Fréttablaðið - 10.08.2019, Page 10

Fréttablaðið - 10.08.2019, Page 10
FILIPPSEYJAR Stjórnvöld á Filipps- eyjum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna beinbrunasóttarfaraldurs þar í landi. Beinbrunasótt er veiru- sjúkdómur sem berst með moskító- flugum og er landlægur í hitabeltis- löndum heimsins. Alls hafa 146.000 tilfelli bein- brunasóttar greinst á Filippseyjum frá janúar fram júlí. Það eru um tvö- falt f leiri tilfelli en greindust á sama tímabili í fyrra. Meira en 620 manns hafa látist af völdum sjúkdómsins það sem af er ári. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir beinbrunasótt hafa færst mjög í aukana í Austur-Asíu á þessu ári. Stofnunin segir að um 390 milljónir manna greinist með sjúkdóminn á ári hverju. Engin sértæk meðferð er til við beinbrunasótt. Ekki hefur tekist að þróa áreiðanlegt bóluefni við þessum skæða sjúkdómi. – ds Upplifðu heillandi stórborgarstemmningu með háhýsum og huggulegum görðum í landi tækifæranna. Nú er rétti tíminn til að njóta lífsins í stórborgum Bandaríkjanna. Finndu kraftinn í heimi háhýsanna Boston I Chicago I New York Verð aðra leið frá 42.900 kr. Verð frá 71.500 Vildarpunktum ÍTALÍA Skemmtiferðaskip sem eru yfir eitt þúsund tonn mega ekki sigla um tilteknar slóðir í Fen- eyjum frá og með september að því er ítölsk stjórnvöld hafa lýst yfir og BBC greint frá. Ákvörðunin er sögð tekin vegna óhapps sem varð í júní í sumar er skemmtiferðaskipið MSC Opera rakst utan í bryggju og bát ferða- manna með þeim af leiðingum að fimm slösuðust. Verndarsinnar gagnrýna stjórn- völd hins vegar fyrir að ganga ekki nógu langt; áætlanirnar dugi ekki til að sporna við neðansjávarrofi og mengun. BBC segir gagnrýnendur lengi hafa haldið því fram að öldur sem skemmtiferðaskipin valda í síkjum Feneyja séu að naga undirstöður borgarinnar þar sem iðulega verða f lóð. „Aðrir hafa einnig kvartað yfir því að að skipin dragi úr fegurð sögulegra staða í Feneyjum og færi með sér of marga ferðamenn,“ segir í frétt BBC. Óhappið með hið 275 metra langa skemmtiferðaskip MSC Opera í Giu- decca-síkinu í júní varð til þess að gagnrýnendur tvíefldust. Giudecca er ein af meginsiglingarleiðunum í Feneyjum og liggur fram hjá hinu víðfræga Markúsartorgi. Sagt var frá óhappi MSC Opera á frettabladid.is daginn sem það gerðist, þann 2. júní síðastliðinn. Kom þar fram að skipstjórinn hefði missti stjórn á skipinu vegna vélar- bilunar og að hann hefði kallað eftir dráttarbátum til að hægja á skipinu. Það hefði ekki tekist. „Þetta atvik staðfestir það sem við höfum sagt lengi: Skemmti- ferðaskip ættu ekki að sigla niður eftir Giudecca-skipaskurðinum,“ vitnaði frettabladid.is þennan dag til Twitter færslu Sergios Costa, umhverfisráðherra Ítalíu. gar@frettabladid.is Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Skemmtiferðaskip á siglingu um Feneyjar virðist fyrirferðarmikið á þessum fornfrægu söguslóðum. NORDICPHOTOS/GETTY Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmti- ferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risa- skemmtiferðaskip rakst á bryggju. Beinbrunasótt orðin faraldur Alvarlegustu tilvik beinbrunasóttar eru hjá börnum. NORDICPHOTOS/GETTY 1 0 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 1 -0 2 A 8 2 3 9 1 -0 1 6 C 2 3 9 1 -0 0 3 0 2 3 9 0 -F E F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 9 6 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.