Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.2019, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 24.04.2019, Blaðsíða 14
HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar auglýsir óverulega breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur 2010–2030 Breytt landnotkun á lóð Verbrautar 1 Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi sínum þann 26. mars 2019 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að landnotkun á lóð Verbrautar 1 verður hafnarsvæði í stað samfélagsþjónustu áður. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 4. janúar 2019. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Grindavíkurbæjar. Sigurður Ólafsson Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Aalborg Portland Íslandi óskar eftir að ráða meiraprófsbílstjóra í sumarafleysingar í birgðastöð fyrirtækisins í Helguvík. Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur á Suðurnesjum. Aalborg Portland Íslandi ehf (APÍ) hefur starfað hér á landi frá árinu 2000 við innflutning, sölu og dreifingu á hágæðasementi. Félagið rekur tvö 6 þúsund tonna síló fyrir sement í Helguvík í Reykjanesbæ. Bílstjórar félagsins dreifa sementi um allt land á sementssíló við- skiptavina. Pakkað sement frá Aalborg Portland er selt í helstu bygg- ingavöruverslunum og múrbúðum víða um land. Hæfniskröfur Meirapróf og reynsla af akstri vörubíla með tengivagna Reynsla af viðhaldi vörubíla er kostur Góð samskiptahæfni og reglusemi Upplýsingar veitir: Ingþór Guðmundsson, ingo@aalborg-portland.is Umsóknarfrestur er til 2. maí 2019. Umsóknir skulu sendar á netfangið ingo@aalborg-portland.is ásamt ferilskrá Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn formaður á aðalfundi Ungmennafélags Njarðvíkur sem haldinn var 10. apríl á 75 ára afmæli félagsins. Fram kom að rekstur félagsins er góður og jákvæður hjá öllum deildum félagsins. Stjórn félagsins er óbreytt. Gestir frá ÍSÍ og UMFÍ mættu á fund- inn og afhentu viðurkenningar. Helga Jóhannesdóttir, stjórnarmaður frá UMFÍ, færði félaginu áritaðan platta og blóm í tilefni afmælisins. Þráinn Hafsteinsson, formaður þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, afhenti formönnum þriggja deilda UMFN, knattspyrnu-, körfuknattleiks- og sunddeildinni endurnýjun á vottun sem fyrir- myndarfélag/-deild ÍSÍ. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri, óskaði félaginu til hamingu og talaði um gott samstarf félagsins við Reykjanesbæ og nauðsyn þess að ungmenna- og íþróttafélög væru öflug þar sem þau skiluðu ómetan- legu starfi í barna- og unglingastarfi. Á fundinum var Ólafi Eyjólfssyni veitt gullmerki félagsins og Thor Hall- grímsson fékk silfurmerki. Brons- merki fengu Harpa Kristín Einars- dóttir, Guðný Björg Karlsdóttir og Hjörvar Örn Brynjólfsson. Einnig var Leifi Gunnlaugssyni veitt gullmerki með lárviðarsveig á lokahófi knatt- spyrnudeildarinnar sem fram fór í október 2018. Ólafsbikarinn sem afhentur hefur verið síðan 2003 hlaut að þessu sinni Harpa Kristín Einarsdóttir fyrir störf sín fyrir sunddeild UMFN en Ólafur Thordersen afhenti bikarinn. UMFN í góðum gír á 75 ára afmælinu Á aðalfundinum voru nokkrir UMFN félagar heiðraðir fyrir góð störf. Knattspyrnu-, körfuknattleiks- og sunddeildirnar fengu endurnýjun á vottun sem fyrirmyndarfélag/-deild ÍSÍ. Ólafur formaður fékk gullmerki en líka afmælisplatta frá Ungmennafélagi Íslands. Dagana 25.–27 apríl fer fram Evrópumeistaramótið í keltneskum fang- brögðum í íþróttahúsi Akurskóla. Glímusamband Íslands skipuleggur mótið og júdódeild Njarðvíkur kemur einnig að skipulaginu. Þetta er stærsti viðburður sem hald- inn er undir merkjum Keltneska fang- bragðasambandssins, eða FILK eins og það er kallað, og stærsta verkefni sem júdódeild UMFN hefur komið að. Bestu fangbragðamenn Evrópu taka þátt á þessu móti. Mótið er mikil þrekraun því að keppt er í þremur ólíkum greinum fangbragða á þremur dögum. Að þessu sinni verður keppt í glímu, Backhold og Gouren. Njarðvíkingar eiga þrjá landsliðsmenn að þessu sinni. Það eru þau Ingólfur Rögn- valdsson, Bjarni Darri Sigfússon og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir. Júdódeild Njarðvíkur skorar á Suður- nesjamenn að koma og styðja okkar fólk. Mótið byrjar á fimmtudaginn klukkan 15:00 á setningarathöfn og þar á eftir er keppni í glímu. Á föstu- dag og laugardag verður svo keppt í Gouren og Backhold, segir í frétt frá félaginu. Bestu fangbragða- menn Evrópu mæta í Akurskóla Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is 14 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.