Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.2019, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 24.04.2019, Blaðsíða 6
Upphaf veiða og vinnslu á loðnu í Sandgerði Hvar haldið þið að loðna hafi verið brædd í fyrsta skipti á Íslandi og hvaða bátur sá um veiðarnar? Með þessum orðum mínum sem eru hér að ofan endaði síðasti pistill minn fyrir páska. Og þar sem ekkert hefur verið að gerast í páskafrínu nema að sjómenn og þeir sem vinna við veiðar og vinnslu sjávarafurða hafa verið að úða í sig mat og páskaeggjum þá er rétt að svara þessari spurningu um loðnuna. Þessi litli fiskur hefur skipt Ísland miklu máli undanfarin ár. Hann var reyndar litinn hornauga og sjómenn vildu ekki sjá þennan fisk, nema þá að línusjómenn veiddu hann og notuðu sem beitu við línuveiðar. Loðnuveiðar hófust ekki fyrr enn árið 1964 og Sandgerði á ansi stóran þátt í sögu loðnuveiða og -vinnslu hérna við land, sem kanski fáir taka eftir eða gera sér grein fyrir. Í Sand- gerði á þessum árum gerðu bræður frá Landakoti í Sandgerði, þeir Óskar Árnason (sem síðar var lengi með rækjuverksmiðju í Sandgerði undir sama nafni), Einar Árnason og Hrólfur Gunnarsson út bátinn Árna Magnússon GK 5. Hrólfur var skipstjóri á þessum báti. Guðmundur Jónsson frá Rafnkels- stöðum í Garði rak fiskvinnslu í Sandgerði á þessum árum og líka fiskimjölsverksmiðju, sem er í dag skammt frá húsnæði Fræðasetursins í Sandgerði. Fiskimjölsverksmiðjan var mest í að bræða fiskihrat frá fisk- vinnslunum í Sandgerði og Garði ásamt síld sem kom til Sandgerðis til löndunar og vinnslu þar. Á ár- unum fyrir 1964 stunduðu margir bátar síldveiðar um veturinn. Þegar loðnan gekk yfir síldarmiðin hjá bát- unum hættu svo til allir bátarnir veiðum, enda var þetta þannig að þegar loðnan kom í nætur bátanna fóru bátarnir í land og létu hreinsa loðnuna úr nótinni. Hrólfur Gunnarsson sem var, eins og fram kemur að ofan, skipstjóri á Árna Magnússyni GK lét, ásamt þeim bræðum Óskari og Einari, útbúa nót sem var 30 faðma djúp og 130 faðma löng og með mun smærri riðla en síldarnætur voru. Þeir fóru snemma í febrúar austur undir Hornafjörð og fengu 130 tonn af loðnu í bátinn en engin fiskimjölsverksmiðja vildi taka við aflanum og endaði þessi 130 tonna loðnuafli sem beita fyrir línu- sjómenn um öll Suðurnes og alveg vestur á Vestfirði. Hrólfur og áhöfnin á Árna Magnús- syni GK var búin að sýna fram á að það var hægt að veiða loðnu og í róðri númer tvö fengu þeir um 140 tonn af loðnu. Engin fiskimjölsverksmiðja vildi taka við loðnunni til bræðslu. Bræðurnir Óskar og Einar í Sandgerði, sem áttu Árna Magnússon GK, fóru á fund með Guðmundi Jónssyni frá Raf- nkelsstöðum í Garði og eftir gott spjall lét Guðmundur tilleiðast og ákvað að gera tilraun til að bræða loðnuna sem hann kallaði „verðlausan“ fisk. Hann ákvað að greiða helmingi minna fyrir loðnuna en greitt var þá fyrir síld. Það var ekki af því hann ætlaði sér að hlunnfara útgerð bátsins, heldur hafði hann einfaldlega enga trú á að það væri hægt að nýta loðnuna til mjölframleiðslu. Hann og fleiri urðu hins vegar hissa þegar ljós kom að loðnumjölið var mjög gott og hið sama má segja um lýsið. Í framhaldi af þessu fóru fleiri bátar á loðnuveiðar en þeir voru allir mun minni en Árni Magnússon GK. Allir bátarnir lönduðu í Sandgerði til bræðslu þar. Nefna má nokkra báta. Til dæmis landaði Tjaldur KE 87 tonnum í sex róðrum. Ver KE kom með 76 tonn í fimm róðrum. Víðir II GK, sem var í eigu Guðmundar, var með 101 tonn í einni löndun. Auð- björg RE með 155 tonn í átta róðrum. Freyja GK með 249 tonn í tíu róðrum. Guðbjörg GK með 61 tonn í tveimur róðrum. Hafborg GK með 35 tonn í þremur, Ingólfur KE 115 tonn í ell- efu róðrum, Sigurpáll GK með 350 tonn í tveimur róðrum en Sigurpáll GK var í eigu Guðmundar eins og Víðir II GK. Árni Magnússon GK var langaflahæstur loðnubátanna með 1025 tonn í níu löndunum og var öllum aflanum landað í Sandgerði og líka úr fyrsta túrnum sem fór í beitu út um allt. Þessi tilraun að senda bæði bátinn frá Sandgerði til loðnuveiða og líka að bræða loðnuna í Sandgerði marg- borgaði sig og var síðan loðnu landað í Sandgerði í yfir 40 ár eftir þetta. En í dag er því miður engri loðnu lengur landað á Suðurnesjum. Á myndinni með pistlinum má sjá fiskimjölsverksmiðjuna sem talað er um neðst í horninu vinstra megin. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is AFLA FRÉTTIR Við Suðurnesjamenn þekkjum vel breytingar í atvinnulífinu. Hér sveiflast atvinnuástandið að okkur finnst meira en á flestum öðrum stöðum. Við höfum fundið fyrir miklum sveiflum undanfarin þrettán ár og kannski erum við orðnir sérfræðingar í að bregðast við aðstæðum. Samfélagið okkar hefur ávallt snúið bökum saman þegar á þarf að halda og er engin breyting á því núna árið 2019 þegar enn eitt áfallið dynur yfir. Hér hafa aðilar ávallt unnið saman þegar þörf krefur og við í MSS höfum verið svo lánsöm að vera einn hlekkur í þeirri kveðju. Þegar einstaklingur missir vinnu sína þarf að mörgu að hyggja. Fyrsta spurningin er að sjálfsögðu hvernig ég sjái mér og mínum farborða á næstu misserum. Síðan er að takast á við þær félagslegu breytingar sem verða en atvinnumissir hefur mikil áhrif á daglegt líf og félagsleg tengsl einstaklingsins. Þá er að koma sér í aðra vinnu eða nýta tækifærið og efla færni og hæfni sína með það að markmiði að skipta um starfsvettvang eða verða eftirsóttari starfskraftur. Samfélagsleg skylda að bregðast við MSS hefur í tæp tuttugu ár sinnt at- vinnulífinu og einstaklingum sem hafa verið án vinnu og liggur mikil þekking hjá starfsfólki okkar. Með þessum skrifum vil ég minna þá sem standa nú í þessum sporum að hægt er að leita til okkar í MSS. Við höfum hér náms- og starfsráð- gjafa sem aðstoða einstaklinga til að takast á við þessa stöðu hvort sem það er með sjálfseflingu, markmið- asetningu, ferilskrárgerð, gerð kynn- ingarbréfs o.s.frv. Þjónusta þessi er öllum að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir. Við bjóðum einnig upp á ýmsar starfstengdar námsleiðir til eflingar á vinnumarkaðnum. Við lítum á það sem samfélagsskyldu okkar að bregðast við aðstæðum og vera virkur þátttakandi í viðbrögðum og uppbyggingu í samfélaginu. Fyrirlestrar í boði MSS Hluti af leið okkar til þess að bregð- ast við þörfum samfélagsins snýr að opinni fræðslu og stuðningi við þá sem takast nú á við breytingar og atvinnumissi. Við munum því bjóða upp á fyrirlestur með Jóhanni Inga Gunnarssyni sálfræðingi þann 7. maí kl. 12:00 þar sem lögð er áhersla á gagnlegar aðferðir til að takast á við breytingar við krefjandi að- stæður. Einnig munum við bjóða upp á fjármálanámskeið með Hauki Hilmarssyni þann 2. maí þar sem fjallað verður um hvernig hægt sé að takast á við fjármál okkar við tekju- missi. Á fyrirlestrinum er farið yfir öll þau verkfæri og ráð sem við getum gripið til strax við tekjumissi. Fjallað verður um andlegu hlið fjármálanna og hvernig við getum minnkað streitu og kvíða í fjármálum á óvissutímum. Við bjóðum einnig upp á tvo fyrir- lestra á ensku og pólsku. Þann 9. maí mun Monika Krus mannauðssér- fræðingur halda fyrirlestur á pólsku um hvernig hægt sé að takast á við erfiðar aðstæður og þann 16. maí verður fyrirlesturinn á ensku. Allir eru velkomnir á þessa fyrirlestra þeim að kostnaðarlausu en nauð- synlegt er að skrá sig á www.mss.is. Guðjónína Sæmundsdóttir Forstöðumaður MSS Breytingar í samfélaginu Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi sérstaklega að kynningu og sam- ráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu svo hægt sé að reka verksmiðjuna í sátt við íbúa svæðisins en stofnunin hefur tekið ákvörðun um matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum kísilvers Stakksbergs (áður United Silicon) í Helguvík. Fallist er á tillögu fyrirtækisins að matsáætlun með athugasemdum. Skipulagsstofnun segir í tilkynningu að í frummatskýrslu þurfi að koma fram hvernig þessum þætti hafi verið sinnt og sérstök áhersla lögð á sam- ráð um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast einna helst að. Athugasemdir Skipulagsstofnunar við matsáætlun • Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi sérstaklega að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu svo hægt sé að reka verksmiðjuna í sátt við íbúa svæðisins. Í frummatskýrslu þarf að koma fram hvernig þessum þætti hafi verið sinnt og sérstök áhersla lögð á samráð um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast einna helst að. • Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir mögulegri hámarksmengun við óhagstæð veðurskilyrði. • Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir styrk snefilefna og hvort og þá hvernig þau geti borist út í umhverfið. Mikilvægt er að gerð sé grein fyrir áhrifum breytilegs afls ofna á loftgæði og viðbragðsáætlun ef ofnar séu ekki á fullu álagi. • Skipulagsstofnun bendir á að í mörgum athugasemdum almenn- ings við tillögu að matsáætlun eru ábendingar frá fólki sem hefur fundið fyrir óþægindum og veikindum þegar kísilverið starfaði. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir áhrifum kísil- versins á heilsu þar sem megináhersla verði lögð á afleidd áhrif á heilsu af loftgæðum einkum af völdum mengunarefna og lyktar frá verk- smiðjunni. • Í frummatsskýrslu þarf að fjalla um þann kost að ræsa ekki verksmiðjuna aftur. Einnig þann kost að framleiðsla verði minni en fyrirhuguð áform um 100.000 tonna ársframleiðslu geri ráð fyrir. • Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir fráveitu og hugsanlegum áhrifum á grunnvatn vegna fram- kvæmdarinnar. Jafnframt þarf að gera grein fyrir áhrifum áætlaðra tæknilegra úrbóta á loftgæði, styrk og dreifingu efna. Einnig þarf í frum- matskýrslu að leggja mat á samfélags- þætti líkt og vinnumarkað og íbúa- þróun á nærsvæði kísilversins. Að auki þarf að fjalla nánar um ásýndar- breytingar vegna uppbyggingarinnar og sýna þarf ásýndarbreytingar frá fleiri sjónarhornum sem séu upp- lýsandi fyrir íbúa í nálægu þéttbýli. Í frummatsskýrslu þarf að fjalla um þann kost að ræsa ekki verksmiðjuna aftur. KYNNING OG SAMRÁÐ VIÐ ÍBÚA MIKILVÆGT SVO HÆGT SÉ AÐ REKA KÍSILVER Gera þarf grein fyrir mögulegri hámarksmengun við óhagstæð veðurskilyrði. UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM 6 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.