Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Qupperneq 4
° ° 4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. apríl 2014 Um helgina frumsýndi Leikfélag Vestmannaeyja leikritið Don´t stop believin við góðan orðstír. Þar sýna leikararnir hver á fætur öðrum stórleik. Eitt af aðalhlut- verkunum er í höndum Unu Þorvaldsdóttur. Henni ferst hlutverkið vel úr hendi. Hún er einnig fantagóð söngkona og tók m.a. þátt í Söngkeppni framhalds- skólanna nú á dögunum ásamt Helgu Sóleyju Aradóttir. Una er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Una Þorvaldsdóttir. Fæðingardagur: 23 mars 1997. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Ég á tvo pabba sem heita Árni Þór Gunnarsson og Þorvaldur Guðmundsson, mömmu sem heitir Hrund Óskarsdóttir og síðan á ég sjö systkini. Draumabíllinn: Blá Bjalla, annars er ég voða lítið fyrir bíla haha. Uppáhaldsmatur: Humarsúpan hjá mömmu, hún er best í heimi. Versti matur: Hákarl er það versta sem ég hef smakkað. Uppáhalds vefsíða: Facebook og youtube held ég bara. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Allskonar tónlist, er samt mikið fyrir popp og gömul lög. Aðaláhugamál: Söngur er númer eitt. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Beyonce, hún er flottust! Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Veit ekki með upphalds iþróttamann en iþróttafélag er ÍBV og Arsenal. Ertu hjátrúarfull/ur: Já, frekar. Stundar þú einhverja hreyfingu: Ég var í fótboltanum en þurfti að hætta útaf leikhúsinu, alltaf æfingar á sama tíma og leikir um helgar sem ég komst ekki á. Annars fer ég stundum út að hlaupa. Uppáhaldssjónvarpsefni: Sakamálaþættir og the Voice. Er þetta fyrsta verkið sem þú leikur í hjá L.V: Nei, ég hef bæði verið með í Grýla gerir uppreisn og Grease, minnir að í Grýla gerir uppreisn hafi ég verið um 10-12 ára, sagði einhverja eina línu haha... Síðan var ég beðin um að vera með í Grease til þess að syngja eitt lag og vera með í bakröddum. Hvort er svo skemmtilegra að syngja eða leika: Syngja, en annars er líka mjög gaman að leika. Þekktirðu þessa tónlist áður? Já, eiginlega öll lögin, það var svona eitt og eitt inná milli sem ég þekkti ekki alveg. Hver er draumurinn: Að verða söngkona, jafnvel leikkona. Eitthvað að lokum: Allir að skella sér á Dont stop believen! Pantið miða í síma 852-1940! Ég vil byrja að þakka bróður Kjartani Vídó fyrir að afhenda mér kyndilinn og um leið hrósa honum fyrir frábæran disk í síðasta tölublaði. Það skal samt tekið fram að Kjartan er barn sem aðeins móðir getur elskað. Gratíneraður plokkfiskur með Bernaise. Hráefni : • 600 g hvítur fiskur, til dæmis þorskur eða ýsa. • ½ l mjólk, þessi bláa. • 3-4 soðnar kartöflur. • 1 laukur. • ½ dl hveiti. • Pínu olía. • Salt og pipar eftir smekk. • Nóg af Rúgbrauði og muna að nota íslenskt smjör. Úr mjólk og hveiti er gerð uppbökuð sósa með lauk og pipar. Fiskurinn er settur út í mjólkursósuna ásamt soðnum brytjuðum kartöflum og hitaður vel í gegn. Eftir þetta náum við okkur í eldfast mót og hellum plokkaranum í. Setjum svo rifann ost yfir og látum þetta í ofn í ca. 5 mín á 200 gráðum. Þegar mótið er tekið út er mikilvægt að skella sósunni á um leið því að sósan er köld. Þá verður þetta allt saman alveg ljómandi og sósan velgist um leið. Meiriháttar matur! Bernaisesósan. Hráefni og aðferð. • 4 eggjarauður. • 250 gr. smjör. • 1 msk. Bernaise essence. • Fáfnisgras, saxað smátt. • salt og pipar. Eggjarauðurnar eru þeyttar ásamt Bernaise essence. Smjör brætt. Þegar hitastigið er þannig að maður rétt nær að dýfa fingrinum í er því hellt varlega út í eggjarauðurnar og þeytt í stöðugt á meðan. Að lokum er estragoni bætt við. Sósan smökkuð til og krydduð með smá salti og pipar eftir smekk. Þar hafið þið það gott fólk og verði ykkur af góðu. Fljótlegt, einfalt og umfram allt gott. Um leið og ég þakka fyrir mig ætla ég að rétta kyndilinn til Betu í íþróttamið- stöðinni. Eyjamaður vikunnar Matgæðingur vikunnar Draumurinn að verða söngkona, jafnvel leikkona Gratíneraður plokkfiskur með Bernaise Eyjamaður vikunnar er Una Þorvaldsdóttir Matgæðingur vikunnar er Kári Kristján Kristjánsson Landakirkja Föstudagur 18. apríl. Föstudag- urinn langi: Kl. 11.00. Guðsþjónusta. Félagar úr leikfélagi Vestmannaeyja lesa úr píslarsögunni, hópur úr kirkjustarfi fatlaðra aðstoðar við kertaþátt og Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari. Sunnudagur 20. apríl. Páska- dagur: Kl. 08.00. Hátíðarguðsþjónusta. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Að guðsþjónustu lokinni er morgunverður í safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar. Kl. 10.30. Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Þriðjudagur 22. apríl: Kl. 16.00. STÁ (kirkjustarf 6-8 ára) Kl. 17.00. Æfing og mátun fyrir fermingarbörn sem fermd verða laugardaginn 26. apríl. Miðvikudagur 23. apríl: Kl. 17.00. NTT (kirkjustarf 9-10 ára). Fimmtudagur 24. apríl. Sumar- dagurinn fyrsti: Kl. 11.00. Foreldramorgunn. Kl. 20.00. Æfing hjá kór Landa- kirkju. Kl. 20.00. Opið hús í KFUM&K- húsinu. Hvítasunnu- kirkjan Miðvikudagur kl. 20:00 Bæna- stund, nú stendur Langa fasta yfir og munum við koma saman til bæna hvert kvöld fram að páskum einnig verður lesinn einn passíu- sálmur Hallgríms Péturssonar eftir röð hvert sinn. Fimmtudagur kl. 20:00 Brauðs- brotning, Lilja Óskarsdóttir talar. Föstudagurinn langi kl. 14:00 Samkoma, Daníel Steingrímsson talar. Síðustu Passíusálmarnir lesnir upp. Kl. 20:00 Tónleikar í stóra sal með ýmsum flytjendum. Laugardagur kl. 20:00 Lofgjörðar og vitnisburðarstund með léttum veitingum. Páskadagur kl 14:00 Hátíðarsam- koma í stóra salnum, Guðni Hjálmarsson talar, niðurdýfingar- skírn og lifandi tónlist, kaffi og með því eftir samkomu. Annar í páskum kl 20:00 Sýnum áttunda þátt úr þáttaröðinni "The Bible" Svikin, Júdas - fyrir ráðinu. Þættirnir eru framleiddir af þeim hjónum Mark Burnett og Roma Downey. Einstakir þættir sem slegið hafa öll áhorfsmet víða um heim. Frítt inn. Allir hjartanlega velkomnir. Aðvent- kirkjan Laugardagur 19. apríl 2014 kl. 11 Biblíulestur. kl. 12 Guðsþjónusta. Kirkjur bæjarins: PÁSKARNIR 2014 – viðburðir og opnunartímar. Eitthvað fyrir alla sem verða í Eyjum um páskahelgina. Árleg PÁSKAGANGA á páskadag, gosmynd og málverk Kristleifs Magnússonar í Safnhúsi. Ný leiksýning „Don't Stop Believin” í Kviku. Llifandi tónlist á Vinaminni, á Háalofti Hallarinnar og víðar. Einarsstofa Safnahúss: Sýning á málverkum Kristleifs Magnússonar skírdag 17. april og laugardaginn 19. apríl. Opnunartími 13.00 – 16.00 báða dagana. Páskaganga í Páskahelli. Páskadagur 20. april kl. 14.00 – Gönguna leiða Kristján Egilsson og Kristín Jóhanns- dóttir. Gangan hefst á bílastæðinu við Eldheima. Leikfélag Vestmannaeyja – „Don't Stop Believin“ sýningar miðvikudag, skírdag, föstudaginn langa og laugardaginn fyrir páska –upplýsingar og miðapantanir í síma 852 1940. Vinaminni – kaffihús laugardaginn 19. april. Opið til 23.30 - Lifandi tónlist . - HÖLLIN / Háaloftið opið alla páskahelgina. Miðvikudagskvöld: Magnús og Jóhann. Frá miðnætti Páskadag Ball – Hljómsveitin SKÍMÓ. Sæheimar/Fiska- og náttúrugripasafn opið laugardaginn 29. mars 13.00 – 16.00 Sagnheimar opið skírdag og laugardaginn fyrir páska 13.00 – 16.00. Sýning á heimildarmynd Heiðars Marteinssonar „Gosið og uppbyggingin“ kl. 13.00 báða dagana. Íþróttamiðstöðin/Sundlaugin er opin frá 9.00 – 17.00 skírdag, laugardag og annan í páskum. Lokað á föstudaginn langa og páskadag. Volcano kaffi/Eldkaffi miðvikudag: Fannar. Frá miðnætti föstudaginn langa: DJ GAUI. Frá miðnætti páskadag ´80partý DJ-Hlynur. LUNDINN opið alla páskahelgina DJ-Höddi. GLEÐILEGA PÁSKA!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.