Bæjarblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 3
BaJorblodid 3 Kútter Sigurfari: Frammastrið komið upp Á sl. fimmtudag var fram- mastrið á kútter Sigurfara reist. Mastrið er engin smásm íði alls 18 metra langt og því þurfti öflugan krana og ýmsar tilfæringar til að koma því fyrir á sínum stað. Frammmastrið erekki hið upphaf- lega mastur kúttersins heldur úr systurskipi Sigurfara sem byggt var í sömu skipasmíðastöð ári á eftir Sigurfaranum. Ofan á mastr- ið mun svo seinna bætast 6 metra langttoppstykki. Uppsetning mastursins á fimmtudaginn gekk mjög vel og greiðlega gekk að stýra því í gegnum dekkið á skipinu. Verkinu stjórnaði Jóhannn Ársælsson skipasmiður og honum til aðstoð- ar voru þeir Gunnlaugur Haralds- son, safnvörðurog Jóhannes Karl Engilbertsson, formaður stjórnar Sigurfarasjóðs. Áður en mastrið var látið setjast á sinn stað, setti Jóhannes Karl nýsleginn tíu króna pening undir mastrið. Afturmastrinu mun svo verða komið fyrir þegar endanlega hefur verið gengið frá frammastrinu. en stefnt var að því að reisa það í dag. Afturmastrið er litlu minna eða 17 metra langt. Kútterinn hefur nú lifnað allur við og er ólíkt reisulegri að sjá, en sem kunnugt er, er stefnt að þvt að endurbótum á honum verði lokið á næsta ári en þá eru liðin 100 ár frá byggingu hans, kútter Sigurfari var byggður í Englandi árið 1885. Þá má geta þess að í byrjun desember verður byggðasafnið í Görðum 25 ára. Kútter Sigurfari fyrir og eftir meðferðina á fimmtudaginn Trillukarlar óhressir Eftir að veiðar smábáta hafa verið stöðvaðar Nú hefur Sjávarútvegsráðu- neytið bannað veiðar hjá bátum minni en 10 tonn og var síðasti veiðidagur þeirra í fyrradag. Þessir bátar hafa veitt úr sameig- inlegum kvóta yfir allt landið og héðan frá Akranesi hafa fjölmargir bátar róið í haust og afli hefur ver- ið mjög góður enda veðurfarið einstaklega gott. Þeir voru verulega óhressir trillukarlarnir sem Bæjarblaðið hitti niður á bryggju í gærmorgun en þá voru síðustu bátar að landa ýsu síðan kvöldið áður. „Þeir eru búnir að klára kvótann fyrir okkur þessir sportkarlar, sem hirða sín mánaðarlaun i landi, margirþeirra virðast geta sótt sjó hvenær sem er þó þeir séu í vinnu í landi," sagði einn trillukarlinn og var óhress með að þurfa að stoppa nú. Þá sögðu þeir að sjávarút- vegsráðherra hefði vel getað haft meiri fyrirvara á þessari stöðvun, þar sem menn hefðu verið búnir að kaupa sér beitu og hefðu al- mennt gert ráð fyrir lengra úthaldi. Einar Árnason hífir upp síð- ustu ýsurnar Þá benti einn þeirra á að á sama tíma og ráðherra væri að stöðva ýsuveiðar á línu, þá fjöll- uðu þingmenn um það að leyfa smærri möskva á snurvoð, ein- ungis til að veiða meiri ýsu. Svona væri nú tvískinnungurinn í þess- um málum. Krossvík hf.: Haförn kaupir hlut Þórðar Á síðasta bæjarstjórnar- fundi samþykkti bæjarstjórn að falla frá forkaupsrétti á hlutabréfum Þórðar Óskars- sonar gegn því að Haferni hf. verði seldur hlutur Þórðar. Þeirfjórireignaraðilar Kross- víkur hf., sem eftir eru verða því allir með jafnan eignarhlut 25% hver en eigendur Kross- víkur hf. eru nú Akraneskaup- staður, Heimaskagi hf., Har- aldur Böðvarsson & Co hf. og Haförn hf. Tic Tac fyigir plötunni eftir: Tónleikar í Fjölbraut Hljómsveitin Tic Tac mun á laugardaginn, 24. nóvember nk., halda tónleika í Fjölbrautaskólan- um. Á tónleikunum munu þeir strákarnir í Tic Tac leika lögin af nýju hljómplötunni sinni auk þess sem nýtt frumsamið efni verður flutt. Miðaverð á tónleikana verð- ur 120 krónur fyrir félaga í NFFA og 150 krónur fyrir aðra. í stuttu spjalli vð Bæjarblaðið sagði Bjarni Jónsson, einn af liðs- mönnum Tic Tac, að þeir væru ágætlega ánægðir með viðtökur við plötunni. Platan hefði selst vel hér á Skaga en ennþá vissu þeir ekki um viðtökur í Reykjavík, þar sem þær hefðu ekki verið kann- aðar enn. Bjarni sagðist vilja taka fram að sölustaðir plötunnar hér á Akranesi væru Portið, Stúdíóval og Bókaskemman auk þess sem platan yrði seld á tónleikunum á góðu verði. Vestfirskir sveitarstjórnarmenn í heimsókn: Eymar Einarsson gengur frá um borð í bát sínum, Ebba Ðolvíkingum leist vel á vatnshreinsitækin Talsvert hefur verið um heim- sóknir sveitarstjórnarmanna víðs vegar að af landinu hingað til Akraness undanfarið til að skoða hér nýjungar. Nýverið komu hingað t.d. bæjarráð ísafjarðar og bæjarráð Bolungavíkur. Vestfirðingarnir skoðuðu hér vatnshreinsitækin, skólabyggingar, flotbryggjurnar nýju og raðhúsin við Höfða. Bolvíkingunum leist mjög vel á hreinsitæki vatnsveitunnar og töldu að slík tæki myndu henta þeim mjög vel, en þeir hafa við sama vandamál að etja og við Akurnesingar, þar sem neyslu- vatn þeirra er yfirborðsvatn.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.