Fréttablaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
Þýskaland er
vinaþjóð. Það
er því sérstök
ástæða til að
fagna komu
Angelu
Merkel
kanslara.
Norður-
löndin eiga
að vinna þétt
með Þýska-
landi til að
takast á við
áskoranir
óróatíma á
alþjóðavett-
vangi.
Samráð í
tilkynninga-
formi án
fyrirvara og
samtals er
engum til
framdráttar.
Davíð
Stefánsson
david@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
EKKERT
BRUDL
Ný uppskera!
SFG Íslenskar Kartöflur
Rauðar eða gullauga, 1 kg
kr./1 kg298 kr./400 g398
OS Smjör
400 g
400g
Kulnuð bændastétt
Bíódómur Bændablaðsins um
Hérað Gríms Hákonarsonar
vekur athygli. Myndin fjallar um
baráttu skuldsettra bænda gegn
spilltu kaupfélagi en greinar-
höfundur beinir kastljósi að
undirtóninum; hinu daglega
brauðstriti bændastéttarinnar.
Vinnutíminn er langur í sveit-
inni, launin lág og frítími lítill.
Réttilega er bent á hvernig þetta
samrýmist nútíma viðhorfum
um núvitund og kulnun. Með
þrotlausri vinnu rekast menn á
vegg. Hvort sem það er skrif-
stofumaður í 101 eða fjárbóndi
í afskekktum dal. Fyrir þétt-
býlisfólk er auðveldara að sækja
sér aðstoð, bæði sálfræðiaðstoð
og frí. En hvað gerir bóndinn?
Kveikir á kerti og stundar jóga?
Fleiri aðstoðarmenn
Launakjör aðstoðarmanns borg-
arstjóra vekja athygli. Er miðað
við að 19,3 milljóna heildarlaun á
ári séu á pari við aðstoðarmann
forsætisráðherra. Meirihlutinn
er mjög sáttur. „Full þörf er á því
að borgarstjóri hafi aðstoðar-
mann enda hefur það embætti
verið við lýði í aldarfjórðung.
Frekar ætti að vekja máls á því að
borgarstjóri sé áfram með einn
aðstoðarmann á meðan ráð-
herrar hafa fengið heimild til að
ráða tvo og þrjá,“ segir í bókun
meirihlutans. Spurning hvort
það sé ekki bara tímaspursmál
hvenær þeim fjölgar.
kristinnhaukur@frettabladid.is
arib@frettabladid.is
Ítrekað og endurtekið berast fregnir af rekstrar-vanda í miðborg. Rótgrónir og vel sóttir matsölu-staðir leggja upp laupana. Róðurinn er þungur fyrir
lítil og meðalstór fyrirtæki. Rekstrarumhverfi mið-
borgar er þungt – og stjórnsýsla borgarinnar torveld.
Vissulega er umhverfi verslunar síbreytilegt. Með
aukinni netverslun á hefðbundin verslun undir högg
að sækja. Það er alþjóðleg þróun og sannarlega ekki
séríslenskt fyrirbæri. Þegar auðum verslunarrýmum
fjölgar í borgum heims leggja borgaryfirvöld Reykja-
víkur áherslu á fjölgun nýrra rýma. Kvaðir eru lagðar
á húsbyggjendur um verslunarhúsnæði á jarðhæðum
nýbygginga. Fleiri þúsundir nýrra verslunarfermetra
finnast nú í miðborg – í fullkomnu ósamræmi við
hina alþjóðlegu þróun. Framboð er langt umfram
eftirspurn. Rekstraraðilar færa sig milli rýma og eftir
stendur sundurslitið verslunarumhverfi.
Gatnaframkvæmdir standa yfir í miðborg. Flestir
skilja nauðsyn framkvæmdanna – en þegar aðkomu
verslana og veitingastaða er raskað er nauðsyn að eiga
í samtali við rekstraraðila. Þess hefur ekki verið gætt
og margir orðið fyrir verulegu tjóni. Málið sýnir skiln-
ingsleysi og hroka borgaryfirvalda gagnvart rekstr-
araðilum miðborgar. Samráð í tilkynningaformi án
fyrirvara og samtals er engum til framdráttar.
Borgaryfirvöld mættu vera atvinnulífi vinveittari.
Síhækkandi fasteignaskattar, svifasein stjórnsýsla
og samráðsleysi hafa reynst litlum og meðalstórum
fyrirtækjum óþægur ljár í þúfu. Það er tímabært að
bregðast við.
Í miðborg Reykjavíkur er fjöldi opinberra stofnana.
Mörg hundruð opinberir starfsmenn snæða opin-
beran hádegisverð í opinberum mötuneytum dag
hvern. Væri kannski ráð að draga saman seglin, loka
hinum opinberu mötuneytum og styðja fremur við
einkaframtak í nærumhverfi? Það mætti útfæra án
tjóns fyrir starfsfólk – en með miklum ágóða fyrir þá
dugmiklu aðila sem nú stunda rekstur í miðborg. Hér
gæti Ráðhús Reykjavíkur gengið á undan með góðu
fordæmi. Ekki veitir af í óvinveittu rekstrarumhverfi
sem kallar á viðbrögð.
Opinber hádegisverður
Hildur
Björnsdóttir
Borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins í
Reykjavík
Það fór vel á því að sækja í Hávamál yfir-skrift fyrir formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Í Konungsbók Eddu-kvæða segir „en til góðs vinar liggja gagn-vegir, þótt hann sé firr farinn“. Það er alltaf stutt – gagnvegur – til góðs vinar.
Í vikunni sækja góðir vinir Ísland heim. Forsætis-
ráðherrar Norðurlandanna og Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, funda hér í boði Katrínar Jakobsdóttur
forsætisráðherra. Með á fundum verða leiðtogar
Álandseyja og Grænlands.
Leiðtogarnir ætla að fjalla um nýja framtíðarsýn
fyrir norræna samvinnu, umhverfismál, stöðu mann-
réttinda, norðurslóðir og öryggismál. Sérstaklega er
horft til aukins samstarf Norðurlanda og Þýskalands.
Norrænt samstarf er okkur mikilvægt. Við getum
nánast óhindrað fært okkur á milli landa, til náms,
starfa eða atvinnureksturs. Þjóðirnar eru aufúsugestir
hver hjá annarri. Það sést á þeim 30 þúsund Íslending-
um sem búa á Norðurlöndum og tæpum tvö þúsund
Norðurlandabúum sem búa hér.
Samstarfið nær inn í nánast öll svið mannlífsins hér.
Það hefur staðið svo lengi og svo mikill árangur náðst,
að við erum jafnvel hætt að taka eftir því. En samvinna
norrænna þjóða er ekki sjálfgefin. Hún er niðurstaða
sameiginlegra ákvarðana þjóðanna um náið samtal,
virðingu og vináttu.
Þetta samstarf frændþjóðanna sést í starfsemi
Norðurlandaráðs, sem er þingmannavettvangur í
norrænu samstarfi. Það sést einnig í starfi Norrænu
ráðherranefndarinnar, samstarfsvettvangs norrænu
ríkisstjórnanna. Í öllum ríkjunum eru reknar sam-
norrænar upplýsingaskrifstofur, vinnumiðlanir og
þjónustur, til að mynda um norrænar rannsóknir.
Samstarfið byggir á sögulegum og menningar-
legum tengslum þar sem við deilum grunngildum og
hagsmunum. Norðurlöndin eru svæði mikils efna-
hagsstyrks og ríks félagsauðs þar sem allir eiga rétt á að
njóta sín. Við sjáum ekki andstæður í öflugri velferð og
þróttmiklu atvinnulífi. Við trúum því að brýr séu betri
en múrar, að fjölbreytileiki sé styrkur en ekki van-
máttur, og að jafnrétti sé ekki bara réttlætismál heldur
afbragðs efnahagsstefna. Við eflum nýsköpun til ábata
fyrir náttúru og kröftugt athafnalíf. Við stöndum vörð
um lýðræði, réttarríki og mannréttindi.
En gagnvegir okkar liggja ekki bara inn á við heldur
líka út í heim. Þótt norrænu ríkin teljast smá á heims-
mælikvarða hafa þau gott alþjóðlegt orðspor. Saman
hafa Norðurlönd lagt sitt af mörkum til alþjóðasam-
starfs í þágu friðar, öryggis og umhverfisverndar.
Þýskaland er vinaþjóð. Það er því sérstök ástæða til
að fagna komu Angelu Merkel kanslara. Norðurlöndin
eiga að vinna þétt með Þýskalandi til að takast á við
áskoranir óróatíma á alþjóðavettvangi. Það á ekki síst
við um varnar- og öryggismál. Saman geta ríkin veitt
viðspyrnu þegar sótt er að alþjóðalögum og viðskipta-
frelsi. Sterk grunngildi þjóðanna eiga erindi nú þegar
öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin og lítið er gert
úr grundvallarreglum lýðræðis og réttarríkis.
Vinafundur
1 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
A
-9
9
D
4
2
3
9
A
-9
8
9
8
2
3
9
A
-9
7
5
C
2
3
9
A
-9
6
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K