Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.03.2019, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 14.03.2019, Qupperneq 11
Tafir við framkvæmdir koma niður á þjónustu Sandgerðishafnar Hafnarráð Sandgerðishafnar lýsti á fundi sínum í lok febrúar vonbrigðum með tafir sem orðið hafa á framkvæmdum við Suðurgarð Sandgerðishafnar. Þar er unnið að endurbótum m.a. með því að reka niður nýtt stálþil. Á fundinum var farið yfir framgang framkvæmda við Suðurgarð. Verkið hefur tafist og ekki gengið eins og upp var lagt með. Hafnarráð lýsir vonbrigðum með tafir verksins, sem kemur niður á þjónustu hafnarinnar og starfsemi. Allir komu þeir aftur Allir komu þeir aftur. Er þetta ekki flott lína til þess að byrja pistil? Fæ kannski ekki nóbelsverðlaun fyrir þessa byrjun. En jú, það sem ég á við er að núna eru allir bátar komnir suður til veiða sem hafa verið út landi. Fyrir utan bátana sem voru sendir norður, Óli á Stað GK og Guðbjörg GK. Guðbjörg GK er með um 40 tn. í sjö róðrum og Óli á Stað GK með 31 tn. í sjö túrum, engin mokveiði hjá þeim þarna. Aftur á móti hefur verið hörkuveiði hjá bátunum frá Grindavík og Sand- gerði. Ef við rennum yfir línubátana þá er Valdimar GK með 217 tn. í tveimur róðrum og mest 119 tonn. Sturla GK 213 tn. í tveimur róðrum, Kristín GK 155 tn, í tveimur og mest 102 tonn. Jóhanna Gísladóttir GK 140 tn. í einum róðri, Hrafn GK 139 tn í tveimur og Fjölnir GK 117 tn. í einum. Af minni bátunum, þá er Hafdís SU hæstur með 71 tn. í sex róðrum en báturinn rær frá Sandgerði. Sandfell SU er með 68 tn. í sjö. Sandfell SU hét áður Óli á Stað GK og er systur- bátur núverandi Óla á Stað GK. Um borð í Sandfelli SU eru þeir feðgar Rafn og Örn sem eru skipstjórar á bátnum og en hann er í eigu loðnu- vinnslunar á Fáskrúðsfirði. Daðey GK með 66 tn. í níu, Dóri GK 55 tn. í fimm róðrum, Hulda GK 45 tn. í sex, Gísli Súrsson GK 43 tn. í fimm, Vésteinn GK 43 tn. í fjórum og mest 19,6 tonn. Auður Vésteins SU 36 tn. í fjórum róðrum. Sævík GK er með 70 tn. í sjö, Von gK 59 tn. í fimm og mest 13,8 tonn. Dúddi Gísla GK 54 tn. í fimm og mest 15,2 tonn. Bergur Vigfús GK 46 tn. í fimm og mest 13 tonn. Steinunn HF 39 tn. í fimm en báturinn landar í Sandgerði. Beta GK 34 tn. í fjórum. Síðan eru það enn minni bátar, því að tveir bátar úr Sandgerði hafa mok- veitt og komið í land má segja kjaft- fullir af fiski. Þetta eru Addi Afi GK sem er með 26 tn. í fjórum og mest 8,9 tonn í róðri og Guðrún Petrína GK sem er með 32 tonn í aðeins fimm róðrum eða um sex tonn í róðri. Mest 8,9 tonn í róðri. Birta Dís GK er með 4,9 tonn í einum róðri. Allir bátarnir sem eru nefndir að ofan eru allir á línu. Ef við kíkjum á netabátana og byrjum á Bergvík GK þá er hún með 45 tn. í sjö og mest 10,5 tonn í róðri. Erling KE 136 tn. í sjö. Grímsnes GK 86 tn. í átta og mest 20,2 tonn. Maron GK 65 tn. í átta og mest tólf tonn. Þorsteinn ÞH 50 tn. í sex og mest fjórtán tonn. Halldór Afi GK 27 tn. í sjö róðrum og Hraunsvík GK 22 tn. í sjö. Allir netabátarnir landa í Sandgerði nema Hraunsvík GK sem er í Keflavík og Erling KE sem er í Grindavík og Keflavík. Dragnótabátarnir hafa fiskað vel. Sigurfari GK með 78 tn. í sex og mest 28 tonn. Siggi Bjarna GK 73 tn. í sex og mest 18,3 tonn, Benni Sæm GK 65 tn. Í sex og mest átján tonn. Aðal- björg RE 22 tn í fjórum róðrum. Aðalbjörg RE hefur nokkra sérstöðu meðal dragnótabátanna. Því að á meðan hinir bátarnir eru með stór- an hluta af afla sínum þorsk, þá er Aðalbjörg RE að mestu að eltast við kolann og t.d. af þessum 22 tonnum er þorskur aðeins 5,4 tonn. Ýsa 5,7 tonn og koli um átta tonn af aflanum. Enda er kvótastaða Aðalbjargar RE mjög sterk í kolanum. Hún er með um 116 tonna úthlutaðan kvóta í þorski en í kola 159 tonn. Búið er að millifæra á bátinn meiri kvóta og er þá þorskurinn um 180 tonn en kolinn um 390 tonn svo þetta skýrir að miklu leyti af hverju Aðalbjörgin RE fer meira í kolann enn þorskinn. Og jú kolinn er líka verðmeiri en þorskurinn en alveg hundleiðinlegt að gera að honum. Þegar undir- ritaður var sjálfur á sjónum og við lentum í kolanum þá kallaði ég hann alltaf sápu, t.d sólkolinn, þótt hann sér verðmætur, þá var hann sleipur eins og sápa. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is AFLA FRÉTTIR Bæjarhátíðir og brennur til skoðunar í Suðurnesjabæ Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að fela ferða-, safna- og menningarráði að fjalla um og gera tillögur um fyrirkomulag bæjar- hátíða í Suðurnesjabæ eftir árið 2019. Einnig á ráðið að fjalla um fyrirkomulag áramótabrenna. Í dag eru tvær bæjarhátíðir, ann- ars vegar Sólseturshátíð í Garði og hins vegar Sandgerðisdagar. Að auki hafa verið áramótabrennur í báðum sveitarfélögum í mörg ár. Þá var samþykkt að fela bæjarstjóra í samráði við mannauðsstjóra og starfs- fólk að gera tillögu um árlegan fögnuð starfsmanna eftir árið 2019. Tillögur eiga að berast bæjarráði eigi síðar en fyrir lok ágúst 2019. Byggðir verði tveir ungbarnaleikskólar Fræðsluráð Suðurnesjabæjar leggur til að skoðaður verði sá kostur að byggðir verði ungbarnaleikskólar í báðum byggðarkjörnum sveitarfélags- ins enda sýna tölur að þörfin er fyrir hendi. Þetta kemur fram í fundar- gerð ráðsins frá síðasta fundi þess. Þar var tekið fyrir minnisblað Róberts Ragnarssonar um ungbarnaleikskóla og minnisblað Magnúsar Stefánssonar af fundi um leikskólann Sólborg. Þá leggur fræðsluráð áherslu á að inntökureglur á leikskólum sveitar- félagsins verði samræmdar. Fræðslu- ráð bendir á að litið verði gagnrýnum augum á viðmiðunarreglur um rými á hvert barn með þarfir nútímaskóla- starfs á leikskólum í huga, einnig út frá lýðheilsufræðilegum sjónarmiðum barna og starfsfólks. S TA R F S S T Ö Ð : K E F L AV Í K U M S Ó K N I R : I S AV I A . I S/AT V I N N A U M S Ó K N A R F R E S T U R : 2 4 . M A R S Isavia óskar eftir að ráða aðstoðarmann í flugturn á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru miðlun flug- heimilda til flugmanna, vöktun og úrvinnsla skeyta í flugstjórnarkerfi. Skráning í gagnagrunna, tölfræði og önnur verkefni frá stjórnendum. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Páll Tryggvason, deildarstjóri, á netfangið bjarni.tryggvason@isavia.is. Hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Tölvukunnátta og góður skrifhraði á tölvu æskilegur • Mjög góð enskukunnátta (lágmark ICAO level 4) • Nákvæm og öguð vinnubrögð • Reglusemi og snyrtimennska A Ð S T O Ð A R M A Ð U R Í F L U G T U R N Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I ? Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum. Dragnótabáturinn Aðalbjörg RE hefur verið á kolaveiðum að undanförnu. 11FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 14. mars 2019 // 11. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.