Fréttablaðið - 10.08.2019, Síða 66

Fréttablaðið - 10.08.2019, Síða 66
Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is Benjamín Sigurgeirsson, gekk til liðs við samtök grænkera árið 2017 og er formaður þeirra. „Tilgangur okkar er að veita fræðslu um hvaða ávinningur felst í því að borða frekar plöntur en dýr. Ávinningurinn er allt í senn siðferðislegur, umhverfislegur og heilsufarslegur.“ Stærstu viðburðirnir sem sam- tökin halda eru Vegan hátíðin og Veganúar sem sífellt f leiri taka þátt í að sögn Benjamíns. „Með því að halda þessa viðburði viljum við vekja almenning til vitundar um þessi mál og auka eftirspurn eftir plöntufæði. Þannig minnkum við samverkandi eftirspurn eftir fæðu sem er unnin úr dýrum eða dýraafurðum.“ Auðvelt að vera vegan í dag Benjamín segir að í boði verði alls kyns vegan matur á hátíðinni, bæði heitur og kaldur. Á hátíðinni verða Anamma, Junkyard, Ramen Momo, Restaurant A. Hansen og Murica Iceland með matarvagna. Auk þess verður súrkál, sveppir, kaffi og fæðubótarefni til sölu. „Við höfum oft verið með vegan pylsur í boði og svo verða líka ýmis fyrirtæki að kynna sínar vegan vörur. Yfirleitt höfum við líka boðið listamönnum að koma sem vinna verk sín út frá vegan sjónar- miðum.“ Yllir og Birki, Jurtaætan og Hjartahraun verða með list sína til sýnis og plötusnúðurinn Bróðir Big heldur uppi stemmingunni. Benjamín telur það mun auð- veldara í dag að gerast vegan heldur en fyrir nokkrum árum. „Það er hægt að fá vegan vörur út í búð og vegan rétti á veitinga- stöðum, svo eru meira að segja komnir nokkrir veitingastaðir á Auðvelt að vera vegan í dag Benjamín segir það ekki erfitt að tileinka sér vegan lífsstílinn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á hátíðinni eru oftast vegan pylsur í boði. Súrkál, sveppir, kaffi og fæðubótar­ efni verða til sölu á hátíðinni. Anonymous for the Voiceless stunda friðsam­ leg mótmæli úti á borgargötum heimsins. NORDIC PHOTOS/ GETTY Vegan hátíðin verður haldin á morgun af sam- tökum græn- kera á Íslandi, á Thorsplani í Hafnarfirði eins og vanalega. landið sem eru alfarið vegan. Það gengur ekki lengur fyrir fólk að segja að það sé of erfitt að tileinka sér þennan lífsstíl. Það eru ein- faldlega rök sem gilda ekki í dag, allavega ekki hér á Íslandi.“ Standa fyrir Sannleiks­ kubbum í Reykjavík Stjórnendur í Samtökum græn- kera á Íslandi verða á hátíðinni með bæklinga og fræðslu. Hópur úr alþjóðlegu hreyfingunni Ano- nymous for the Voiceless, sem hefur staðið fyrir svokölluðum Sannleikskubbamótmælum hér í Reykjavík, munu koma og fræða hátíðargesti. Mótmæli Ano- nymous for the Voiceless felast í því að nokkrir úr hreyfingunni standa úti á götu með skjái. Á skjáunum eru sýndar myndir af dýrum í verksmiðjubúgörðum og sláturhúsum. „Sjálfur er ég ekki meðlimur í þessum hóp en sumir í stjórn Samtaka grænkera á Íslandi eru það,“ segir Benjamín. „Þau hafa staðið að þessum mótmælum í hverri einustu viku hátt í tvö ár.“ Vigdís Þórðardóttir er einn skipuleggjenda Anonymous for the Voiceless hér á landi. Hún segir að hreyfingin hafi verið stofnuð í Ástralíu árið 2016 og eigi nú deildir í yfir þúsund borgum um allan heim. Mótmælendur í hreyfing- unni fylgja ströngum reglum frá stjórnendum hreyfingarinnar, þeir eru alltaf í svörtum fötum með grímur og mega hvorki vera of fáir eða of margir í einu. „Fólk getur labbað fram hjá okkur ef það vill ekki tala við okkur eða skoða þetta,“ segir Vigdís. Ef einhver stoppar hjá mótmælendum fær viðkomandi fræðslu og hvers kyns spurningum svarað. Íslendingar kaldir yfir þessu Hér í Reykjavík hafa Anonymous for the Voiceless haldið yfir 80 viðburði frá árinu 2017 þegar hreyfingin var stofnuð á Íslandi. Vigdís segir að margir sem stoppa hjá mótmælendunum hafi aldrei séð annað eins, en oftast eru það ferðamenn. Vigdís telur marga Íslendinga þekkja úrvinnsluferli kjöts og dýraafurða að allavega einhverju leyti. „Ég myndi halda að fjölmargir Íslendingar þekki þetta. Þeir eru flestir frekar kaldir yfir þessu.“ Sjálf var hún í sveit og hefur komið í sláturhús þannig að hún þekkir það ferli vel sem kjöt fer í gegnum áður en því er pakkað snyrtilega í plastumbúðir. „Hvort manni finnst þetta ferli ógeðslegt eða ekki fer algjörlega eftir ein- staklingnum.“ Vigdís segir að Anonymous for the Voiceless stundi alltaf friðsam- leg mótmæli. „Þessi samtök stunda engar truflanir. Það eru mjög stífar reglur um hvernig mótmæli á þeirra vegum fara fram. Mótmælin eru mjög friðsamleg og mild. Það eru engin læti eða neitt.“ Á Vegan hátíðinni verða Anonymous for the Voiceless með fræðslubás um hreyfinguna og málefnin sem hún stendur fyrir. Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 0 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 9 6 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 0 -D 6 3 8 2 3 9 0 -D 4 F C 2 3 9 0 -D 3 C 0 2 3 9 0 -D 2 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.