Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.03.2019, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 14.03.2019, Blaðsíða 6
verður haldinn fimmtudaginn 21. mars nk. á sal MSS í Krossmóa kl. 20:00. Á dagskrá verða hefð- bundin aðalfundarstörf. Aðalfundur Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (SHSS) Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030 Hlíðahverfi og Efra Nikelsvæði ÍB28 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 8. október 2018 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Reykjanes- bæjar 2015-2030 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í sameiningu íbúðasvæðis ÍB29 undir ÍB28. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 24. september 2018 í mkv. 1:17.500. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfest- ingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar Um 9500 manns lögðu leið sína á Safnahelgi á Suðurnesjum þetta árið en aldrei áður hafa eins margir sótt Suðurnesin heim í tengslum við þessa hátið sem haldin var í ellefta sinn. Bæði söfn og einstaklingar lögðu grunn að fjölbreyttri hátíð þar sem menning og afþreying var í boði fyrir alla aldurshópa. Met voru slegin á nánast öllum söfnum sem tóku þátt og ljóst að Suðurnesjamenn og nærsveitunga þyrstir í menningu. Auk safna- helgar þá var Menningarviku Grindavíkurbæjar ýtt úr vör þessa helgi. Ljósmyndarar tóku meðfylgjandi myndir í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. Gestir á tónleikum Söngvaskálda um Elly Vilhálms í Hljómahöllinni sl. fimmtudag fengu óvæntan bónus þegar leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir ásamt Sigurði Guðmundssyni mættu og tóku fjögur lög. Katrín hefur undanfarin tvö ár sungið á söngskemmtuninni um Elly í Borgarleikhúsinu við metaðsókn. Þau Sigurður og Katrín mættu við lok tónleikanna og settu punktinn yfir i-ið á vel heppnuðum tónleikum Söngvaskálda þar sem ferill Ellyjar var rakinn í máli, myndum og tónum. Öll bestu lög sem Elly söng á sínum tíma, ýmist ein, með Vilhjálmi bróður sínum eða öðrum, hljómuðu í Hljómahöllinni þetta kvöld. Elly var söngdíva landsins um árabil og var mjög áberandi í tónlistarlífi landsmanna á sínum tíma. Tríóið með þeim Dagnýju Maggýjar, Elmari Þór Haukssyni og Arnóri Vilbergssyni fluttu sögu söngdívunnar og gerðu það mjög vel en þessi tónleikaröð þeirra hefur endurspeglað hvað Suður- nesjamenn hafa verið öflugir í tónlistarlífi landsins í langan tíma. Lokatónleikar Söngvaskálda á þessu ári verða um Jóhann G. Jó- hannsson í apríl en hann var einn af mörgum Suðurnesjamönnum sem settu svip á tónlistarheiminn á Íslandi með lögum sínum. pket@vf.is Katrín Halldóra, „nýja“ Elly mætti með Sigurði Guðmundssyni og þau tóku fjögur lög á tónleikunum.Katrín og Sigurður með Söngvaskálda-tríóinu, Elmari, Dagnýju og Arnóri. VF-myndir/pket. Nýja Elly mætti óvænt á tónleika Söngvaskálda MENNING OG AFÞREYING Á SAFNAHELGI Suðurnesjamenn og nærsveitunga þyrstir í menningu VERIÐ VELKOMIN Á SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM SAFNAHELGI Á SUÐURNESJU M DAGANA 9.–10 . MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN VERIÐ VELKOMIN Á SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM SAFNAHELGI Á SUÐURNESJU M DAGANA 9.–10 . MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN VERIÐ VELKOMIN Á SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM SAFNAHELGIÁ SUÐURNESJUMDAGANA 9.–10. MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN VERIÐ VELKOMIN Á SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM SAFNAHELGI Á SUÐURNESJU M DAGANA 9.–10 . MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN VERIÐ VELKOMIN Á SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM AFNAHELGI Á SUÐURNESJU M DAGANA 9.–10 . MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN VERIÐ VELKOMIN Á SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM SA AH LGI Á SUÐURNESJUMDAGANA 9.–10. MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN 6 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.