Fréttablaðið - 10.08.2019, Side 32
Allir vagnarnir
mínir á Pride frá
því árið 2010 hafa verið
hugsaðir fyrir börn.
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Dragdrottningin Starína, sem leikin er af Ólafi Helga Ólafssyni, verður með sögustund
í Bókasafni Kópavogs í dag þar sem
hún les bókina Fjölskyldan mín
fyrir börn. „Ég hef alltaf verið frekar
barnvæn dragdrottning. Mig hefur
alltaf langað að gera meira fyrir
krakka sem Starína og fékk þessa
hugmynd að hafa samband við
bókasöfnin og bjóða upp á lestur,“
segir Ólafur Helgi.
Bókasafn Kópavogs hafði svo
samband til baka og úr varð þessi
sögustund. „Ég hef heyrt að þetta
sé vinsælt í Bandaríkjunum. Mér
skilst að það sé hópur af drag
drottningum sem vinna við það
að lesa fyrir börn á bókasöfnum, í
dragi. Þau reyna að lesa hinsegin
vænar bækur, ef svo má að orði
komast en mér skilst samt að þau
lesi líka bara alls konar bækur.“
Ólafur Helgi segist halda að þetta
verði í fyrsta sinn sem dragdrottn
ing les fyrir börn á bókasöfnum á
Íslandi en hann vonar þó að þetta
verði ekki í síðasta skiptið. „Þetta er
eitthvað sem ég er mjög spenntur
fyrir,“ segir hann.
„Bókin Fjölskyldan mín er eftir
Ástu Rún Valgerðardóttur og Lára
Garðarsdóttir myndskreytti. Hún
fjallar um mismunandi fjölskyldu
mynstur. Friðjón á tvær mömmur,
hann er í leikskóla og þar kemur
í ljós að krakkarnir eiga mis
munandi fjölskyldur. Sumir eiga
tvær mömmur, sumir eiga mömmu
og pabba, sumir eiga mömmu,
pabba og stjúpforeldra og sum
börn eru ættleidd frá útlöndum en
eiga mömmu og pabba frá Íslandi.
Þannig að ég er að lesa fyrir börnin
um fjölbreytileika. Þetta er auð
lesin og þægileg bók sem ég hef
heyrt að krakkar elski.“
Ólafur segir að þó þetta sé í
fyrsta sinn sem Starína lesi
fyrir börnin á bókasöfnum
sé þetta ekki í fyrsta sinn
sem hann komi fram fyrir
börn. „Allir vagnarnir
mínir á Pride frá því
árið 2010 hafa verið
hugsaðir fyrir börn. Ég
var með Disneyþema
á vagninum mínum
árið 2010 og eftir það
ákvað ég að framvegis
yrðu vagnarnir mínir
spennandi fyrir börn.“
Ólafur segist líka
hafa gaman af að koma
fram fyrir ungt fólk en
hann kemur einnig fram á
öðrum viðburði á Hinsegin
dögum sem er skipulagður af
jafningjafræðslunni í Hafnar
firði. Viðburðurinn kallast Ung og
hinsegin „Þetta er hinsegin kvöld,
haldið af ungu fólki fyrir ungt fólk
og ég verð einn af listamönnunum
sem koma fram þar.“ Frítt verður
inn en allur ágóði af viðburðinum
rennur til hinsegin félagsmið
stöðvar Samtakanna ’78.
Dragdrottningin Starína les
um fjölbreytileika fyrir börn
Hinsegin dagar í Reykjavík hófust á fimmtudaginn og standa yfir til 17. ágúst. Tuttugu ár eru liðin
frá því hinsegin hátíðahöld hófust í Reykjavík og verður dagskráin í ár fjölbreytt sem aldrei fyrr og
eitthvað er í boði fyrir alla aldurshópa. Dragdrottningin Starína ætlar að lesa fyrir börn í dag.
Dragdrottningin Starína verður með sögustund fyrir börn í Kópavogi.
Starína vill gera meira fyrir börnin.
MYNDIR/LOVÍSA SIGURJÓNSDÓTTIR
Hin árlega Töfraganga verður haldin á Ísafirði í dag. Gangan hefst klukkan
10.45 við Byggðasafnið í Neðsta
Kaupstað og endar við Edin
borgarhúsið. Eftir gönguna verður
boðið upp á töfrasýningu, söng
og leiki. Síðan verða bornir fram
réttir frá Pakistan, Írak, Þýska
landi, Nígeríu, Taílandi, Banda
ríkjunum, Króatíu, Póllandi og
Íslandi. Fólk er hvatt til að mæta í
litríkum klæðnaði eða búningum.
Gangan er haldin af skipuleggj
endum Tungumálatöfra, sem er
námskeið ætlað 511 ára gömlum
börnum. Tilgangur námskeiðsins
er að ef la íslenskukunnáttu barna
af erlendum uppruna sem búa á
Íslandi og íslenskra barna sem
hafa alist upp annars staðar en
hér á landi.
Á töfragöngunni munu 43
börn af 10 þjóðernum, sem hafa
tekið þátt í Tungumálatöfranám
skeiði, f leyta f löskuskeytum. „Það
verður sent eitt, stórt f löskuskeyti
sem þessi 43 börn eru búin að
búa til saman,“ segir Anna Hildur
Hildibrandsdóttir, formaður
framkvæmdastjórnar Tungu
málatöfra. Þau senda skilaboð
sem þau eru búin að teikna og
skrifa á renning sem verður settur
í f löskuskeytið.“ Í skeytinu verða
upplýsingar um Tungumálatöfra
svo hver sá sem finnur skeytið
getur haft samband. „Við vitum
ekki hvert það rekur en erum
spennt að vita hvort það komi
einhvers staðar á land.“
Vaida Bražiūnaitė er verkefna
stjóri göngunnar og námskeiðsins
sem var haldið í sumar, hún segir
það spennandi hvernig bæði nám
skeiðið og gangan sé að þróast.
„Börnin læra íslensku í gegnum
söng og myndlist og í ár bættist
töframaður við í kennarahópinn,“
en það er töframaðurinn Einar
Mikael Mánason. „Þema ársins
á námskeiðinu og í göngunni á
morgun er því töfrar og töfra
brögð.“
Senda flöskuskeyti á Töfragöngu
43 börn hafa skrifað skilaboð í flöskuskeytið sem rekur vonandi á land.
Þann 19. ágúst næstkomandi verða liðin 80 ár frá stofnun Blindrafélagsins.
Af því tilefni býður stjórn Blindrafélagsins til hátíðarsamkomu kl. 16:00 á Hilton
Reykjavík Nordica.
Á dagskrá verða ávörp frá forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni, og
formanni Blindrafélagsins, Sigþóri U. Hallfreðssyni. Félags- og barnamálaráðherra
Ásmundur Einar Daðason skrifar undir samstarfssamning við Blindrafélagið
um fjármögnun leiðsöguhundaverkefnis.
Samfélagslampi Blindrafélagsins verður afhentur. Nokkrir af framúrskarandi
tónlistarmönnum meðal félagsmanna munu sjá um tónlistarflutning á samkomunni.
Allir félagsmenn, bakhjarlar, stuðningsmenn og velunnarar Blindrafélagsins eru boðnir
velkomnir á samkomuna á meðan húsrúm leyfir.
Til að geta gert nauðsynlegar ráðstafanir varðandi veitingar óskum við eftir því að þeir
sem hyggjast mæta skrái sig í síma 525 0000 eða í afgreidsla@blind.is.
Fyrir hönd stjórnar Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi.
Sigþór U. Hallfreðsson
formaður
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi
80 ára
BOÐSKORT
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
1
0
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
0
-D
1
4
8
2
3
9
0
-D
0
0
C
2
3
9
0
-C
E
D
0
2
3
9
0
-C
D
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
9
6
s
_
9
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K