Fréttablaðið - 10.08.2019, Side 4

Fréttablaðið - 10.08.2019, Side 4
Þrjú í fréttum Íslensk tunga, laxagengd og verðlaunahafi Richard Simcott tungumála sérfræðingur kann yfir fimmtíu tungumál. „Ég lærði íslensku á námskeiði við Háskóla Íslands fyrir sex árum en hef ekki talað hana lengi og því þurfti ég að rifja tungumálið upp,“ segir Simcott sem tekur fram að hann skilji íslensku betur en hann tali hana. Jim Ratcliffe auðmaður og jarðaeigandi á Norðausturlandi segist vilja efla laxastofna á svæðinu. „Nátt- úruvernd hefur alltaf verið og verður áfram eini tilgangur aðkomu minnar á Norðausturlandi Íslands,“ segir Ratcliffe sem á 40 til 50 jarðir í landshlutanum. Toni Morrison rithöfundur lést síðastliðinn mánudag, 88 ára gömul. Hún var fyrsta konan af afrískum uppruna til að hljóta bókmennta- verðlaun Nóbels. Þekktasta verk Morrison er Beloved, eða Ástkær, sem hún hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir. Hún sendi frá sér sína fyrstu bók 39 ára. TÖLUR VIKUNNAR 04.08.2019 TIL 10.08.2019 50.000 áhorfendur eru væntanlegir á tónleika Eds Sheeran um helgina. 17% fækkun varð á ferðamönnum í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. 500.000.000 króna gætu tapast í norðlenskri ferðaþjónustu vegna gjald­ þrots ferðaskrifstofunnar Super Break. 10% veiði er í sumum laxveiðiám miðað við sama tíma í fyrra. 10% alls útflutnings frá Íslandi fara til Bretlands. JEEP® GRAND CHEROKEE FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ® ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF • 3.0L V6 DÍSEL • 250HÖ / 570 NM TOG • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN • LÆSING Í AFTURDRIFI (TRAILHAWK OG OVERLAND) jeep.is JEEP® GRAND CHEROKEE KOSTAR FRÁ 9.990.000 KR. UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 Rangt var farið með nafn viðmælanda í frétt um skipulagsmál á Akureyri í blaðinu í gær. Hann heitir Hjörleifur Hallgríms Herbertsson en ekki Hjörleifur Hallgrímsson. LEIÐRÉTTING SVEITARSTJÓRNIR Stefnt er að því í drögum reglugerðar Sigurðar Inga Jóhannssonar, ráðherra sveitar- stjórnarmála, að lögfest verði að lágmarksstærð sveitarfélaga verði þúsund íbúar. Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi er með færri en eitt þúsund íbúa og því munu þessar breytingar hafa áhrif á stór- an hluta sveitarfélaga hér á landi. 72 sveitarfélög eru nú á landinu og hefur fækkað hægt en örugg- lega síðustu áratugi en um miðja síðustu öld voru hér vel á annað hundrað sveitarfélaga. Sigurður Ingi hefur boðað breytingar í þá átt að gera sveitarfélögin öflugri og betur í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin í nútímaþjóðfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ og formaður sam- bands sveitarfélaga, sat í nefnd á vegum samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra sem skilaði til ráðherra tillögum sínum sem kynntar voru á ríkisstjórnarfundi á fimmtudaginn. Hún segir einnig mikilvægt að sveit- arfélögin geti sinnt þeim skyldum sem sveitarfélögunum ber. „Þessar tillögur verða kynntar í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum. Í tillögunum er gert ráð fyrir að í þrepum verði settur lág- marksfjöldi íbúa í sveitarfélögum. Þannig er sveitarfélögum veitt ráð- rúm til að kanna möguleika sína. Aðal atriðið er að sveitarfélög hér á landi verði öll sterk og gert kleift að sinna sínum verkefnum fyrir íbúa sína,“ segir Aldís. „Fjölmörg sveitarfélög eru fámenn og mikil- væg verkefni unnin með öðrum sveitarfélögum. Þegar svo er komið eru ákvarðanir kannski komnar nokkuð langt frá íbúum sveitar- félaganna.“ Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu árum. Til að mynda kannaði Akureyrarkaupstaður möguleika annarra sveitarfélaga í Eyjafirði til sameiningar ekki alls fyrir löngu og bæði hafa orðið sameiningar á Reykjanesi og á Austurlandi. Einn- ig eru uppi hugmyndir um samein- ingar í Þingeyjarsveit. Aldís bendir á að jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði nýttur til góða fyrir þau sveitarfélög sem sam- einast. „Til þess að sameiningartil- raunir takist með ágætum munum við í þessum tillögum nýta jöfnun- arsjóð sveitarfélaga og styrkja veg- lega þau sveitarfélög sem samein- ast til að standa straum af ýmsum kostnaði. Það er mikilvægt að vel takist til í þetta skiptið og þessar tillögur miða að því að sveitarfélög og íbúar þeirra njóti góðs af mögu- legum sameiningum.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var málinu frestað á fundi ríkisstjórnar síðastliðinn fimmtu- dag og ekki tekin ákvörðun um að birta þetta strax. Vildu menn setjast aðeins yfir málið og skoða það áður en það yrði birt almenningi. sveinn@frettabladid.is Lágmarksstærð sveitarfélaga verði lögfest við þúsund íbúa Nýjar tillögur formanns Framsóknarflokksins um eflingu sveitarstjórnarstigsins fela í sér að lágmarks- stærð sveitarfélaga verði sett á laggirnar, verður miðað við þúsund íbúa.. Formaður Sambands sveitar- félaga segir mikilvægt að sveitarfélögum verði gert kleift að sinna lögbundnum hlutverkum sínum. Áður hugað að sambærilegri lagasetningu Árni Magnússon, sem var félagsmálaráðherra árin 2003­2006, var sá ráðherra sem hvað mest hefur haft sig í frammi á þessari öld í sam­ einingu sveitarfélaga. Óskaði hann þess helst að frjálsar sameiningar myndu ganga á sem flestum stöðum. Yrði það ekki raunin sagði hann eðlilegt að hugað yrði að lagasetningu um lágmarksstærð sveitar­ félaga til að knýja á um sameiningar. Ekkert varð úr þeirri lagasetningu en nokkurt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og hafa nokkur sveitarfélög sameinast. Sandgerði og Garður sameinuðust í eitt sveitarfélag í fyrra í kjölfar íbúakosninga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 0 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 0 -E 0 1 8 2 3 9 0 -D E D C 2 3 9 0 -D D A 0 2 3 9 0 -D C 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.