Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.03.2019, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 14.03.2019, Blaðsíða 9
í krukkumat. En ef rétturinn er eldaður frá grunni stjórnar maður því algjörlega sjálfur. Það er nefnilega ekkert alltaf mikil fyrirhöfn. Maður heldur það oft á tíðum og miklar þetta fyrir sér en sú er ekki raunin,“ segir Bjarki. Í stað þess að kaupa til dæmis tilbúið pestó útbúa þeir það sjálfir. „Við höfum lært það að maður verður að bera virðingu fyrir öllu hráefni.“ Í áttina að Reykjanesbæ Bjarki er fæddur og uppalinn í Keflavík en saga Antons er örlítið flóknari. „Ég byrja á því að fæðast í Úkraínu og flutti svo til Íslands þegar ég var tólf ára. Þá bjó ég í Vestmannaeyjum, flutti svo til Reykjavíkur, þaðan til Garðabæjar og svo kom ég hingað. Ég hef alltaf færst nær og nær Reykjanesbæ. Það er eitthvað við þennan stað. Ég elska að búa hérna,“ segir Anton. Þó Matarmenn nái einstaklega vel saman eru þeir ólíkir að mörgu leyti. Anton er skipulagðari og fylgir uppskriftunum oftast nákvæmlega á meðan Bjarki leyfir sér meira að „dassa“. Þeir vinna þó vel saman og skipta hlutverkunum jafnt sín á milli. „Við erum svolítið yin og yang. Anton vill ekki kúfulla skeið. En maður þarf ekki að fylgja uppskriftum alveg upp á tíu. Það má alveg fara aðeins út fyrir,“ segir Bjarki. Þá bætir Anton við að það sé ótrúlegt hvað Bjarki hafi góð áhrif á sig. „Ég verð bara einhvern veginn rólegri í kringum hann. Ef ég byrja á einhverju þá er Bjarki bara byrjaður á einhverju öðru. Þetta smellur einhvern veginn allt saman hjá okkur,“ segir hann. Þrettán ára myndband frá Indlandi Matarmenn notast mikið við netið til að afla sér upplýsinga um matargerð og þegar þeir tóku upp fyrsta þáttinn fyrir Instagram ákváðu þeir að gera indverskan mat. „Við vildum byrja þetta með svolítilli sprengju. Indverskur matur er eitthvað sem flestir tengja við og við ákváðum að gera tikka masala og naan-brauð en okkur vantaði uppskrift. Við fórum þá bara á YouTube og fundum eitthvað þrettán ára gamalt mynd- band með gamalli, indverskri konu sem var tekið upp á eldgamla myndavél. Við bara horfðum á þetta myndband, sáum þessa gömlu konu og hugsuðum báðir: „Við treystum þessari konu.“ Enda voru naan-brauðin geggjuð.“ Svona hafa Matarmenn reddað sér, hvort sem það er í gegnum YouTube-myndbönd frá Ind- landi eða sjónvarpsþætti Gordon Ramsey. Þeir eru hvorugir lærðir kokkar en hafa báðir mikinn áhuga á því að sækja námskeið tengd matar- gerð. „Við förum alltaf í mikla rannsóknarvinnu fyrir þættina okkar og svo notum við okkar „Matarmannainnsæi“, eins og ég kalla það, og gerum þetta svolítið að okkar,“ segir Anton og Bjarki bætir því við að þeir séu ekkert að finna upp hjólið þegar kemur að matargerð. „Við notumst alltaf við einhvern grunn en það er árið 2019 og þegar búið að finna upp flest allt í matargerð, þannig séð. En við reynum að gera uppskriftirnar að okkar.“ Gítar og grín í boði fyrir saumaklúbba Matarmenn eru nú orðnir bloggarar hjá Gulur, rauður, grænn & salt (grgs.is) en að þeirra sögn er margt annað í pípunum hjá þeim félögum. „Eitthvað af því hefur ekki verið gert opinbert svo við getum ekki sagt frá því strax. En annars mun sá tími koma að við opnum heimasíðuna Matarmenn.is, það verður gert þegar tími gefst.“ Aðspurðir hvort þeir hefðu áhuga á því að gerast sjónvarpskokkar eru þeir ekki lengi að svara. „Það væri náttúrlega bara draumur.“ Í dag getur fólk haft samband við Matarmenn og bókað þá fyrir minni veislur, svo sem í sauma- klúbba. „Við eldum, græjum kokteila og höfum mjög gaman af þessu. Svo er aldrei að vita nema það verði smá gítarspil líka,“ segir Bjarki hress en Anton sér þá um að taka piparstaukinn með. „Við erum ótrúlega ánægðir með viðtökurnar og erum eiginlega bara smá klökkir. Við gjör- samlega elskum þetta.“ Innslag með Matarmönnum verður í Suður- nesjamagasíni vikunnar – ekki missa af því! Við bara horfðum á þetta myndband, sáum þessa gömlu, indversku konu og við hugsuðum báðir: Við treystum þessari konu ... Tikka masala réttur þeirra félaga. Enginn krukkumatur hjá Matarmönnum. Bjarki Þór með nýbakað bananabrauð. www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS? Glæsilegur og vel útbúinn pallbíll með 3.0 lítra, 258 hestafla, V6 dísilvél, 580 Nm togi, sjálfvirkum vélarhitara, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, regn- og birtuskynjara, Xenon/led aðalljósum og 18” álfelgum. Volkswagen Amarok verð frá 8.290.000 kr. Hannaður með þarfir iðnaðar- manna að leiðarljósi og með átta þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Fjöldi útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Volkswagen Crafter verð frá 6.220.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. Volkswagen Caddy verð frá 2.870.000 kr. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðan- legum vinnuþjarki. Fullkomin stöðugleikastýring, spólvörn og sjö þrepa sjálfskipting. Volkswagen Transporter verð frá 4.590.000 kr. 9MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 14. mars 2019 // 11. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.