Fréttablaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 12
ÍTALÍA Matteo Salvini, varafor-
sætisráðherra Ítalíu og formaður
Norðurbandalagsins, hefur óskað
eftir atkvæðagreiðslu í þinginu um
vantraust á ríkisstjórn Ítalíu. Hann
segir að samstarf stjórnarflokkanna
á Ítalíu sé á enda og vill kosningar.
Norðurbandalagið, f lokkur yst
til hægri í ítölskum stjórnmálum,
er annar tveggja ríkisstjórnarflokk-
anna ásamt Fimmstjörnuhreyfing-
unni. Hreyfingin, stærsti f lokkur
ítalska þingsins, er popúlísk hreyf-
ing og andkerfissinnuð undir forystu
Luigi Di Maio atvinnuráðherra.
Allt frá því að flokkarnir mynd-
uðu saman ríkisstjórn í maí á síð-
asta ári hefur komið til alvarlegra
árekstra á mörgum sviðum, allt frá
svæðisbundnu sjálfræði, umbótum
í dómskerfinu til varna gegn spill-
ingu. Þá hafa stjórnarf lokkarnir
deilt hart um ríkisútgjöld til hinna
ýmsu málaflokka.
Nýjasti ágreiningurinn hefur
verið um 8,6 milljarða evra fjár-
mögnun háhraðalestar milli Tórínó
á Ítalíu og Lyon í Frakklandi. Þingið
kom saman úr sumarfríi á miðviku-
daginn til að kjósa um málið og
kusu stjórnarflokkarnir hvor gegn
öðrum. Þá hafa átök milli flokkanna
aukist eftir að Norðurbandalagið
varð stærst ítalskra flokka á Evrópu-
þinginu í maí.
Að sögn breska blaðsins Financial
Times er skuldabyrði ríkissjóðs
Ítalíu sú næstmesta í Evrópu á eftir
Grikklandi. Evrópusambandið
hefur lýst áhyggjum af þenslu ríkis-
útgjalda. Salvini og Norðurbanda-
lagið vilja ráðast í miklar skatta-
lækkanir.
Luigi Di Maio segir Fimmstjörnu-
hreyfinguna ekki óttast kosningar
í haust þrátt fyrir að skoðanakann-
anir bendi til þess að Salvini og
Norðurbandalagið muni vinna stór-
sigur í kosningunum. Gangi kann-
anir eftir mun Norðurbandalagið
tvöfalda fylgi sitt og ráða meiru um
stjórnarmyndunarviðræður.
Reiknað er með að ítalska þingið
komi saman í næstu viku og þá
verði ríkisstjórnarsamstarfið leyst
upp. Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella,
getur einn leyst upp þingið. Líkur
eru því á kosningum í október.
david@frettabladid.is
Ríkisstjórnin
á Ítalíu að falla
Mikill ágreiningur er innan ríkisstjórnar popúl-
ista. Haustkosningar líklegar til að skila Norður-
bandalaginu auknu fylgi samkvæmt könnunum.
Matteo Salvini,
formaður
Norðurbanda-
lagsins.
Bretti, skíði eða sleði? Drifhvítar brekkur við allra hæfi og ferskt fjallaloftið fela í sér
loforð um ógleymanlega upplifun. Nú er rétti tíminn til að njóta lífsins á skíðasvæðum
Evrópu og Norður-Ameríku.
Finndu frelsið í fjöllunum
Denver (Aspen) I München I Vancouver (Whistler)
Verð aðra leið frá 30.900 kr.
Verð frá 51.500 Vildarpunktum
Ísafjörður,
mánudaginn 12. ágúst.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði,
klukkan 20:00.
Fundarstjóri: Einar Kristinn
Guðfinnsson, fyrrverandi
ráðherra og forseti Alþingis.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnir þróun, stöðu
og áskoranir í peninga- og efnahagsmálum við lok 10 ára
skipunartíma hans á opnum fundum:
Markmið, árangur og áskoranir
Fundir með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra
Akureyri,
þriðjudaginn 13. ágúst.
Hof, klukkan 17:00
Fundarstjóri: Valgerður
Sverrisdóttir, fyrrverandi
þingmaður og ráðherra.
Neskaupstaður,
miðvikudaginn 14. ágúst.
Egilsbúð, klukkan 20:00
Fundarstjóri: Smári Geirsson
kennari og fyrrum formaður
Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi.
Árborg,
mánudaginn 19. ágúst.
Hótel Selfoss, klukkan 12:00
Fundarstjóri: Guðni
Ágústsson, fyrrverandi
þingmaður og ráðherra.
Job.is
Job.isGLÆNÝ OG FERSK STÖRF Í HVERRI VIKU
Þú finnur draumastarfið á
Kennsla
Þú finnur draumastarfið á
IðnaðarmennHeilbrigðisþjónusta Veitingastaðir
1 0 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
0
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
0
-E
E
E
8
2
3
9
0
-E
D
A
C
2
3
9
0
-E
C
7
0
2
3
9
0
-E
B
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
9
6
s
_
9
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K