Fréttablaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 52
1 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M Á N U D A G U R16 F R É T T A B L A Ð I Ð FÓTBOLTI Það var stór stund í sögu knattspyrnunnar á Selfossi þegar kvennaliðið varð bikarmeistari í fyrsta skipti í sögu félagsins með 2-1 sigri gegn KR í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn. Selfoss hafði tvisvar áður komist í bikarúrslit, árin 2014 og 2015, en í bæði skiptin varð Stjarnan ljónið í veginum. Hól m f r íðu r Mag nú s dót t i r, sem skoraði fyrra mark Selfoss í leiknum, var ekkert viss um að hún ætlaði að taka slaginn þetta sumar þegar Selfyssingar höfðu samband við hana í vor. Forráðamönnum Sel- foss tókst að búa þannig um hnút- ana að Hólmfríður fann neistann á nýjan leik og hvorugur aðilinn hefur líklega séð eftir því á laugar- dagskvöldið. „Það er yndisleg tilfinning að standa uppi sem bikarmeistari og sigurtilfinningin er enn sterkari eftir að ég varð móðir. Eftir að ég átti strákinn minn fyrir ári þá verða allir sigrar sætari og mér líður alveg frábærlega á þessari stundu. Ég var ekkert viss um að ég myndi spila í sumar en ákvað það fimm dögum fyrir mót að vera með. Af þeim sökum er það ekki sjálfgefið að ég standi í þeim sporum að ég sé að fagna bikarmeistaratitli,“ sagði Hólmfríður í samtali við Frétta- blaðið þegar sigurinn var í höfn og leikmenn og forráðamenn Sel- foss voru að fagna því að liðið hefði brotið blað í sögu félagsins. Sá ekki fyrir sér að vera í þessum sporum „Fyrir ári síðan var ég rúmlega 100 kíló, nýbúin að fæða barn í heiminn og hafði ekki sparkað í bolta síðan árið 2017. Staðan er allt önnur á þessum tímapunkti og mér líður of boðslega vel. Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að taka þátt í því að vinna fyrsta bikarmeistaratitil- inn í sögu Selfoss. Við erum nokkrar í liðinu sem ólumst upp á Hvolsvelli, aðrar frá Hellu og Hveragerði auk uppalinna Selfyssinga. Það mætti því segja að þetta sé góð blanda frá Suðurlandi sem er kjarninn í þessu liði,“ segir hún enn fremur um þær tilfinningar sem hún ber í brjósti á þessari innilegu sigurstundu. „Það voru gildin í liðinu, sem eru liðsheild, barátta og að gefast aldrei upp, sem voru lykillinn að þessum sigri. Við vorum svo með þéttan stuðningsmannahóp á bak við okkur sem hjálpaði okkur að landa þessum titli. Þegar ég keyrði um Selfoss í morgun var fólk búið að flagga og ég fann virkilega fyrir því að samfélagið stóð á bak við okkur,“ segir Hólmfríður um leikdaginn. „Þetta bæjarfélag er engu líkt. Það skiptir engu máli hvort það er handbolti eða fótbolti, karlar eða konur, sem eiga í hlut. Þegar Sel- fyssingar eru að berjast um bikara eða keppa um eitthvað þá mætir allt bæjarfélagið og styður liðið vel. Við mættum til að mynda allar þegar strákarnir urðu Íslandsmeistarar í handbolta og hér í dag voru leik- menn handboltaliðsins mættir til þess að styðja okkur. Þetta er magn- að félag sem sér vel um sína og mér líður mjög vel í þessu félagi,“ segir Hólmfríður enn fremur um upp- lifun sína af bikarúrslitaleiknum. Kann vel við metnaðinn og umgjörðina hjá félaginu „Þetta lið hefur sýnt það í sumar að það getur alveg veitt Val og Breiða- bliki samkeppni og nú ætti næsta markmið að vera að nálgast þau lið enn frekar. Ég fíla vel metnaðinn í Alfreð [Elíasi Jóhannssyni] en hann ætlaði sér að verða bikarmeistari og það var yfirlýst markmið okkar að vinna þessa keppni. Hann langar líka að fara með liðið lengra í deild- inni og góður árangur okkar þar kemur okkur ekki á óvart. Það var stefnan að berjast í efri helmingi deildarinnar,“ segir þessi fyrrver- andi landsliðsmaður um metnað- inn á Selfossi. „Þó svo að mér sé efst í huga núna hversu glöð ég er að vera bikar- meistari með Selfossi þá svíður það að sjá hversu illa er staðið við bakið á kvennaliði KR alla jafna. Þær fengu reyndar góðan stuðning í þessum leik og þeir aðilar sem standa á bak við liðið eru að gera sitt besta. Mér finnst hins vegar enn ríkja svolítið karlaveldi hjá félag- inu sem sýnir sig til dæmis í slakri mætingu á deildarleiki og almennu áhugaleysi á liðinu yfir sumarið. Ég mun alltaf vera með KR-hjarta og þetta truflar mig mikið, að fylgjast með þessu úr fjarlægð,“ segir Hólm- fríður um stöðu mála hjá andstæð- ingi sínum í bikarúrslitaleiknum. „Eftir að ég varð móðir þá er það meira púsluspil fyrir mig að geta æft fótbolta. Það eru til að mynda stelp- ur úr 4. f lokki sem passa Magnús á meðan ég er á æfingum og ég fæ alla þá aðstoð sem ég þarf til þess að geta sinnt fótboltanum eins vel og nokkur kostur er. Nú ætla ég bara að njóta þess að hafa landað þessum bikarmeistaratitli, klára tímabilið eins vel og mögulegt er í deildinni og svo tek ég stöðuna í haust um hvað ég geri hvað næsta keppnis- tímabil varðar,“ segir þessi frábæri sóknarmaður um framhaldið hjá sér. hjorvaro@frettabladid.is Bikarinn yfir brúna í þriðju atrennu Selfoss varð um helgina bikarmeistari í knattspyrnu kvenna í fyrsta skipti í sögu félagsins. Hólmfríður Magnúsdóttir, sem ákvað nokkrum dögum áður en Íslandsmótið hófst að taka fram skóna og spila með Selfossi, skoraði annað marka liðsins í 2-1 sigri gegn KR. KÖRFUBOLTI Íslenska karlalands- liðið í körfubolta kom sér í vænlega stöðu í baráttunni um að hafna í efsta sæti í riðli sínum í forkeppni fyrir undankeppni Evrópumótsins 2021 með sannfærandi 96-68 sigri gegn Portúgal í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Sá sigur þýðir að íslenska liðið mun enda í efsta sæti riðilsins og komast áfram í undankeppnina bæði með sigri gegn Sviss í lokaleik riðlakeppninnar en auk þess mun tap með 19 stiga mun eða minna fleyta liðinu áfram í undankeppn- ina þar sem Serbía, Georgía og Finn- land bíða. Hlynur Elías Bæringsson sýndi það í leiknum um helgina hvers vegna þjálfarateymi íslenska liðsins suðaði í honum að taka landsliðs- skóna af hillunni og aðstoða liðið í því verkefni að halda lífi í voninni um að komast í lokakeppni Evrópu- mótsins árið 2021. Hann var einkar góður á báðum endum vallarins en hann og Pavel Ermolinskij bundu saman þétta vörn íslenska liðsins og þá var Hlynur Elías stigahæsti leikmaður Íslands með 22 stig auk þess að taka sjö fráköst. Jón Axel Guðmundsson sýndi það síðan svo um munar hvers megnugur hann er í þessum leik. Jón Axel skoraði 21 stig í leiknum og var aukinheldur iðinn við að fiska villur á Portúgalana. Það er mjög mikilvægt að Jón Axel leggi sitt lóð á vogarskálina í sóknarleik liðsins og verði eitt af vopnum íslenska liðsins. Önnur lið leggja á það ríka áherslu að stöðva Martin Hermannsson sem er beittasta vopnið og þá er gott að hægt sé að leita að öðrum höndum sem þora og geta sótt á körfuna. Jón Axel tók það hlutverk að sér með miklum sóma í þessum leik. Martin skoraði 19 stig í leiknum og Elvar Már Friðriksson bætti 10 stigum við í sarpinn. Ísland mætir Sviss ytra í lokaleik riðlakeppninnar á miðvikudaginn kemur og þar koma örlög íslenska liðsins í ljós. Eins og rakið var hér að framan er Ísland í ákjósanlegri stöðu fyrir þann leik. – hó Afar vænleg staða hjá íslenska liðinu fyrir lokaleikinn Fyrir ári síðan var ég rúmlega 100 kíló, nýbúin að fæða barn í heiminn og hafði ekki sparkað í bolta síðan 2017. Hólmfríður Magnúsdóttir Liðsmynd af liði Selfoss og forráðamönnum þess eftir glæsilegan sigur gegn KR í úrslitaleik Mjólkurbikarsins um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Alfreð Elías Jóhannsson fær hér væna mjólkurgusu frá liðsmanni sínum. Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar sigrinum vel og innilega eftir leik. Jón Axel Guðmundsson átti góðan leik gegn Portúgal. MYND/JÓNAS O. 1 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 A -7 7 4 4 2 3 9 A -7 6 0 8 2 3 9 A -7 4 C C 2 3 9 A -7 3 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.