Bæjarblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 4
4 Bœjorblodid Slökkvilið Akraness 50 ára: Haldið upp á afmælið á laugardaginn Eins og komið hefur fram í Bæjarblaðinu er Slökkvilið Akra- ness 50 ára um þessar mundir, var stofnað í lok október árið 1934. Af því tilefni verður slökkvi- stöðin allmenningi til sýnis næst- komandi laugardag og þann sama dag mun bæjarstjórn bjóða slökkviliðsmönnum til kaffisam- sætis í tilefni afmælisins. Eins og nærri má geta hefur slökkviliðið hér tekið miklum stakkaskiptum á þeim 50 árum sem liðin eru frá stofnun þess, bæði hvað stærð liðsins snertir og búnað allan. Fyrsta slökkviliðið skipuðu 12 menn en nú eru í slök- kviliðinu 32 menn og auk þeirra 5 í varaliði. í byrjun háði bað slökkviliðinu mikið í baráttunni við eldinn að vatnsveita var þá engin hér á Skaga og því oft erfitt um vatn og hlaupa þurfti á milli brunna í vatnsleit. Fljótlega eftir stofnun fékk slökkviliðið vélknúna dælu á vagni og voru þeir Gísli á Hjarðar- bóli og Guðjón í Bæjarstæði um- sjónarmenn hennar. Fyrsta bílinn fékk svo slökkviliðið árið 1946 og hefur sá bíll verið notaður til skamms tíma. Nú hefur liðið yfir að ráða 5 bílum, þar af er einn tækjabíll og fjórir dælubílar og einn þeirra alveg nýr og mjög full- kominn. Þá hefur liðið yfir að ráða dælu á vagni og stiga á vagni. í fyrstu var slökkviliðið til húsa í litlum skúr við enda rafstöðvarinn- ar við Skólabraut, en upp úr 1950 var flutt inn í nýja slökkvistöð við Laugarbraut, sem þá var 150 fer- metrar að stærð. Sú stöð var síð- an stækkuð fyrir um tveimur árum og er nú 354 fermetrar að stærð og fer þar vel um tæki liðsins, en umsjón með þeim hefur Ársæll Jónsson eftirlitsmaður eldvarna hér en hann tók við því starfi af Guðjóni Bjarnasyni sem gegnt hafði því í fjölda ára. Núverandi slökkviliðsstjóri er Sigurbjörn Jónsson og vara- slökkviliðstjórar eru þeir Halldór Jónsson og Guðlaugaur Þórðar- son. GuðjónBjarnasoníBæjarstæðisésthérviðfyrstuvélknúnudælu Slökkviliðs Akraness. Guðjón er þarna að dæla sjó, en á fyrstu árum Slökkviliðsins varð oft að grípa til þess ráðs vegna vatnsskorts. Enn er saltað hjá HB&Co. Sigurborg kom með síld í gær Þó svo að síldarsöltun sé lokið víðast hvar á landinu, þá er enn saltað hjá HB & Co, en þar er nú verið að salta síld fyrir K. Jónsson á Akureyri. Tveir bátar héðan eru á síld, Sigurborgin og Haraldur. Sigur- borg kom í gær með um 150 tonn af Austfjarðamiðum og er sigling- in heim á annan sólarhring. Með þessum afla er Sigurborgin langt komin með þau 700 tonn sem hún mátti veiða en á um 50 tonn eftir. Haraldur fór austur til síldveiða í síðustu viku en hafði ekkert feng- ið í gær þegar blaðið fór í prentun. Eins og komið hefurfram í Bæjar- blaðinu fékk HB og Co ekki leyfi til að færa kvóta Haraldar yfir á Skírni, sem var búinn með 700 tonna kvóta og varð því að útbúa Harald til síldveiða og fór áhöfnin af Skírni þangað yfir. Flatahverfið rannsakað nánar Á fundi sínum í fyrrakvöld tók skipulagsnefnd fyrir niðurstöður rannsókna á svokölluðu Flata- hverfi, sem fyrirhugað hefur verið sem næsta byggingasvæði hér. Eins og Bæjarblaðið skýrði frá í haust, þá kom í Ijós við boranir að dýpra var niður á fast á þessu svæði en menn höfðu búist við, og því var talið ólíklegt að byggt yrði þar á næstunni. Skipulagsnefnd ákvað á fundi sínum að láta fara fram frekari rannsóknir á svæðinu og athuga burðargetu leirlags sem undir svæðinu er. Að niðurstöðum þeirra rannsókna fengnum má svo búast við að ákvarðarnir verði teknar um hvar næsta íbúða- byggð rís hér á Skaga. Handboltinn Góður árangur í síðustu leikjum Tveir leikir annað kvöld flest mörk eða 12 og þeir Hlynur Sigurbjörnsson og Egill Stein- þórsson skoruðu 5 mörk hvor. Okkar menn áttu góðan leik í Sandgerði og rifu sig upp eftir að hafa verið undir, 15-17 í hálfleik. Næstu leikir í handboltanum eru svo hér heima annað kvöld en þá leika stelpurnar gegn harð- snúnu liði FH og strákarnir fá lið Aftureldingar úr Mosfellssveit í heimsókn. Þá er bara að drífa sig í íþróttahúsið og hvetja hand- boltafólkið til dáða. Pétur Ingólfsson íslandsmótið í handknattleik er nú komið á fulla ferð. Stelpurnar í meistaraflokki kvenna lék um síð- ustu helgi í Vestmannaeyjum gegn liði IBV í 1. deild kvenna. ÍA sigraði i þeirri viðureign með 17 mörkum gegn 16 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11-5 lA í vil. Flest mörk ÍA skoraði Þórgunnur Stefánsdóttir 5, en næstflest skor- aði Ragna Lóa Stefánsdóttir 4. Þá hefur meistaraflokkur karla nýverið leikið tvo leiki í 3. deild. Þann 14. þessa mánaðar léku strákarnir gegn Ögra í Reykjavík og sigruðu léttilega með 31 marki gegn 13. Flest mörk okkar manna í þeim leik skoraði Pétur Ingólfs- son 7, en Sigþór Hreggviðsson fylgdi fast á hæla honum og skor- aði 6 mörk. Þá skoruðu þeir Jón Leó Ríkharðsson og Egill Stein- þórsson 4 mörk hvor. Um síðustu helgi léku strákarnir svo gegn Reyni og fór sá leikur fram í Sandgerði. Þar sigruðu okkar menn einnig og nú með 33 mörkum gegn 28, mikið marka- regn. Þar skoraði Pétur einnig Alhliða þjónusta á sviði pípulagna Jón Bjarni Gíslason pípulagningamaður Símar 2939 og 1864 -------------------------------- Úrvals þjónusta Veitingahúsið Stillholt'GÉÍ^ STILLHOLTI 2 - AKRANESI - SiMI (93)2778

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.