Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.03.2019, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 14.03.2019, Qupperneq 16
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir MUNDI S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Ég er bólusettur. Fékk eina rauða á nefið ... Fyrir mánuði ritaði ég lokaorð þar sem ég þakkaði þingmönnum Suður- kjördæmis fyrir slaka frammistöðu fyrir hönd Suðurnesja á þingi. Ég óskaði eftir því, í framhaldi þeirrar greinar, að bæjarstjóri Reykjanes- bæjar tæki að sér að skipuleggja fund með kjósendum á Suðurnesjum og þingmönnum. Ekkert hefur frést af því máli. Oddný Harðardóttir hefur lagt fram þingsályktunartil- lögu um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Þetta sama mál lagði hún fram á síðasta þingi en það dó í nefnd. Oddný fær rós í hnappagatið fyrir að reyna. Nýjustu fréttir sem við fáum af Suður- nesjum og landsmálunum er það að óþarfi sé að bólusetja börn hér við mislingum en það er nauðsynlegt að gera það í öðrum landshlutum. Fær mann til að hugsa ekki satt? Sökum aðgerðarleysis bæjarstjór- ans í skipulagi fundarins sem ég fól honum hér fyrir mánuði síðan, mun ég taka verkið að mér sjálfur. Þeir sem þekkja mig vita hvernig ég vinn. Fundurinn verður haldinn fyrir 13. apríl næstkomandi en sá dagur er mér mjög kær. Þingmenn Suðurkjör- dæmis verða boðaðir á fundinn ásamt völdum sveitarstjórnarmönnum. Ég treysti því að kjósendur láti sjá sig. Spennandi verður að sjá viðbrögð þingmannanna. Mæti enginn, þá er ljóst að kjósendur eru sáttir við ástand mála eins og það er. Það væri svar í sjálfu sér um að Suðurnesjamenn eru sáttir við að vera annars flokks þegnar ríkisins. LOKAORÐ Margeirs Vilhjálmssonar Annars flokks þegnar magasínS U Ð U R N E S J A á Hringbraut og vf.is öll mmtudagskvöld kl. 20:30 Þemadagar í Fjölbraut Tveir Suðurnesjamenn eru áberandi í herferð Krabbameinsfélagsins nú í Mottumars. Þeir Sveinn Björnsson og Davíð Ólafsson, báðir úr Reykja- nesbæ, eru þátttakendur í ljós- myndasýningu sem m.a. hangir uppi í Bókasafni Reykjanesbæjar. Þeir Sveinn og Davíð hafa báðir fengið ristilkrabbamein. Sveinn greindist vorið 2018 en Davíð greindist fyrst með ristilkrabbamein fyrir tveimur árum. Meinið tók sig síðan upp að nýju í janúar. Átakinu Mottumars var hleypt af stokkunum með ljósmyndasýningu í Bókasafni Reykjanesbæjar þar sem jafnframt var kynntur vefurinn karlaklefinn.is. Þar má m.a. sjá ítar- leg viðtöl við þá Davíð og Svein. Við opnun sýningarinnar léku þau Fríða og Smári úr Klassart nokkur lög og Mottumars-sokkarnir voru boðnir til sölu. Myndirnar voru teknar við þetta tækifæri. VF-myndir: Hilmar Bragi Davíð og Sveinn vekja athygli á Mottumars Davíð Ólafsson á ljósmyndasýningu. Sveinn Björnsson með pör af Mottumars-sokkunum sem eru seldir fyrir þarft málefni. Smári og Fríða Guðmundsbörn úr Klassart spiluðu og sungu. bmvalla.is FLOKKUM OG SKÝLUM Stílhrein og sterk sorptunnuskýli fyrir eina og upp í þrjár tunnur. Aukin flokkun kallar á fleiri sorptunnur og sorptunnuskýlin okkar eru sérstaklega hentug til að skýla þeim öllum. Við sendum heim að dyrum! TAKTU VEL Á MÓTI NÝJU TUNNUNNI KY NN INGARVER Ð 20%AFSLÁTTURTIL 15. APRÍL

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.