Fréttablaðið - 10.08.2019, Qupperneq 22
AUÐUNN BLÖNDAL
sjónvarpsmaður
„Nei, því miður
er ég ekki að fara
á tónleikana.
Veit ekki hvaða
kæruleysi það
er! Finnst hann
geggjaður en hef
verið sofandi þarna fyrir 2 árum
þegar miðasalan fór í gang.“
SIGRÚN ÓSK
KRISTJÁNSDÓTTIR
sjónvarpsmaður
„Já, okkur hjónum áskotnaðist
óvænt miðar á síðari tónleikana
svo ég er að fara eftir allt saman.
Ég er spenntust fyrir að heyra
hann taka I see fire sem var í
myndinni The Hobbit. Ég get
hlustað á það
aftur og aftur
og aftur.“
BERGLIND PÉTURSDÓTTIR
sjónvarpsmaður
„Ég ætla að vera í
Úkraínu á meðan
þessir tónleikar
fara fram og
útiloka ekki að
þessir tónleikar
séu akkúrat
ástæðan fyrir
að ég ákvað að fara
svona langt í burtu. Ég þekki ekki
lög téðs Eds. Annars bara mjög
hress.“
ELLIÐI VIGNISSON
bæjarstjóri Ölfuss
„Ég geri ráð fyrir því að það sé
þessi írski trúbador sem ætlar að
spila í Reykjavík, en nei þangað
kemst ég ekki. Við í hinu öfluga
Ölfusi erum enda að halda upp á
hamingjuna þessa helgi og höfum
boðað til okkur besta tónlistar-
fólk landsins þessa helgi því á
föstudaginn bjóðum við upp á
tónleika með t.d. Baggalút, Daða
Frey og GDRN. Á laugardags-
kvöldið verður svo Jarli trúbador
úr Eyjum hjá okkur. Hver velur
írskan trúbador í Reykjavík um
fram trúbador úr Eyjum sem
spilar í Ölfusi?“ spyr Elliði. „Ég hef
nú ekki hlustað mikið á þennan
ágætis mann.
Heyrði þó að
hann hafi samið
lagið Drunk sem
ég hef nokkurt
gaman af.“ EYÞÓR ARNALDS
borgarfulltrúi
„Ég fer með börn-
unum mínum.
Ed á ótrúlega
marga smelli.
Ætli Shape of
you sitji ekki
fastast. Fólk er
mismunandi í laginu
og það er elskað segir í laginu!“
HANNA KATRÍN
FRIÐRIKSSON
þingmaður
„Ég fer ekki á
tónleikana,
enda verð ég
á fullu að vera
hinsegin alla
helgina. Uppá-
haldslagið mitt
eftir Ed Sheeran er
líklega bara Shape of you!“
KRISTJÓN KORMÁKUR
fjölmiðlamaður
„Ég er í Ungverjalandi, á leiðinni
til Vínarborgar og þessi Ed var
víst hér í fyrradag. Ég fór ekki á
tónleikana hér og fer nú ekki að
gera mér ferð til Íslands til að sjá
hann. Ég þekki engin lög með Ed
þessum en sá hann þó um daginn
syngja á pólskri sjónvarpsstöð
eitthvert lag með Justin Bieber.
Það eina sem ég veit er að hann
elskar Ísland og finnst gaman að
vera í íslensku landsliðstreyjunni,
svo hann vill vera einn af okkur,
sem mér finnst einkennilegt,
enda flest betra í útlöndum. Í ljósi
alls þessa ætti ég að vera síðasti
maðurinn sem fær spurningu um
þennan geðþekka pilt, en ég skelli
mér kannski á teknótónleika á
meðan þið hin
skemmtið ykk-
ur í Laugar-
dalnum. Eru
ekki tónleik-
arnir annars
þar?“
MARÍA RUT
KRISTINSDÓTTIR
aðstoðarmaður formanns
Viðreisnar
„Nei, ég ætla ekki að fara. Erum á
lokametrum meðgöngu og tökum
enga sénsa þótt það kæmi fæð-
ingunni eflaust af stað að mæta
og dilla sér í takt við tónlistina!
Uppáhaldslagið er
samt klárlega
Photograph –
myndbandið
maður … gets
me every-
time.“
Spennan magnast
fyrir Sheeran
Eftirvænting er fyrir tónleika stórstjörnunnar Eds Sheeran, en
hann heldur tónleika hér á landi í kvöld og annað kvöld. Allt
stefnir í langstærstu tónleika Íslandssögunnar. Fréttablaðið tók
þekkta einstaklinga tali og spurði um uppáhaldslög þeirra og
hvort þau ætli sér á tónleikana. Meðganga, bæjarhátíðir og
Hinsegin dagar eru meðal þess sem kemur í veg fyrir mætingu.
1 0 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN
1
0
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
0
-F
D
B
8
2
3
9
0
-F
C
7
C
2
3
9
0
-F
B
4
0
2
3
9
0
-F
A
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
9
6
s
_
9
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K