Bæjarblaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 5

Bæjarblaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 5
Bœjorblodid 5 fjölda ára. Við spyrjum Guðjón hvenær hann hafi byrjað í slökkvi- liðinu? „Árið 1934 kom hingað vélknúin dæla og þá var ég skipaður í slökk- viliðið og við Gísli á Hjarðarbóli látnir hafa umsjón með dælunni. Það var svo þrjátíu árum seinna, árið 1964, sem ég var fastráðinn á slökkvistöðina og þar var ég alveg til áramóta 1982-83 að mér var sagt upp fyrir aldurs sakir.“ Þá hefurðu hellt þér út í reið- hjólaviðgerðir aftur? „Fyrstu sex mánuðina var ég nú bara í reiðuleysi. Þá var ég að verða vitlaus á að hanga svona aðgerðarlaus, svo að ég tók mig til og opnaði verkstæði hérna í skúrn- um hjá mér, ég átti talsvert af verk- svo enga varahluti til þegar þarf að gera við. Ég er til dæmis með tvö hjól hjá mér núna sem eru búin að bíða í talsverðan tíma vegna vara- hlutaskorts.'1 Eru viðgerðir sama eðlis og áður var, eða eru það aðrir hlutir sem bila núna? „Áður fyrr var hjólið nauðsynja- gripur til að ferðast á. Menn hjóluðu til og frá vinnu á meðan bílaeign var ekki eins almenn og nú. Núna er jú svolítið um að menn hjóli til og frá vinnu en samt er það nú svo að reiðhjólið er fyrst og fremst leikfang í dag. Áður fyrr var algengasta við- gerðin að teina upp gjarðir vegna þess að einhver aðskotahlutur hafið farið í teinana. Nú er mest um En hvað kostar að gera við reið- hjól í dag. Við báðum Guðjón að nefna dæmi um það. „Ég verð nú að segja eins og er, ég bara get ekki nefnt svona dæmi. Þetta eru tómir slumpar hjá mér og sennilega er verðlagningin í lægri kantinum. Enda hef ég aldrei hugsað mér neinn hagnað út úr þessu, þetta var eins og ég sagði bara til að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Nú er farið að síga á seinni hluta þessa spjalls við Guðjón í Bæjar- stæði en áður en því er lokið lang- aði okkur að heyra álit hans og Ingibjargar konu hans, á hinum nýju raðhúsum sem verið er að byggja við Höfða, en þau hjón eiga einmitt eitt þeirra húsa. Þau kváðust mjög ánægð með þessi hús. Húsin væru í alla staði hagkvæm fyrir fullorðið fólk og öllu þægilega fyrir komið, stærð þeirra væri heppileg og mikill kostur væri það öryggi sem fylgdi nálægð þeirra við Höfða. Inga sagði að það væri ómetanlegt fyrir fólk sem væri vel rólfært og gæti séð um sig sjálft að geta eignast þessa stærð hús- næðis, en flestir væru í allt of stóru og erfiðu húsnæði. Hún taldi að það eitt að vera í heppilegri hús- næðisstærð gerði fólki mögulegt að sjá um sig sjálft mun lengur en annars. Að lokum spurðum við Guðjón hvort hann myndi hætta reiðhjóla- viðgerðunum þegar hann yrði fluttur inn á Sólmundarhöfða? „Annaðhvort verð ég með útibú hérna niður í bæ eða þá að ég verð bara með verkstæði þarna inn frá, þar hef ég bílskúr og ég get ekki séð annað en það hljóti að verða til þess að lífga upp á umhverfið að vera með svona starfsemi þarna.“ Það skyldi þó aldrei verða að öldungarnir á Höfða verði á sumri komanda farnir að hjóla um allan bæ, ef af verður að Guðjón í Bæj- arstæði geti séð um viðhald hjól- anna fyrir þá. Bæjarblaðið þakkar Guðjóni og Ingu fyrir spjallið, það hefur alltaf verið jafn líflegt að koma í stofuna í Bæjarstæði og ekki er nokkur vafi á að sá léttleiki fylgir þeim inn á Sólmundarhöfða. Biðhjólaviðgerðir hjá dönskum reiðhjólasmið — Spjallað við Guðjón Bjarnason í Bæjarstæði um reiðhjólaviðgerðirfyrrog nú Guðjón hugar að hjóli á verk- stæði sínu að Suðurgötu 103 Mynd:hb færum frá því í gamla daga svo að þetta var auðvelt í framkvæmd. Ég hafði nú svolítið gaman af því í fyrra þegar ég fór suður til að kaupa varahluti sem mig vanhagaði um, að er ég kom í Örninn og bað um nokkra pakka af teinum, þá spurði afgreiðslumaðurinn mig hvað ég ætli að gera við alla þessa teina. Ég svaraði því til að ég væri að opna reiðhjólaverkstæði á Akra- nesi og ætlaði að nota þá þar. „Kanntu að teina gjörð?“, sagði maðurinn þá. Ég sagði honum þá að ég hefði lært það fyrir rúmlega hálfri öld í Erninum hjá Godberg heitnum. Þá kom það í Ijós að af- greiðslumaðurinn var tengdasonur Godbergs og kallaði hann á konu sína og spurðu þau margs um þennan tíma minn hjá Godberg." Hafa ekki orðið gífurlegar breyt- ingar á reiðhjólunum frá því að þú varst í viðgerðunum áður fyrr? „Jú breytingarnar eru miklar en verst er að þær eru flestar til hins verra. Mikið af þessum reiðhjólum sem flutt hafa verið inn á liðnum árum eru alónýt, þetta var allt miklu vandaðra áður fyrr. Til dæmis hafa komið til mín krakkar með eins og tveggja mánaða gömul hjól þar sem teinarnir eru að hrynja úr vegna þess að gjarðirnar eru ekki rétt teinaðar. Eins og ég sagði þér áðan þá er vandaverk að teina gjörð og því geri ég það vanalega seint á kvöldin eða um helgar þá hef ég mest næði til þess. Svo eru það vandræðin með varahlutina, það eru svo margar gerðir af hjól- um núna og vont að fá varahluti í mörg þeirra. Mér sýnist þetta vera þannig með marga af þeim aðilum sem flytja inn hjól, að þeir hugsa eingöngu um að selja þau en eiga límingar og brettaviðgerðir og svo- lítið teiningar og þá fyrst og fremst vegna þess að gjarðirnar hafa verið vitlaust teinaðar.“ Verðurðu var við að slæm með- ferð sé orsök bilana í hjólum? „Maður veit nú að unglingarnir fara oft illa með þessa hluti og til dæmis valda þeir oft miklum skemmdum á hjólunum með því að þvo þau á þvottaplönum. Það á fyrst og fremst að þvo hjólin með tusku og þurrka þau vel á eftir, svo er ágætt að bóna stellið til að verja það. Þá vantar oft mikið á að hugsað sé um að smyrja hjólin." Hefur verið mikið að gera í við- gerðum frá því þú opnaðir? „Já, það var mikið í fyrrasumar og svo mikið stundum að ég var oft við þetta frá 9 á morgnana til mið- nættis. Það hefur nú verið rólegra í vetur, en þetta er að lifna við aftur núna. Það er nú svona þó svo að ég hafi fyrst og fremst hugsað þetta til að stytta mér stundir þá er ekki hægt að hlaupa frá þessu á miðjum degi ef nóg er að gera, maður er búinn að lofa þessu og til dæmis er ekki hægt að láta smáfólkið bíða lengi eftir hjólunum sínum.“ Hjónin í Bæjarstæði: Ingibjörg Sigurðardóttir og sem Godberg gaf Guðjóni árið 1930. Guðjón Bjarnason, á milli þeirra er borðfáninn — Mynd: hb r Föstudagur 13. apríl Diskótek frá kl. 11 -03 Dansáhugafólk sérstakt Gömlu- og samkvæmisdansa- kvöld á Hótelinu n.k. laugardagskvöld 14. apríl frá k. 9 til 12 Alm. dansleikur á eftir til kl. 03 NOTUM TÆKIFÆRIÐ OG DÖNSUM t.d. Ræl, Marsúrka, Sömbu, Rúmbu, Jive, Tja, tja, tja, o.fl. af gömu suöuramerísku- og samkvæmisdönsunum. Fjörið er alltaf á Hótelinu Hagur heimilanna Hagstætt vöruverð Verslunin Einar Ólafsson Skagabraut 9-11 Sími2015

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.