Víkurfréttir - 02.05.2019, Blaðsíða 12
Rekstur stóriðju í Helguvík átti að
vera sterkt innlegg í atvinnulíf á
Suðurnesjum fyrir rúmum áratug
og aftur fyrir nokkrum árum. Þeir
félagar eru ekki alveg á sömu nótum
hvað varðar rekstur í Helguvík.
Guðbrandur: „Stóriðnaður í nágrenni
sveitarfélags getur haft mjög slæm
áhrif á heilsufar íbúa. Þá skoðun hef
ég sem núverandi bæjarfulltrúi og
sem fyrrum formaður stéttarfélags.
Þá bar mér einnig að gæta að vel-
ferð íbúa á hvaða hátt sem það er.
Mér finnst þetta ekki allt byggjast
á því að búa til atvinnu sama hvað.
Einhvern tímann fengum við þá fyrir-
spurn að ef menn ætluðu að heimila
hassreykingar á Íslandi, hvort menn
mættu setja upp hassverksmiðju í
Helguvík. Jú það hefði getað gefið
bænum tekjur en ég er ekki viss um
að ég hefði samþykkt það. Já, það er
ýmislegt sem fólk veltir fyrir sér, nú
þegar þessi umhverfislegu sjónarmið
eru að verða sterkari og sterkari. Ég
er svo uppnuminn af þessari ungu
sænsku stelpu, Grétu, sem fer um
allan heiminn og talar við stjórn-
málamenn um náttúruvernd. Það
að fara að brenna kolum í Helguvík
styður það ekki að við reynum að laga
þetta ástand sem við erum búin að
skapa hér í árhundruðir. Við þurfum
einhvern tímann að fara að snúa við
blaðinu og ég ætla bara að standa
fastur í hælana hvað það varðar.
Ég veit um fólk sem veiktist þegar
kísilverið starfaði. Menn vita svo sem
ekkert hvað olli þessari vondu lykt
en sem innihélt efni og hafði áhrif
á fjölda fólks. Bæjarfulltrúar fundu
þetta á eigin skinni líka, hafði slæm
líkamleg áhrif á marga þeirra. Það er
bara spurning hvort við þurfum ekki
að fara að endurskoða stöðu okkar
sem manneskjur. Er allt fengið með
auknum hagvexti? Getum við ekki
farið að líta einhvern veginn öðruvísi
á þetta? Stóriðnaður er ekki góður
iðnaður.“
Kristján: „Þetta tengist svolítið um-
ræðunni sem við vorum í áðan, þegar
það var mjög mikið atvinnuleysi og
hvernig staðan var hér fyrir ein-
hverjum árum. Ég man eftir mjög
mörgum aðgerðum, einu sinni átti að
setja upp pípuverksmiðju í Höfnum,
álverið náttúrulega í Helguvík bara
kom en varð ekki. Ástæðan fyrir því
að menn settu niður þessa verksmiðju
liggur í stöðunni sem var þá á vinnu-
markaði hér suðurfrá. Það var gríðar-
lega mikið atvinnuleysi. Ástandið var
slíkt að bæjarstjórn hefði jafnvel sett
niður þetta kísilver í skrúðgarðinn
hefðu hinir bara beðið um það því
það var svo mikil örvænting. Menn
voru til í hvað sem var á þeim tíma.
Ég legg mikið upp úr því að menn
starfi eftir lögum og reglum. Mér er
spurn, það er kísilver í Kristiansand í
Noregi mjög nálægt mannabyggð og
þar gengur þetta vel. Það var auðvitað
mikið áfall þegar þessari verksmiðju
var lokað í Helguvík því þarna voru
mörg verðmæt störf sem töpuðust.
Menn verða að fara að lögum og
reglum. Vandræðagangurinn núna
fyrir norðan sýnir fram á það að þetta
er ekki allt gott, þeir eru greinilega
ekki að valda þessu. Ég veit ekki hvort
þetta kísilver í Helguvík fer af stað
aftur. Þeir nota það alveg miskunnar-
laust hjá Arion banka að ef þeir fá
ekki heimild til að opna verksmiðjuna
aftur þá fara þeir í skaðabótamál við
Reykjanesbæ. Þeir hóta þessu að ef
þeir fái þetta ekki þá munu þeir fara
í mál og þarna erum við að tala um
minnst ellefu tólf milljarða.“
Guðbrandur: „Vandamálið í þessu er
að á þessum tímapunkti eins og Krist-
ján bendir á sem var á þessum tíma,
var almenningur öðruvísi þenkjandi
og tilbúinn til að byggja upp stóran
iðnað, atvinnuástandið var það slæmt.
Í dag eru þessar aðstæður allt aðrar
og breyttar. Nú er mun meiri um-
hverfisvitund á meðal íbúa. Menn
tóku þessa ákvörðun í allt of þröngum
hópi. Þið munið hvernig fór með Hita-
veitu Suðurnesja á sínum tíma þegar
hún var seld. Þá gengu menn hús úr
húsi og söfnuðu undirskriftum gegn
sölunni en á það var ekki hlustað.
Þegar svona stór verkefni fara af stað
þá þarf að gefa íbúunum rödd, að þeir
hafi eitthvað um málin að segja. Ef
þessar verksmiðjur eiga að fara í gang
aftur þá þarf að koma til einhvers
konar samráð við íbúana og ég ætla
að standa fast á því og mun beita mér
fyrir því sem bæjarfulltrúi.“
Kristján: „Nú er það svo komið að
hagsmunir meirihluta eigenda Hita-
veitunnar ganga fyrir, að þeir stjórna
orkuverði hér hjá okkur. Þegar eigand-
inn segist vilja fá meiri arð þá er sótt í
íbúana og orkureikningurinn hækkar.
Þarna eru menn komnir nánast með
skattlagningarvald á íbúana, mér
hugnast það ekki. Ég hef allan tímann
verið á móti því að hafa selt þessa
mjólkurkú okkar.“
Kristján Gunnarsson formaður VSFK og Guðbrandur
Einarsson, formaður VS um stóriðju í Helguvík:
Stóriðja í Helguvík átti að
bjarga en hvað hefur gerst?
LEADERS IN HIGH PERFORMANCE COMPUTING
Við leitum að sumarstarfsmanni í öryggisgæslu í gagnaveri
Verne Global að Ásbrú, sem er tilbúinn að takast á við ögrandi
og spennandi starfsumhverfi.
Góð enskukunnátta er skilyrði.
Umsóknarfrestur er til 13. maí 2019, viðkomandi þarf að geta hafi störf sem fyrst.
Fyrirspurnir um nánari upplýsingar ásamt umsóknum sendist í tölvupósti til
styrmirh@verneglobal.com.
GAGNAVER VERNE GLOBAL
ÖRYGGISDEILD
LAUSAR STÖÐUR Í
Vel annað þúsund manns sóttu öldungamót í blaki um liðna helgi í
Reykjanesbæ en mótið kallaðist „Rokköld í Reykjanesbæ“. Öldungamót
Blaksambands Íslands var haldið í fyrsta skiptið hér í bæ en mótið
var í samstarfi við blakdeild Þróttar í Reykjavík sem hefur reynslu af
skipulagningu slíkra móta.
Öldungamótið í blaki er eitt af
stærstu íþróttamótum landsins ár
hvert og eru þátttakendur um 1.400
sem koma alls staðar að af landinu.
Um 165 karla- og kvennalið mæta
og er mótið fyrir 30 ára og eldri.
Vel skipulögð skemmtidagskrá er í
boði fyrir þátttakendur alla keppnis-
daga. Langflestir þátttakendur gistu
í bænum frá 24.-28. apríl og nýttu
sér alla þá þjónustu og afþreyingar-
möguleika sem Reykjanesbær hefur
upp á að bjóða.
Víkurfréttir litu við í Reykjanes-
höll og mynduðu rokkara eins og
sjá má í meðfylgjandi myndum.
Einnig verður innslag í Suðurnesja-
magasíni þar sem sýnt verður frá
snilli blakaranna sem flestir eru
kvenkyns.
Á annað þúsund blakarar
rokkuðu í Reykjanesbæ
100
myndir
á vf.is
12 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.