Fréttablaðið - 10.08.2019, Síða 84

Fréttablaðið - 10.08.2019, Síða 84
VIÐ SETJUM BÓKINA ÞANNIG UPP AÐ AUÐVELT ER AÐ NOTA HANA ÁN ÞESS ENDILEGA AÐ FARA EFTIR OKKAR ÚTSETNINGU, EN ÞÓ HÆGT AÐ STYÐJAST VIÐ HANA EF ÞESS ÞARF. Nótnabókin Íslensk þjóðlög í útsetning­um Guitar Is lancio er nýkomin út . „Þetta eru íslensk þjóðlög í útsetn­ ingum Guitar Islancio, 22 þjóðlög af um 60 sem við höfum hljóðritað á geisladiska í gegnum árin,“ segir Jón Rafnsson sem hefur veg og vanda af nótnabókinni. Tríóið Guitar Is­ lancio var stofnað árið 1998 og allt frá því hafa félagarnir í tríóinu, Jón, Björn Thoroddsen og Gunnar Þórð­ arson, lagt mikla rækt við íslensku þjóðlögin og hafa spunnið við þau þannig að einfaldar laglínur fá á sig nútímalegan blæ, í senn íslenskan og alþjóðlegan. Bók á leið til Georgs Nótnabókin á sér langan aðdrag­ anda en Jón segir að hugmyndin að henni hafi fyrst látið á sér kræla fyrir 20 árum. „Dag einn var ég að hjálpa vini mínum í hljóðfæraverslun í Reykjavík og inn kom maður sem reyndist vera austurrískur tónlist­ armaður. Hann sagði mér að hann hefði keypt geisladisk með íslenskri hljómsveit og spurði hvort mögu­ leiki væri á að fá lögin á nótum. Ég spurði hvaða hljómsveit þetta væri. Hann svaraði: Guitar Islancio. Ég sagði honum að hann væri að tala við bassaleikara tríósins. Ég sagði honum að til væri 900 blaðsíðna doðrantur, þjóðlög séra Bjarna Þor­ steinssonar, sem gagnaðist honum vitanlega ekki neitt. Þá hugsaði ég með mér að kannski væri möguleiki á að búa til nótnabók. Nú er þessi bók á leið í pósti til hans Georgs í Vínarborg sem gaf mér hugmyndina. Og ég sannfærðist alveg um að þessa bók yrði ég að gera þegar við félagarnir fórum á árunum 2007 og 2008 í allflesta grunnskóla landsins í verkefninu „Tónlist fyrir alla“. Við sendum á undan okkur útsetningar af þjóðlögum sem við svo fluttum með nemendum á tónleikum í skólunum og þar léku krakkarnir með okkur á þau hljóðfæri sem þau voru að læra á og þau sem ekki voru í hljóðfæranámi tóku þátt með söng, sem sagt, allir voru með. Margir kennarar, bæði tónmennta­ og bekkjarkennarar, höfðu orð á að þessar útsetningar þyrftu að vera aðgengilegar og við setjum bókina þannig upp að auðvelt er að nota hana án þess endilega að fara eftir okkar útsetningu, en þó hægt að styðjast við hana ef þess þarf.“ Mikil og góð aðstoð Auk þjóðlaganna á nótum geymir bókin ýmsan fróðleik um lögin og ljóðin sem þeim fylgja. Sá texti er á íslensku, ensku og þýsku. Jón segist hafa fengið mikla og góða aðstoð úr mörgum áttum. „Sérstaklega varð­ andi fróðleik um þjóðlögin og það að birta rétta útgáfu af ljóðunum svo ég tali ekki um að skrifa upp nóturnar en Aðalheiður Þorsteins­ dóttir, píanóleikari og séní, sá um það.“ Hann segir bókina vera fram­ hald af safndiski sem tríóið gaf út fyrir tveimur árum en á honum eru 14 af þeim þjóðlögum sem finna má í nótnabókinni. Vínylplata með 12 þjóðlögum er svo væntanleg í haust. Sama útlit er á bókinni, disknum og plötunni. Óhætt er að segja að Guitar Is­ lancio hafi notið velgengni í þau rúmu 20 ár sem tríóið hefur starfað en á þeim tíma hafa selst milli 30­40 þúsund geisladiskar með tríóinu sem hefur spilað um alla Evrópu, Ameríku, Kanada, Kína og Japan. Jón segir að frekari spilamennska sé á dagskrá í Kanada og þar er áhugi á að gefa nótnabókina út. Hún er þegar komin í sölu í Þýskalandi og til stendur að gefa hana út í Skand­ inavíu. Þjóðlög á nótnabók með alls kyns fróðleik Jón og afadrengirnir Daði Brimar og Viktor Breki Sturlusynir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is SÝNINGARAÐSTAÐA OG VINNUSTOFA Í ÁSMUNDARSAL 2020 Ásmundarsalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar. Kostur er ef fleiri en eitt listform mætast í sýningu. Einnig er óskað eftir umsóknum um aðstöðu fyrir vinnustofu listamanns í Gunnfríðargryfju til tveggja mánaða í senn. Umsóknir skulu berast á netfangið asmundarsalur@asmundarsalur.is fyrir 10. september næstkomandi en með umsóknunum skulu fylgja: Fullt nafn listamanns Lýsing á fyrirhugaðri sýningu/viðburði/verkefni Fylgiskjöl – ferilskrá, myndir af verkum, textar o.þ.h. Vefsíða listamanns ef við á Ásmundarsalur er sjálfstætt starfandi sýningarsalur sem leggur til aðstöðu og vinnustofu fyrir listamenn í miðbæ Reykjavíkur. Nótnabók með íslenskum þjóðlögum í útsetningum Guitar Islancio er komin út. Jón Rafnsson fékk hugmyndina að bókinni fyrir 20 árum. Vínylplata með 12 þjóðlögum er væntanleg. 1 0 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 0 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 0 -E 0 1 8 2 3 9 0 -D E D C 2 3 9 0 -D D A 0 2 3 9 0 -D C 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.