
skipulagninu á lélagslífi nemenda.
Dansleikjahald félagsins er
mikið fyrirtæki ef vel á að vera og
getur verið leið til fjáröflunar og þá
t.d. til styrktar klúbbastarfsemi
NFFA. Þaðdetturvístfæstumíhug
að það geti verið nokkrum erfið-
leikum bundið að halda dansleik,
en það er nú öðru nær. Eins og
bæjarbúar vita er Hótel Akraness
éini staðurinn hér í bæ, sem þjónað
getur öllu því fólki sem hér um
ræðir (150-350 manns)
NFFA hefur í vetur haldið 5
dansleiki í Hótel Akraness og alla á
miðvikudögum. Núverandi aðal-
stjórn er sátt við þetta fyrirkomulag,
og vill að því verði viðhaldið, svo
langt sem það nær. í vor ber sein-
asta prófdag upp á laugardaginn
14. maí og finnst aðalstjórn NFFA
vel við hæfi að Ijúka skólaárinu
með „slútti“, þennan sama dag.
En hvar?
Áfengisneysla er að sjálfsögðu
bönnuð á dansleikjum félagsins og
því er einnig áfengissala á dans-
stöðum þeim er dansleikir þessir
eru haldnir á bönnuð. Fyrir þessa
sök stöndum við, 500 bæjarbúar
Akraness, frammi fyrir því að vera
neitað um eina dansstaðinn í bæn-
um sem komið gæti að notum.
Hvers vegna? Jú, veltan á
,,börum“ Hótelsins um helgar er
það mikil, að það þyrfti að leigja
húsið, án áfengissölu þessa sömu
daga, fyrir svimandi háa upphæð,
ef veltan ætti að vera sú sama og
önnur laugardagskvöld. Þess
vegna: Því miður ekkert hús.
Hér er ekki verið að fordæma
Hótel Akraness, sjónarmið þess er
skiljanlegt út af fyrir sig, þó að
nemendur FA sjái nú ekki í fljótu
Með gestsaugum
að kosningum loknum
Þá eru kosningar búnar og Geira
hefur verið falin stjórnarmyndun,
og ef vel gengur þá er þessi maður
kominn í sömu spor og tillögur
Bandalags jafnaðarmanna að ráð-
herra er utan þings, nema í tillög-
um Bandalags jafnaðarmanna er
gert ráð fyrir að fólkið fái að ráða
hverjir eru í ríkisstjórn, en Geiri svo
til skipar sig sjálfan, eftir að fólk
hafði svo um munar sýnt að það vill
hann ekki, en eins og málin standa
í dag að ráðherraerlíka þingmaður
og þingmaður líka í framkvæmda-
stofnun er skýlaust brot á stjónrar-
skrá íslands.
Eins og flestir vita á að vera þrí
skipting valds, eða framkvæmda-
vald, löggjafavald og dómsvald
enda ef fólk hugsar hvort því finnist
eðlilegt að mennimir sem stjórni
landinu geri það í hjáverkum. en
helsta orsök að mínum dómi að
tillögur Bandalags jafnaðarmanna
fengu ekki meiri undirtektir eru í
mörgum tilfellum ekki rétt fólk í
framboði úti á landi, fólk sem átti
bara að vera í gömlu flokkunum átti
enga samleið með þessum tillög-
um, eða jafnvel vissu ekki fyrir
hvað þau voru í framboði fyrir. En
ég skora á fólk að kynna sér þetta,
ORD I BELG
það voru tillögur Bandalagsins í
stjórnskipan sem hrifu mig mest. Ef
þetta væri stjórnskipan okkar í dag,
þá væri ekki þessi tvísýna því þá
myndi fók sjálft velja sér ríkisstjórn.
Allir vilja vera sigurvegarar
kosninganna annaðhvort af því að
þeir komu mönnum á þing eða
bættu við sig einum manni eða
töpuðu minna en þeir reiknuðu
með, en frá mínum bæjardyrum
séð var þetta tómt tap hjá öllum
aðilum. Enginn getur gert neitt til
stjórnarmyndunar nema slá af
mest öllu sem þeir voru að boða,
og sama sundrungin heldur áfram.
En einn var þó sigurvegari og það
var Valdimar Indriðason því fullt af
fólki hér á Akranesi fór til að kjósa
Valdimar en ekkert frekar Sjálf-
stæðisflokkinn og það tel ég vera
helstu orsök atkvæðafjölgunar
Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu
því við megum ekki gleyma að Ak-
urnesingar eru 36% kjördæmisins
og sá staður þar sem þeir hafa ver-
ið einna sterkastir og eini mögu-
leikinn að fá þingmann frá Akra-
nesi, sem kannski veitir ekki af á
þingi, þar sem þingmaðurinn
hugsar fyrst og fremst um sjálfan
sig svo um flokkinn svo sem kjör-
dæmið, en síðast um þjóðina í
heild, en það á að vera öfugt, ef
menn vilja frekar að kjósa menn en
stefnu eða hugsjón, þá er það gott,
og ein af betri tillögum Bandalags-
ins gerir ráð fyrir að auka þennan
möguleika meir en fyrir hendi er í
dag.
En furðulegast af úrslitum kosn-
inganna er fylgi Alþýðubandalags-
ins það missir lítið fylgi þó þeir i
stjórn hafi brotið flest öll grundvall-
aratriði flokksins. Þetta sannar fyrir
mér það sem ég hef löngum haldið
fram, að þetta sé trú en ekki skoð-
un eða hugsjón.
Og síðast en ekki síðst og sel ég
það ekki dýrar en ég keypti, en
heyrt hef ég að við næstu kosning-
ar ætli Geiri að bæta Jjremur
mönnum á þing fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, á stefnu hins hagsýna
húsbónda.
Georg Þorvaldsson
2.
Fundurinn ályktar, að samflot það,
sem verið hefur með ASÍ í samn-
ingum hafi gengið sér til húðar.
Fundurinn kvetur því MSÍ til þess,
að semja sér í komandi samn-
ingum.
3.
Fundurinn leggur þunga áherslu á,
að þegar verið sé að koma bónus-
eða premíukerfum á í málmiðnaði,
megi ekki gleymatímakaupinu. Því
verði að standa vörð um það í
samningum, svo hagsmunir eldri
manna og þeirra, sem skerta
starfsorku hafa, séu ekki fyrir borð
bornir.
Fundurinn skorar á vinnuveit-
endur í málmiðnaði á Akranesi, að
koma saman hið bráðasta og sam-
ræma hina svokölluðu „vinnu-
tímastyttingu", hjá fyrirtækjum
sínum í samráði við stéttarfélagið.
Fundurinn ályktar, að sú aðferð
Hitaveitu Akraness og Borgar-
fjarðar, að hækka taxta veitunnar
um 25% á þeirri forsendu, að
vatnsnotkun sé mikið minni en
áætlað var, sé röng. Nær hefði
verið að hækka lámarksskamt upp
í 2 mínútulítra, svo notendur fengju
orku á móti auknum útgjöldum, þar
sem um nægt vatn er að ræða. Rétt
hefði verið að efna til fundar með
bæjarbúum, til að upplýsa efna-
hagslega og faglega stöðu veit-
unnar og til að gefa notendum
fremur kost á aukinni vatnsnotkun í
stað gjaldskrárhækkunar.
Fundurinn skorar á ráðendur at-
vinnutækifæra í málmiðnaði á
félagssvæði SMA að halda eins og
frekast er kostur, öllum verkefnum
heimafyrir.
Brautin hf.
bílaleiga
Leigjum út:
- Lada Sport
- FordTaunus
- Ford Fiesta
- og sendibíl
Brautín hf. Dalbraut16, Akranesi
Símar 93-2157 og 2357
bragði hvernig eitt ,,barlaust“ (gos
yrði þó selt) laugardagskvöld gæti
sært það banasári.
Með uppsetningu á þessu
skrítna dæmi er kannski eingöngu
verið að undirstrika aðstöðuleysi
skólans í hvívetna. Og þó, hús-
næðismál skólans til kennslu,
vistunar nemenda o.s.frv. fer batn-
andi, en hvað um félagslífið, sem
er nauðsynlegt í þessari stóru
stofnun? Mun næsta aðalstjórn
NFFA og þær sem á eftir henni
koma þurfa að miða dansleikjahald
sitt hér í bænum, við þau kvöld,
sem ganga af og enginn annar þarf
að nota?
Við biðjum alla þá er láta sig
málefni nemenda skólans ein-
hverju skipta að velta þessu fyrir
sér og setja sig í okkar spor.
Fyrir hönd aðalstjórnar NFFA
Guðfinna Rúnarsdóttir, forseti