Fréttablaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 48
Inga Rún ráðin til Fréttablaðsins Inga Rún Sigurðardóttir, ensku- og fjölmiðlafræðingur, hefur verið ráðin umsjónarmaður Tilverunnar í Fréttablaðinu. Hún hefur starfað sem blaðamaður síðustu tvo áratugi, mestallan tím- ann á Morgunblaðinu, þar af lengst á Sunnudagsblaði Morgunblaðsins og sem menningarblaðamaður og umsjónar- maður dægurmenningarmála blaðsins auk starfa á mbl. is um tveggja ára skeið. Hún hefur enn fremur skrifað í sýningarskrár fyrir listasöfn og gallerí, f leiri erlend og íslensk blöð og tímarit, þar á meðal Berliner Zeitung í gegnum evrópskan blaðamannastyrk. Inga Rún er menntuð frá Háskóla Íslands og Háskól- anum í Amsterdam. Tilveran er þemaefni sem birt er í hverju fimmtudags- blaði Fréttablaðsins þar sem áhugaverð samfélagsmál eru krufin á læsilegan máta. Inga Rún er búsett í Árbænum og elskar göngur í Ell- iðaárdalnum, sundferðir með fjölskyldunni, bóklestur, umhverfismál, hönnun og matarmarkaði. Inga Rún hóf störf 1. ágúst. Nýtt fólk Díana Óskarsdóttir nýr forstjóri HSU Díana Óskarsdóttir hefur verið skipuð í starf forstjóra Heil-brigðisstofnunar Suður- lands til næstu fimm ára. Díana er menntaður geislafræðingur með meistaranám í lýðheilsuvísindum og hefur að auki stundað nám í stjórnun og rekstri á sviði heil- brigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna og er ákvörðun ráðherra tekin að undangengnu mati lög- skipaðrar hæfnisnefndar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Sex sóttu um stöðuna. Díana er með B.S.-gráðu í geislafræði, meistarapróf í lýðheilsuvísindum og hefur að auki stundað nám í stjórnun og rekstri á sviði heilbrigðisþjónustu. Hún hefur gegnt starfi deildarstjóra á röntgendeild Landspítalans frá árinu 2015, samhliða lektorsstöðu við Háskólann í Reykjavík. Áður starfaði hún í sjö ár sem geislafræðingur hjá Hjartavernd auk þess að vera námsbrautarstjóri í lektorsstöðu við Háskóla Íslands í tíu ár. Díana hóf fyrst störf sem geislafræðingur árið 1990 og hefur frá þeim tíma meðal annars unnið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Landspítalanum og hjá Geislavörnum ríkisins. Ingvar Freyr ráðinn hagfræðingur Samorku Ingvar Freyr Ingvarsson hefur verið ráðinn í starf hagfræðings hjá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Ingvar lauk meistaragráðu í hagfræði með áherslu á orku- og loftslagshagfræði frá Landbún- aðarháskólanum að Ási (Norges miljø- og biovitenskapelige unversi- tet – NMBU) árið 2016, kennsluréttind- um frá Háskóla Íslands árið 2012 og B.S.-gráðu í hagfræði frá sama skóla árið 2011. Samhliða námi starfaði hann sem sérfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans og við tölfræðilegar greiningar hjá Seðlabanka Íslands. Þá hefur hann kennt hagfræði og skyldar greinar, bæði í menntaskóla og við Opna háskólann í Reykjavík, sem kennari í Háskóla Íslands og við NMBU. Ingvar hefur verið hagfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu frá árinu 2016. Ingvar Freyr mun hefja störf hjá Samorku í september. Tilkynningar um nýtt fólk Atvinnublað Fréttablaðsins kemur út á laugardögum í viku hverri. Umsjónarmaður blaðsins er Hrannar Helgason. Blaðið birtir valdar greinar um ráðningu nýrra starfsmanna. Sendið til- kynningar ásamt mynd af viðkomandi á netfangið: nyttfolk@frettbladid.is Kennsluráðgjafi Staða kennsluráðgjafa fyrir leik- og grunnskóla á starfssvæði Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu. Á svæðinu eru sjö leikskólar, sex grunnskólar og tveir leik- og grunnskólar. Hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings starfar öflug liðsheild sérfræðinga sem vinnur í þverfaglegu samstarfi um málefni ein- staklinga og hópa. Það eru forstöðumaður, teymisstjóri og kennsluráðgjafi, sálfræðingar, talmeinafræðingar og félagsráðgjafar. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í þróun þjónustunnar og samstarfi, m.a við sérfræðinga ART teymis og heilbrigðisþjónustu. Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst 2019 Umsóknir sendist rafrænt á netfangið hrafnhildur@arnesthing.is. Umsókninni skal fylgja ferilskrá um störf umsækjanda, menntun og nöfn tveggja umsagnaraðila. Einnig skal fylgja greinargerð þar sem fram koma hugmyndir umsækjanda um sérfræðiþjónustu og tilgreina þau verkefni sem viðkomandi hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna starfinu. Í samræmi við jafnréttis- stefnu sveitarfélaganna eru bæði karlar og konur hvött til að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sam- bands Íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. september 2019 eða eftir samkomu- lagi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrafnhildur Karlsdóttir teymisstjóri og kennsluráðgjafi hrafnhildur@arnesthing.is Starfssvið • Forvarnarstarf og ráðgjöf um snemmtæka íhlutun með áherslu á sjálfbærni skóla við lausn mála sem upp koma. • Þverfaglegt samstarf með starfsfólki leik- og grunnskóla. • Fræðsla og/eða handleiðsla vegna einstaklinga eða hópa. • Stuðningur við nýbreytni- og þróunarstarf skóla m.a. með ráðgjöf við stjórnendur og starfsmenn leik- og grunnskóla. • Skipulagning á símenntun starfsfólks leik- og grunnskóla og stuðningur við starfsþróun. Menntunar- og hæfniskröfur • Leyfisbréf sem grunnskólakennari. • Framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og menntunarfræða. • Farsæl kennslureynsla í grunnskóla, kennslureynsla í leikskóla æskileg. • Góðir skipulagshæfileikar, • Lipurð í samskiptum, reynsla og áhugi á teymisvinnu. ATVINNA Við óskum eftir að ráða fólk til starfa á endur vinnslustöðvar SORPU. Í starfinu felst: afgreiðsla og þjónusta dagleg umhirða og þrif stöðvarinnar móttaka viðskiptavina og leiðsögn mat á farmi og aðstoð við flokkun innheimta á gjaldi vegna úrgangs umsjón skilagjaldsskyldra umbúða annað sem tilheyrir starfinu • • • • • • • RIDDARAR HRINGHAGKERFISINS STARFSFÓLK ÓSKAST Á ENDURVINNSLUSTÖÐ SORPA | Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa.is Leitað er að starfsfólki með hæfni í mannlegum samskiptum, ríka þjónustulund og góða fram komu. Snyrtimennska og íslenskukunnátta eru skilyrði auk þess sem reynsla af þjónustu störfum og áhugi og þekking á umhverfismálum eru kostir. Unnið er í vaktavinnu í um 84% starfshlutfalli. Sótt er um á heimasíðu SORPU á sorpa.is/starf Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. RÁÐUM EHF • Sími 519 6770 • www.radum.is • radum@radum.is Þarftu að ráða starfsmann? Ráðum sérhæfir sig í ráðgjöf og ráðningum. Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini. 16 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 0 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 0 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 9 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 1 -2 0 4 8 2 3 9 1 -1 F 0 C 2 3 9 1 -1 D D 0 2 3 9 1 -1 C 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.