Fréttablaðið - 19.08.2019, Page 6
Á Vesturlöndum er
oft litið á fólkið sem
óvelkomna villimenn.
Sofiya Zahova, nýdoktor við
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
35 ára afmælistilboð
allt að 45%
afsláttur
út Ágúst- Hjólsagarblöð
- Bandsagarblöð
- Tifsagarblöð
- Fræsitennur
- Fræsihakar
- Hefiltennur
- Dósaborar
- Þrepaborar
- Handfræsitennur
- Fræsitannahausar
- Sagarblöð fyrir plastparket
Gul Gata
AFMÆLIS
TILBOÐ
35ára
Alelda
Yfirvöld á Gran Canaria, einni Kanaríeyja, gerðu 4.000 íbúum í gær að yfirgefa heimili sín vegna umfangsmikilla skógarelda sem brotist hafa út á
eyjunni. Hér má sjá slökkviliðs- og lögreglumenn í Vallesco fylgjast með skógareldunum. Um 1.700 hektarar stóðu í ljósum logum í gær og ellefu
vegum hafði verið lokað. Um 700 slökkviliðsmenn börðust við eldana, þar af 200 úr spænska hernum, með tíu f lugvélar og þyrlur. NORDICPHOTOS/AFP
SAMFÉLAG „Það kann að hljóma
mjög framandi að halda ráðstefnu
um sígauna á Íslandi, en svo er alls
ekki. Það búa nú á fjórða hundrað
hér á landi sem tilheyra þjóðflokkn-
um,“ segir Sofiya Zahova, nýdoktor
við Stofnun Vigdísar Finnboga-
dóttur innan Háskóla Íslands.
Sof iya er aðalskipuleggjandi
árlegrar ráðstefnu samtakanna
Gypsy Lore Society, alþjóðlegra
samtaka um málefni Rómafólks,
sem iðulega er kallað sígaunar.
Ráðstefnan fór að þessu sinni fram
í Veröld – húsi Vigdísar, og lauk nú
á laugardaginn. Ráðstefnan er ávallt
haldin í nýju landi á hverju ári.
„Það er ekki vegna þess að Róma-
fólk er þekkt fyrir að vera sífellt á
f lakki,“ segir Sofiya og hlær.
„Þetta kemur til vegna þess að
Rómafólk er um allan heim og hlut-
verk ráðstefnunnar, sem er sú elsta
sinnar tegundar í heimi, er að auka
skilning á þessum þjóðflokki eins
mikið og hægt er,“ heldur Sofiya
áfram.
Flestir helstu sérfræðingar heims
í málefnum Rómafólks komu saman
á ráðstefnunni, alls 140 þátttak-
endur frá 33 löndum.
Sofiya segir margar staðalmyndir
fastar við Rómafólk, hvort sem það
sé aldraðar konur með kristalskúlu
eða hreinlega þjófar sem svífast
einskis og lifa utan ramma hefð-
bundins samfélags.
„Á Vesturlöndum er oft litið á
fólkið sem óvelkomna villimenn,
það kom skýrast fram í helförinni,
ég sem kem frá Búlgaríu hef alltaf
litið á sambúð við Rómafólk sem
hinn eðlilegasta hlut.“
Sofiya segir engar rannsóknir til
um Rómafólk á Íslandi. „Það má
segja að þetta sé hálfgert huldu-
fólk,“ segir hún. Til séu heimildir
um sígauna á Seyðisfirði snemma
á 20. öld. Af einhverjum ástæðum
hafi fólkið ekki f lust hingað varan-
lega. „Kannski var það veðrið,“ segir
hún og hlær.
Breytingar á samgöngum, efna-
hag og lifnaðarháttum hafa orðið
til þess að fjöldi Rómafólks býr nú
á Íslandi.
„Stór hluti af því er verkafólk sem
ferðast um Evrópu í leit að vinnu.
Það búa nú mörg hundruð Róma-
fólks hér á landi, f lestir frá Rúm-
eníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og
Póllandi,“ segir Sofiya.
„En það tekur enginn eftir þeim,
enda bara venjulegt fólk sem lifir
alveg eins og við,“ undirstrikar
Sofiya Zahova. arib@frettabladid.is
Rómafólkið á Íslandi
er frá ýmsum löndum
Um helgina lauk alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Rómafólks, eða sígauna,
sem haldin var í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Aðalskipuleggjandi
ráðstefnunnar, Sofiya Zahova, segir Rómafólk hálfgert huldufólk á Íslandi.
Sofiya Sahova, nýdoktor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, kemur frá Búlg-
aríu og er vön sambúð með Rómafólki. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
INDLAND Stjórnvöld á Indlandi
drógu ákvörðun sína um að heimila
síma- og internetnotkun í ýmsum
hverfum borgarinnar Srinagar í
indverska hluta Kasmír til baka í
gær. Þá var útgöngubann sett aftur
á sömuleiðis. Þetta hafði Reuters
eftir heimildarmönnum á svæðinu
en tugir höfðu særst fyrr um daginn
í átökum lögreglu og íbúa.
Stjórn Narendra Modi forsætis-
ráðherra ákvað fyrr í mánuðinum
að svipta indverska hluta Kasmír
sjálfsstjórn. Hann felldi stjórnar-
skrá héraðsins úr gildi og dró lög-
gjafarvaldið til baka. Að eigin sögn
til að sameina Indland undir einni
stjórnarskrá en að sögn gagnrýn-
enda til þess að ógilda lög svæðisins
um að aðkomufólk fái ekki að kaupa
jarðir. Hugmyndin er, samkvæmt
gagnrýnendum, sú að þannig geti
BJP-f lokkur Modi, sem aðhyllist
hindúa-þjóðernishyggju, breytt
þeirri staðreynd að múslimar eru í
meirihluta í Kasmír.
Ákvörðuninni hefur verið harð-
lega mótmælt í Kasmír og hafa
stjórnvöld, samkvæmt Reuters,
látið reisa vegatálma til þess að
hindra för íbúa um svæðið. – þea
Aftur skorið á
samskiptin
Ákvörðun Indlandsstjórnar um
Kasmír mótmælt. NORDICPHOTOS/AFP
1 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
A
-8
B
0
4
2
3
9
A
-8
9
C
8
2
3
9
A
-8
8
8
C
2
3
9
A
-8
7
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K