Fréttablaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 54
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Nói Alexander Marteinsson Örk, Tálknafirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfaranótt þriðjudagsins 13. ágúst. Jarðsett verður frá Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 24. ágúst klukkan 14. Fríða Sigurðardóttir Börkur Hrafn Nóason Helena R. Hinriksdóttir Ingibjörg Jóna Nóadóttir Hildigunnur Kristinsdóttir Fríða Hrund Kristinsdóttir Róbert Á. Jörgensen barnabörn og barnabarnabörn. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar í dag áttatíu ára afmæli. Félag ið v innu r að hagsmuna- og félags- málum blindra og sjónskertra, rekur Blindravinnustofuna og veitir margvíslega þjónustu, fræðslu og jafningjastuðning. Hamrahlíð mikilvæg Blindrafélagið var stofnað 19. ágúst 1939 af stórhuga einstaklingum sem vildu að blindir tækju ábyrgð á eigin málefnum. Frá upphafi hefur tilgangur félagsins verið að vinna að hagsmunamálum blindra og sjón- skertra auk þess að standa fyrir öflugu félagsstarfi. Kristinn Halldór Einarsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir að starfsemi þess hafi aukist á undan- förnum árum. Þar muni mikið um Ferðaþjónustu Blindrafélagsins, leiðsöguhundaverkefnið, vaxandi áherslur á stafrænt aðgengi, rekstur Blindravinnustofunnar og umsjón með fasteign félagsins að Hamra- hlíð 17. Húsið í Hamrahlíð hefur félag- ið reist í áföngum frá árinu 1957. „Þar er nú öll starfsemi félagsins og Blindravinnustofunnar en þar vinna 30 manns, 20 leiguíbúðir fyrir félagsmenn, gestaherbergi og íbúðir fyrir félagsmenn af lands- byggðinni og endurhæfingaríbúð,“ segir hann. Í húsinu er einnig starf- semi Þjónustu og þekkingarmið- stöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, Augnlæknar Reykjavíkur og Gleraugnaverslunin Optik Reykjavík. Hann segir að enn sé verið að huga að stækkun til að tryggja að sem mest af þjónustu við blinda og sjónskerta verði áfram í Hamrahlíðinni. Fjármögnun félagsins Blindrafélagið er almannaheilla- félag. Kristinn segir að félagið f jármagni starfsemi sína með sjálfsaf lafé, svo sem happadrætti, leiðsöguhundadagatali, styrktar- greiðslum bakhjarla félagsins og leigutekjum. „Opinbert fjárfram- lag til starfsemi Blindrafélagsins er innan við 4% af rekstrarkostnaði þess,“ segir framkvæmdastjórinn. Öflugt félagsstarf Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, segir að í félag- inu séu um 700 aðalfélagar en þá er miðað við 30% sjónskerðingar- mörk. „Síðan eru 6.500 bakhjarlar sem eru okkur gríðarlega mikilvæg- ir, bæði fjárhagslega og félagslega.“ Formaðurinn segir félagsstarfið öflugt. „Innan félagsins eru nokkrar landshlutadeildir, RP-deild sem er vettvangur þeirra sem hafa greinst með arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu og AMD-deild, en AMD er aldurstengd augnbotnahrörnun og algengasta ástæða sjónskerðing- ar eldra fólks,“ segir hann. Sigþór nefnir einnig Ungblind, sem er vettvangur félagsmanna á aldrinum 16-30 ára, og Foreldra- deild, sem er vettvangur foreldra sem eiga sjónskert eða blind börn yngri en 18 ára. „Hlutverk deild- anna er fræðsla, félagsstarf og jafn- ingjastuðningur. Þá taki Ungblind þátt í erlendum samstarfsverkefn- um, til dæmis norrænum sumar- búðum blindra og sjónskertra ung- menna og samstarfsverkefnum á vegum Erasmus+ í Evrópu. Málsvari mannréttinda Að sögn Sigþórs hefur félagið alla tíð verið öf lugur málsvari mann- réttinda og umbóta. „Félagið berst fyrir því að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu lífi og þeim sé tryggður sami réttur og öðrum til ábyrgrar og virkrar þátttöku í samfélaginu.“ Fyrir frumkvæði og stuðning Blindrafélagsins hafa mörg brýn hagsmunamál náðst fram, til að mynda Ferðaþjónusta, Hljóðbóka- safn Íslands, íslensku talgervla- raddirnar og stofnun Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar. Formaðurinn segir eitt mikilvæg- asta hagsmunamál félagsins í dag vera innleiðing Evrópsku vefað- gengistilskipunarinnar á Íslandi. „Samandregið má tengja mest alla okkar baráttu við spurninguna um aðgengi. Hvort sem rætt er um í umhverfinu eða upplýsingum,“ segir hann. Tilskipunin er enn til meðferðar hjá stjórnvöldum. „Þetta varðar aðgengi að upplýsingahrað- lestinni og kveður á um skyldu þeirra sem bera ábyrgð á opinber- um vefsvæðum til að tryggja öllum viðunandi aðgengi að þeim. Opin- berir aðilar þurfa að taka sér betra tak í þessum efnum,“ segir Sigþór. Annað baráttumál Blindrafélags- ins er aukið ferðafrelsi leiðsögu- hunda fyrir blinda til og frá landinu. „Þetta er okkur mikið kappsmál. Við höfum keypt leiðsöguhunda og fært ríkinu að gjöf. En fjögurra vikna einangrun í hvert skipti við komuna til landsins er óásættanleg. Þetta snýr að sanngirni, leiðsögu- hundur í einangrun nýtist ekki notandanum á meðan.“ Vegleg afmælisdagskrá Í tilefni af 80 ára afmælinu efnir Blindrafélagið til hátíðarsamkomu á Hótel Nordica í dag klukkan 16. Dagskráin verður hátíðleg og fjöl- breytt, forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson ávarpar samkom- una og Samfélagslampi Blindra- félagsins verður afhentur, en það er sérstök viðurkenning til fyrirtækis eða stofnunar sem stuðlað hefur að auknu sjálfstæði blindra og sjón- skertra einstaklinga. Á þessum tímamótum verður Blindrafélagið einnig heiðursgestur Reykjavíkurborgar á Menningar- nótt og mun standa fyrir veglegri lista- og menningardagskrá í Tjarn- arsal Ráðhússins þar sem listamenn innan félagsins fá að njóta sín. Sigþór segir félagið enn afar mikilvægt. „Á áttatíu árum hafa aðstæður blindra og sjónskertra breyst til batnaðar. Að sama skapi hefur samfélagið líka breyst. En við eigum samt ennþá ríkt erindi við samtíðina, sérstaklega varðandi aðgengismál.“ david@frettabladid.is Málsvari blindra og sjónskertra í 80 ár Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, fyrir fram hús félagsins í Hamrahlíð. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI Í dag 19. ágúst eru 80 ár liðin frá stofnun Blindrafélagsins. Af því tilefni býður félagið til hátíðarsamkomu á Hótel Nordica að Suður- landsbraut í Reykjavík klukkan 16 í dag. Fé- lagið á enn ríkt erindi, segir formaðurinn. Á áttatíu árum hafa aðstæður blindra og sjónskertra breyst til batn- aðar. Að sama skapi hefur samfélagið líka breyst. En við eigum samt ennþá ríkt erindi við samtíðina, sérstaklega varðandi að- gengismál. Sigþór U. Hall- freðsson, formaður Blindra- félgsins 1399 Ríkharður 2. Englandskonungur gefst upp fyrir Hinriki Bolingbroke og afsalar sér krúnunni. 1745 Uppreisn Jakobíta hefst í Skotlandi. 1809 Jörundur hundadagakonungur afsalar sér völdum á Íslandi. 1871 Alþingismenn stofna Hið íslenska þjóðvinafélag til þess að vekja og lífga vitund Íslendinga um að þeir séu sjálfstætt þjóðfélag. Félagið hefur gefið út almanak árlega síðan 1875. 1923 Fasti alþjóðadómstóllinn, fyrir- rennari Alþjóðadómstólsins í Haag, kveður upp mikilvægan dóm í hinu svonefnda S.S. Wimbledon-máli. Þar er tekin afstaða til spurningarinnar hvernig ríki geti verið fullvalda og á sama tíma skuldbundið al- þjóðalögum með samningum við önnur ríki. Dómurinn segir að ríki sem tekur á sig skuldbindingar með þjóðréttarsamningi sé ekki að skerða fullveldi sitt, heldur að nota það. 1949 Kvikmyndafyrirtækið Edda-Film stofnað í Reykjavík. 1956 Á Hólum í Hjaltadal er haldin hátíð í minningu þess að 850 ár eru liðin frá stofnun biskups- stóls þar. 1963 Sæsímastrengurinn Icecan er tekinn í notkun en hann tengir Ísland og Kanada. 1993 Veiðar íslenskra togara hefjast í Smugunni svonefndu, sem er hafsvæði á milli fiskveiðilögsagna Noregs og Rússlands og fiskverndarsvæðis- ins við Svalbarða. 1993 Shimon Peres, utan- ríkisráðherra Ísraels, kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Mánuði síðar takast sögulegar sættir milli Ísraela og Palestínumanna. 2008 Rauðhumla sést í fyrsta sinn á Íslandi. Rauðhumla (fræði- heiti: Bombus hypnorum) er býflugna- tegund sem er dreifð um alla Evrópu og hluta af Austur-Asíu.  Merkisviðburðir 1 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M Á N U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 A -8 B 0 4 2 3 9 A -8 9 C 8 2 3 9 A -8 8 8 C 2 3 9 A -8 7 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.