Fréttablaðið - 10.08.2019, Síða 10

Fréttablaðið - 10.08.2019, Síða 10
FILIPPSEYJAR Stjórnvöld á Filipps- eyjum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna beinbrunasóttarfaraldurs þar í landi. Beinbrunasótt er veiru- sjúkdómur sem berst með moskító- flugum og er landlægur í hitabeltis- löndum heimsins. Alls hafa 146.000 tilfelli bein- brunasóttar greinst á Filippseyjum frá janúar fram júlí. Það eru um tvö- falt f leiri tilfelli en greindust á sama tímabili í fyrra. Meira en 620 manns hafa látist af völdum sjúkdómsins það sem af er ári. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir beinbrunasótt hafa færst mjög í aukana í Austur-Asíu á þessu ári. Stofnunin segir að um 390 milljónir manna greinist með sjúkdóminn á ári hverju. Engin sértæk meðferð er til við beinbrunasótt. Ekki hefur tekist að þróa áreiðanlegt bóluefni við þessum skæða sjúkdómi. – ds Upplifðu heillandi stórborgarstemmningu með háhýsum og huggulegum görðum í landi tækifæranna. Nú er rétti tíminn til að njóta lífsins í stórborgum Bandaríkjanna. Finndu kraftinn í heimi háhýsanna Boston I Chicago I New York Verð aðra leið frá 42.900 kr. Verð frá 71.500 Vildarpunktum ÍTALÍA Skemmtiferðaskip sem eru yfir eitt þúsund tonn mega ekki sigla um tilteknar slóðir í Fen- eyjum frá og með september að því er ítölsk stjórnvöld hafa lýst yfir og BBC greint frá. Ákvörðunin er sögð tekin vegna óhapps sem varð í júní í sumar er skemmtiferðaskipið MSC Opera rakst utan í bryggju og bát ferða- manna með þeim af leiðingum að fimm slösuðust. Verndarsinnar gagnrýna stjórn- völd hins vegar fyrir að ganga ekki nógu langt; áætlanirnar dugi ekki til að sporna við neðansjávarrofi og mengun. BBC segir gagnrýnendur lengi hafa haldið því fram að öldur sem skemmtiferðaskipin valda í síkjum Feneyja séu að naga undirstöður borgarinnar þar sem iðulega verða f lóð. „Aðrir hafa einnig kvartað yfir því að að skipin dragi úr fegurð sögulegra staða í Feneyjum og færi með sér of marga ferðamenn,“ segir í frétt BBC. Óhappið með hið 275 metra langa skemmtiferðaskip MSC Opera í Giu- decca-síkinu í júní varð til þess að gagnrýnendur tvíefldust. Giudecca er ein af meginsiglingarleiðunum í Feneyjum og liggur fram hjá hinu víðfræga Markúsartorgi. Sagt var frá óhappi MSC Opera á frettabladid.is daginn sem það gerðist, þann 2. júní síðastliðinn. Kom þar fram að skipstjórinn hefði missti stjórn á skipinu vegna vélar- bilunar og að hann hefði kallað eftir dráttarbátum til að hægja á skipinu. Það hefði ekki tekist. „Þetta atvik staðfestir það sem við höfum sagt lengi: Skemmti- ferðaskip ættu ekki að sigla niður eftir Giudecca-skipaskurðinum,“ vitnaði frettabladid.is þennan dag til Twitter færslu Sergios Costa, umhverfisráðherra Ítalíu. gar@frettabladid.is Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Skemmtiferðaskip á siglingu um Feneyjar virðist fyrirferðarmikið á þessum fornfrægu söguslóðum. NORDICPHOTOS/GETTY Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmti- ferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risa- skemmtiferðaskip rakst á bryggju. Beinbrunasótt orðin faraldur Alvarlegustu tilvik beinbrunasóttar eru hjá börnum. NORDICPHOTOS/GETTY 1 0 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 1 -0 2 A 8 2 3 9 1 -0 1 6 C 2 3 9 1 -0 0 3 0 2 3 9 0 -F E F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 9 6 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.