Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Blaðsíða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. apríl 2013 ° ° Ásdís Loftsdóttir, tískuhönnuður, hugsar stórt í litlu búðinni sinni á Strandbergi:: Hef verið að búa til frá því ég gat haldið á blýanti :: Byrjaði á að hanna föt á dúkkulísurnar og hef verið að síðan :: Flutt heim eftir ótrúlega fjölbreyttan feril :: Prjóna- og lífsstílsbók í smíðum :: Stærri markaður með netinu Það er mikill vaxtarbroddur í ís - l enskri hönnun alls konar ef marka má fréttir. Það sést þegar Laugavegurinn í henni Reykjavík er genginn. Þar eru litlar búðir áberandi þar sem í boði er íslensk hönnun, föt, skartgripir, nytjahlutir og skrautmunir. En víðar leynast sprotar og einn þeirra er að finna við Strandveg- inn í Vestmannaeyjum. Í húsinu númer 37, að Strandbergi, er Ásdís Loftsdóttir, fata hönnuður, búin að koma sér fyrir með verslun sína, Studio 7, en áður var hún á Heiðarvegi 7. Það er tæpt hálft annað ár síðan Ásdís flutti til Eyja og opnaði verslun sem lætur lítið yfir sér og gerir enn. Mjög í anda kaupmanna í Vestmannaeyjum sem flestir gera lítið í að vekja á sér athygli. Blaðamaður Eyjafrétta heimsótti Ás- dísi í verslun hennar í síðustu viku. Það hefur lengi verið verslað á Strand bergi. Húsnæðið er ekki stórt en vistlegt og þar er Ásdís með lopa- peysur og föt á konur, föt sem hún hann ar og framleiðir sjálf og fataefni sem hún selur frá versluninni Föndru. Það er ekki bara að hún sé að flytja versl unina, hún er með bók í smíðum og henni hlotnaðist sá heiður að taka þátt í hönnunar - sýningunni í Ráðhúsinu í Reykjavík í næsta mánuði. Það eitt og sér kallar á mikla vinnu. Fluttist tólf ára frá Eyjum Ásdís fæddist í Vestmannaeyjum 1958 og flutti héðan tólf ára gömul. Foreldrar hennar eru Aðalheiður Steina Scheving, hjúkrunarkona og Loftur Magnússon, kaupmaður en hann er látinn. Hún er yngst fimm systkina, elstur er Guðjón f. 1951, Jón f. 1954, Hreinn f. 1956 og Magnús f. 1957. Ásdís hefur víða farið og á ótrúlega fjölbreyttan feril að baki sem að mestu leyti hefur snúist um hönnun og tísku. Hún var í nokkur ár fyrirsæta, starfaði á fjölmiðlum, bæði blöðum og sjón- varpi, var flugfreyja og kennari. Lærði hönnun í London og Los Ang - eles, einbeitti sér að því í nokkur ár að koma upp fjölskyldu en þegar dæturnar þrjár voru komnar á legg, einbeitti hún sér að hönnun. Hún framleiðir ullarvörur undir merkinu Diza og kvenfatnaðinn kallar hún Black Sand. Er sest að í Vestmanna - eyjum, hvers vegna? „Hér líður mér vel og hér liggja mínar rætur,“ er svarið en leiðin til Eyja var löng. Meira um það síðar. Ásdís segist hafa verið að skapa alla tíð og það hafi því verið eðlileg ákvörðun þegar hún ákvað að læra fatahönnun sem hún stúderaði í The American College for the Applied Arts bæði í LA og London þaðan sem hún útskrifaðist með BAA gráðu 1986. Bjó svo í London í nokkur ár. Í tvö ár var hún tískumódel og starf - aði bæði í Þýskalandi og Englandi. Fatahönnun nýtur virðingar í dag Hún segir margt að gerast í íslenskri hönnun í dag og algjör hugarfars- breyting hafi orðið á síðustu árum. Sem dæmi nefnir hún að fatahönnun njóti orðið virðingar og þeir bestu séu að gera góða hluti í útlöndum og skapi gjaldeyri sem aldrei er nóg af. „Við erum ekki kallaðar saumakonur eins og þegar ég var að læra,“ segir hún og hlær. „Markaðurinn hefur líka stækkað með tilkomu Netsins og ég er að senda vörur um allan heim, m.a. til Ástralíu, Japans og Kali- forníu. Þangað sendi ég lopapeysur því það snjóar í fjöll í hinni sólríku Kaliforníu,“ segir Ásdís þar sem við sitjum á sitt hvorum stólnum í litlu búðinni hennar. Henni er mikið niðri fyrir þegar hún segir frá því að henni er boðið að taka þátt í sýningunni Handverk og hönnun sem verður í Ráðhúsinu í Reykjavík 16. til 20. maí. „Það er al- gjör lottóvinningur að komast þar inn og núna er ég á fullu að undirbúa mig fyrir sýninguna,“ segir Ásdís sem telur sig eiga allt sitt undir því að geta kynnt framleiðslu sína á sýningum og á netinu þar sem hún er dugleg að koma sér á framfæri. Netið er nútíminn „Það er nútíminn og ef ég ætlaði mér að lifa af sölunni hérna í Eyjum ætti ég ekki fyrir húsaleigunni,“ segir Ásdís en í því kemur inn ung og glæsileg kona og fær að máta flík sem er búið að kaupa. Einhverju þarf að breyta sem virðist ekki mikið mál. „Ef flíkin passar ekki alveg, má breyta. Það er lítið mál en ég sauma ekki á fólk, er ekki í nýsmíði,“ segir hún brosandi og í framhaldi af því berst talið að hönnun og sköpun. Ásdís segir að meira þurfi til en nám til að ná árangri sem hönnuður, sköpunarþörfin, getan og viljinn til að búa til, verði að vera til staðar. „Ég hef verið að búa til frá því ég gat haldið á blýanti og byrjaði á að hanna föt á dúkkulísurnar mínar og hef verið að síðan,“ segir Ásdís um grunninn að því sem hún er að gera í dag. Varð snemma vör við kynjamisrétt Hún á fjóra eldri bræður og varð því snemma að láta til sín taka. Hún vildi það sama og bræðurnir en fékk ekki alltaf. „Ég fann snemma fyrir kynja - misrétti sem ég sætti mig ekki við. Ég vildi fara í skátana eins og bræður mínir en þegar ég varð að vera með stelpunum hætti ég við. Ég ætlaði að komast í Lúðrasveitina en hætti líka við þegar ég fékk ekki að spila á trompet,“ segir Ásdís sem hefur verið mjög virk sem krakki og kannski hefur sumum fundist einum of en það hefur nýst henni á lífs - leiðinni. „Strax sem lítil stelpa var ég að finna upp fyrirtæki og var fyrst til að rétta upp höndina í tímum í barna - skóla. Ég vildi koma mér í sviðs - ljósið frá fyrstu tíð,“ segir Ásdís sem hefur látið drauminn um fyrirtæki verða að veruleika. En af hverju Vestmannaeyjar? Með bók í smíðum „London eða Vestmannaeyjar. Ég er mikil draumóramanneskja og vil ekki trúa öðru en að hlutirnir gangi upp hjá mér. Ég er með heima - síðurnar mínar, woolshop.is og black sand.is, einnig er ég á amer - ískri síðu og í gegnum hana er ég að selja,“ segir Ásdís sem allt í einu er farin að tala um hinn drauminn sinn, Ásdís Loftsdóttir í verslun sinni, Studio 7, í kjallara hússins Strandbergs við Strandveg 37. Á hinum tveimur myndunum má sjá lítið sýnishorn af því sem hún hannar og saumar en þarna notar hún mynd frá Tóa Vídó sem hún lætur prenta á efni. ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is London eða Vestmannaeyjar. Ég er mikil draumóramanneskja og vil ekki trúa öðru en að hlutirnir gangi upp hjá mér. Ég er með heimasíðurnar mínar, woolshop.is og black- sand.is, einnig er ég á amerískri síðu og í gegnum hana er ég að selja,“ segir Ásdís sem allt í einu er farin að tala um hinn drauminn sinn, að gefa út bók. Fór í tölvunám til að geta unnið bókina sjálf og brotið um efnið. Og hún er með reynsluna síðan hún hélt úti tískuþætti í Morgun- blaðinu og hugmyndaflugið skortir ekki. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.