Fréttablaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 6
Á Vesturlöndum er oft litið á fólkið sem óvelkomna villimenn. Sofiya Zahova, nýdoktor við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur 35 ára afmælistilboð allt að 45% afsláttur út Ágúst- Hjólsagarblöð - Bandsagarblöð - Tifsagarblöð - Fræsitennur - Fræsihakar - Hefiltennur - Dósaborar - Þrepaborar - Handfræsitennur - Fræsitannahausar - Sagarblöð fyrir plastparket Gul Gata AFMÆLIS TILBOÐ 35ára Alelda Yfirvöld á Gran Canaria, einni Kanaríeyja, gerðu 4.000 íbúum í gær að yfirgefa heimili sín vegna umfangsmikilla skógarelda sem brotist hafa út á eyjunni. Hér má sjá slökkviliðs- og lögreglumenn í Vallesco fylgjast með skógareldunum. Um 1.700 hektarar stóðu í ljósum logum í gær og ellefu vegum hafði verið lokað. Um 700 slökkviliðsmenn börðust við eldana, þar af 200 úr spænska hernum, með tíu f lugvélar og þyrlur. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAG „Það kann að hljóma mjög framandi að halda ráðstefnu um sígauna á Íslandi, en svo er alls ekki. Það búa nú á fjórða hundrað hér á landi sem tilheyra þjóðflokkn- um,“ segir Sofiya Zahova, nýdoktor við Stofnun Vigdísar Finnboga- dóttur innan Háskóla Íslands. Sof iya er aðalskipuleggjandi árlegrar ráðstefnu samtakanna Gypsy Lore Society, alþjóðlegra samtaka um málefni Rómafólks, sem iðulega er kallað sígaunar. Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í Veröld – húsi Vigdísar, og lauk nú á laugardaginn. Ráðstefnan er ávallt haldin í nýju landi á hverju ári. „Það er ekki vegna þess að Róma- fólk er þekkt fyrir að vera sífellt á f lakki,“ segir Sofiya og hlær. „Þetta kemur til vegna þess að Rómafólk er um allan heim og hlut- verk ráðstefnunnar, sem er sú elsta sinnar tegundar í heimi, er að auka skilning á þessum þjóðflokki eins mikið og hægt er,“ heldur Sofiya áfram. Flestir helstu sérfræðingar heims í málefnum Rómafólks komu saman á ráðstefnunni, alls 140 þátttak- endur frá 33 löndum. Sofiya segir margar staðalmyndir fastar við Rómafólk, hvort sem það sé aldraðar konur með kristalskúlu eða hreinlega þjófar sem svífast einskis og lifa utan ramma hefð- bundins samfélags. „Á Vesturlöndum er oft litið á fólkið sem óvelkomna villimenn, það kom skýrast fram í helförinni, ég sem kem frá Búlgaríu hef alltaf litið á sambúð við Rómafólk sem hinn eðlilegasta hlut.“ Sofiya segir engar rannsóknir til um Rómafólk á Íslandi. „Það má segja að þetta sé hálfgert huldu- fólk,“ segir hún. Til séu heimildir um sígauna á Seyðisfirði snemma á 20. öld. Af einhverjum ástæðum hafi fólkið ekki f lust hingað varan- lega. „Kannski var það veðrið,“ segir hún og hlær. Breytingar á samgöngum, efna- hag og lifnaðarháttum hafa orðið til þess að fjöldi Rómafólks býr nú á Íslandi. „Stór hluti af því er verkafólk sem ferðast um Evrópu í leit að vinnu. Það búa nú mörg hundruð Róma- fólks hér á landi, f lestir frá Rúm- eníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og Póllandi,“ segir Sofiya. „En það tekur enginn eftir þeim, enda bara venjulegt fólk sem lifir alveg eins og við,“ undirstrikar Sofiya Zahova. arib@frettabladid.is Rómafólkið á Íslandi er frá ýmsum löndum Um helgina lauk alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Rómafólks, eða sígauna, sem haldin var í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar, Sofiya Zahova, segir Rómafólk hálfgert huldufólk á Íslandi. Sofiya Sahova, nýdoktor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, kemur frá Búlg- aríu og er vön sambúð með Rómafólki. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI INDLAND Stjórnvöld á Indlandi drógu ákvörðun sína um að heimila síma- og internetnotkun í ýmsum hverfum borgarinnar Srinagar í indverska hluta Kasmír til baka í gær. Þá var útgöngubann sett aftur á sömuleiðis. Þetta hafði Reuters eftir heimildarmönnum á svæðinu en tugir höfðu særst fyrr um daginn í átökum lögreglu og íbúa. Stjórn Narendra Modi forsætis- ráðherra ákvað fyrr í mánuðinum að svipta indverska hluta Kasmír sjálfsstjórn. Hann felldi stjórnar- skrá héraðsins úr gildi og dró lög- gjafarvaldið til baka. Að eigin sögn til að sameina Indland undir einni stjórnarskrá en að sögn gagnrýn- enda til þess að ógilda lög svæðisins um að aðkomufólk fái ekki að kaupa jarðir. Hugmyndin er, samkvæmt gagnrýnendum, sú að þannig geti BJP-f lokkur Modi, sem aðhyllist hindúa-þjóðernishyggju, breytt þeirri staðreynd að múslimar eru í meirihluta í Kasmír. Ákvörðuninni hefur verið harð- lega mótmælt í Kasmír og hafa stjórnvöld, samkvæmt Reuters, látið reisa vegatálma til þess að hindra för íbúa um svæðið. – þea Aftur skorið á samskiptin Ákvörðun Indlandsstjórnar um Kasmír mótmælt. NORDICPHOTOS/AFP 1 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 A -8 B 0 4 2 3 9 A -8 9 C 8 2 3 9 A -8 8 8 C 2 3 9 A -8 7 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.