Fréttablaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 70
Að fæða og grípa mitt eigið barn á mínum forsendum er það mag naða st a sem ég hef gert,“ segir Ronja Mogensen, 22 ára myndlistarkona, sem eignað- ist aðra dóttur sína með Klemens Hannigan, söngvara hljómsveit- arinnar Hatara, á heimili þeirra í miðbænum þann 24. júní. Við heimafæðingu eldri dóttur þeirra, Valkyrju, sendu ljósmæður Ronju á sjúkrahús til að fæða. Í kjölfarið tók hún þá ákvörðun að hún vildi fæða barn sitt á eigin spýtur til að forðast óþarfa inngrip frá heil- brigðiskerfinu. „Þegar þú ert að fæða ertu ber- skjölduð, bæði líkamlega og and- lega, og ert svo ótrúlega opin og hrá að þegar einhverjir koma inn í þitt rými þá hafa þeirra skoðanir og ótti áhrif á þína reynslu og upp- lifun.“ Ronja vildi hafa fullkomið vald yfir eigin aðstæðum og Klemens var því sá eini sem var viðstaddur fæðinguna. Ekki læknisfræðilegur viðburður „Þú þarft ekki að vita eða læra neitt til þess að fæða barn. Líkami þinn veit hvernig hann á að gera það, alveg eins og hann vissi hvernig hann átti að búa barnið til. Ég treysti líkama mínum og ég treysti konum til að vita hvað er þeim og börnunum þeirra fyrir bestu. Konur hafa þróast í milljónir ára til að geta fætt börnin sín og lifað það af. Fæðingar eru ekki læknis- fræðilegur viðburður.“ Ósk Ronju um rómantíska laugarfæðingu eftir að hún gekk með eldri dóttur sína rættist ekki. „Ég var með yndislegar heima- ljósmæður en mér varð strax ljóst að þær stjórnuðu aðstæðunum.“ Þegar líða fór á fæðinguna vildu ljósmæðurnar fara með hana upp á sjúkrahús. „Ég skildi þetta ekki, þetta var erfiðisvinna en mér leið ekkert illa, en um leið og ég heyrði þær segja þetta sannfærðist ég um að það hlyti að vera eitthvað að og að ég væri að skynja líkama minn vitlaust.“ Á endanum eignaðist Ronja Val- kyrju á sjúkrahúsi. „Ég fékk mænu- deyfingu sem var svo sterk að ég þurfti að bíða þar til hún rann af mér til að geta fætt.“ Fæðingin var að hennar sögn ekki slæm en skildi eftir óbragð í munninum. „Mér leið svo ótrúlega undarlega af því að fyrir fæðinguna hafði ég verið svo ótrúlega örugg en missti síðan allt traust á sjálfri mér og streittist gegn því sem var að gerast í líkama mínum með því að samþykkja að fara á spítala.“ Ákveðin fæðingarþráhyggja hel- tók Ronju eftir að Valkyrja kom í heiminn og sankaði hún að sér öllu efni sem hún komst í um fæðingar. Eftir heilmikla rannsóknarvinnu fékk hún ákveðna hugljómun. „Ég rakst á fæðingarsögu frá konu, sem var fyrrverandi ljósmóðir og hafði fætt öll sín börn sjálf, bara heima með manninum sínum.“ Þetta var vendipunktur í líf i Ronju. „Það talar enginn um að þú getir gert þetta sjálf en um leið og ég heyrði þetta þá var það svo Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Ronja Mogensen tók þá ákvörðun að eignast dóttur sína ein og óstudd á heimili sínu í miðbænum. Hún segir fæðingar vera náttúrulegan viðburð og vildi sjálf forðast óþarfa inngrip af hendi heilbrigðisstarfsfólks. Mikilvægast finnst Ronju að konur fái sjálfar að velja þær aðstæður sem þeim líður best í til að fæða börnin sín, sama hvar það er. Fæðing eldri dóttur Ronju var að hennar sögn mun erfiðari. „Mér leið mér eins og það væri verið að biðja mig um að kúka á mig fyrir framan þúsund manns. Fyrir mér var mun einfaldari lausn að gera þetta sjálf heima hjá mér,“ segir Ronja Mogensen um heimafæðingu dóttur sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ↣ ÉG TREYSTI LÍKAMA MÍNUM OG ÉG TREYSTI KONUM TIL AÐ VITA HVAÐ ER ÞEIM OG BÖRNUNUM ÞEIRRA FYRIR BESTU. Kristlín Dís Ingilínardóttir kristlin@frettabladid.is 1 0 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 0 -F D B 8 2 3 9 0 -F C 7 C 2 3 9 0 -F B 4 0 2 3 9 0 -F A 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.