Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Page 8
°
°
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. apríl 2014
Búinn að teikna
veitingastað í öðru
hverju húsi í Eyjum
:: Gamall draumur að rætast :: segir Jón Gunnar Erlingsson
matreiðslumeistari :: Opna vorið 2015
Við suðausturenda Básaskers-
bryggju við smábatahöfnina
hefur risið á ógnarhraða hús.
Þar reisa Rib-safari menn
veitingahús í samvinnu við aðra,
þar á meðal Jón Gunnar
Erlingsson, matreiðslumeistara
sem kemur til með að reka
staðinn. Eyjafréttir kíktu á kauða
og tóku stöðuna.
„Í þessum töluðum orðum er verið
að sækja gluggana í húsið og þá
telst það orðið fokhelt. Við ætlum
að klára pallinn umhverfis húsið og
síðan gerum við hlé á framkvæmd-
unum fram á haust,“ sagði Jón
Gunnar. „Nú er bara eftir hanna
innviðina. Við erum enn að melta
það hvað við eigum að gera með
staðinn og höfum til dæmis verið í
sambandi við Leif Welding, sem er
þekktur hönnuður í veitingahúsa-
bransanum hér innanlands. En
okkar langar þó að finna einhvern
sem er nær heimahögunum og
þekkir vel til hér í Eyjum til að
aðstoða okkur. Þannig að við eigum
enn eftir að ákveða í hvaða átt við
ætlum með staðinn. Staðurinn á þó
eftir að skreyta sig nokkuð sjálfur
með þessu einstaka útsýni. Við
viljum hafa þetta svolítið hrátt og
leyfa náttúru Eyjanna njóta sín.
Staðurinn kemur til með að taka á
milli 60 og 70 manns í sæti á
jarðhæðinni og svo verðum við með
koníaksstofu og lítinn sal á efri hæð
hússins þannig að við ættum að geta
tekið alveg um 100 manns í mat.“
Jón Gunnar segir að einhver hluti
hússins verði nýttur í sumar
samhliða starfsemi Rib-safari.
„Hugmyndin er að bjóða upp á
einhver drykkjarföng og einhverja
létta rétti. Svo er staðsetningin
náttúrulega frábær, þarna framhjá
fara flestir ferðamenn og heima-
menn á góðvirðisdegi. Við verðum
að reyna nýta það eins vel og unnt
er í sumar. Eins munum við reyna
að herja á þessar stóru helgar eins
og goslok, sjómannadag og
þjóðhátíð. Þá munum við reyna að
nýta í það minnsta pallinn hjá okkur
sem er engin smásmíði, tæpir 400
fermetrar,“ sagði Jón Gunnar um
komandi sumar.
„Ég væri náttúrulega alveg til í að
drífa þetta af og eins og staðan er
núna gætum við hæglega opnað í
sumar en við viljum fekar vanda vel
til verka og opnum því 2015. Planið
var alltaf að opna þá, framkvæmdin
hefur bara gengið vonum framar.
Við byrjuðum í enda október á
grunninum og húsið hóf að rísa
strax eftir áramótin. Með þessa
kraftakarla sem strákarnir í
Rib-safari eru ásamt mönnum eins
og Val Andersen að vinna við
bygginguna, var svo sem ekki við
öðru að búast.“
Upphafleg hugmynd Rib-safari var
að reisa kaffihús með léttar
veitingar þar sem þeir gætu sinnt
sínum kúnnum en fljótlega vatt
hugmyndin upp á sig, „Himmi
[Hilmar Kristjánsson] var búinn að
segja mér að það stæði til hjá þeim í
Rib-safari að reisa þarna veitinga-
stað og ég varð strax mjög spenntur.
Ég er lærður matreiðslumeistari
með 20 ára reynslu innlendis og
erlendis og hef alltaf dreymt um að
opna minn eigin stað. Ég lærði
einnig hótelrekstrarfræði og er með
einhverjar diplómur í mannauðs-
stjórn. Þannig að ég er kominn með
allan pakkann og kem til með að
reka þetta 130%. Í fyrstu ætluðu
þeir að fá mig inn í þetta sem
rekstraraðila en ég sagði þeim strax
að ég vildi þá heldur ganga alla leið
inn í þetta. Niðurstaðan varð að ég
kem inní þetta með 20% hluteign
ásamt Einari Birni Árnasyni með
önnur 20% og Rib-safari á svo
60%.“
Með mikla reynslu
„Á þessum tíma var ég að vinna í
eldhúsinu hjá Stebba á Café María
og vann þar í ein sex, sjö ár. Þar á
undan var ég búinn að vera á flakki
og vann á nokkrum flottum stöðum
til að mynda í Reykjavík, Austur-
ríki, Bandaríkjunum og var t.d. að
vinna á Le manor aux quat season í
Oxford. Maður tók þennan
metnaðarpakka og sótti sér reynslu
þegar maður útskrifaðist. En svo
kom ég heim og stofnaði fjölskyldu
og settist að í Eyjum, að sjálfsögðu.
En allan þennan tíma hef ég verið
að horfa í kringum mig eftir rétta
húsnæðinu til að opna sinn eigin
stað. Ég held ég sé búinn að teikna
upp veitingastað í öðru hverju húsi í
Vestmannaeyjum en hef aldrei látið
verða að þessu fyrr en nú,“ sagði
Jón Gunnar sem iðar í skinninu af
spenningi.
Hann segir staðinn, sem enn hefur
ekki hlotið nafn, koma til með að
vera fyrst og fremst sjávarréttarstað.
„Við komum til með að herja á
fiskinn en markaðurinn hér í Eyjum,
sérstaklega yfir vetrartímann, er
mjög harður þannig að við komum
nú til með að bjóða einnig upp á
eitthvað meira en fiskisteikur.“
Reynum að skapa okkur
sérstöðu
Að undanförnu hefur heldur betur
fjölgað veitingastöðum í Vest-
mannaeyjum og gerir enn. Eru
menn ekkert smeykir um offram-
boð?
„Já, þetta er ótrúleg breyting á
stuttum tíma. Ég man bara þegar ég
var að byrja á Café Maríu þá var
það eini veitingastaðurinn. Þetta
verður náttúrulega barátta, en það er
bara jákvætt. Það sýnir okkur bara
að það er bjartsýni í veitinga-
mönnum í Eyjum og það jákvæða
er að mikið af þeim sem eru að
koma og opna hér eru gamlir
Eyjamenn að snúa heim,“ sagði Jón
Gunnar sem telur samkeppnina bara
af hinu góða. „Við verðum bara að
reyna skapa okkur einhverja
sérstöðu sem dregur kúnnann til
okkar frekar en annað og er ég að
vinna í því þessa dagana. Við
þurfum að reyna að koma því inn
hjá fólki að borða fisk þrisvar í
viku. Þessi staður á verða upplifun,
bæði fyrir bragðlaukana og sálina.
Þar hjálpar okkur náttúrulega þessi
einstaka staðsetning og útsýnið sem
henni fylgir,“ sagði Jón Gunnar og
bætti við. „Draumurinn er
náttúrulega að Landeyjahöfn fari að
virka allan ársins hring. Sem verður
einhvern tímann, vonandi, og ég sé
alveg fyrir mér mikil sóknarfæri
fyrir Vestmannaeyjar sem ferða-
mannastað, við þurfum bara að
virkja fólkið. Við þurfum að passa
okkur að verða ekki bara einhver
rútuhringur þar sem fólk kemur að
morgni með nesti með sér og er
farið á hádegi. Við þurfum að fá
flott fólk til að koma með afþrey-
ingu hér inn og styrkja þann pakka.
Það þurfa allir að taka þátt í því, við
veitingamenn sem aðrir.“ sagði Jón
Gunnar Erlingsson, matreiðslu-
meistari að lokum.
Húsið er farið að taka á sig mynd en loka á húsinu og klára það svo fyrir sumarið 2015.
Nýverið var tekin ákvörðun um að
lækka útsvarið, felld hafa verið
niður fasteignagjöld á eldri borgara
og íbúar hér eru með þeim
ánægðustu á landinu öllu skv.
þjónustukönnun Capacent. Góður
rekstur undanfarin ár hefur því
skilað sér beint til bæjarbúa.
Nú hefur Vestmannaeyjabær
ákveðið að lækka dagvistargjöldin á
leikskólum um 6% sem þýðir að
þau verða með því lægsta sem
gerist í þeim sveitarfélögum sem
við viljum miða okkur við.
Ekki er langt síðan að tekin var
ákvörðun um að lækka niður-
greiðslu til dagmæðra úr 18
mánuðum niður í 15 mánuði. Nú er
farið skrefinu lengra og munu
niðurgreiðslur geta hafist miðað við
12 mánaða aldur barns, að auki er
niðurgreiðslan hækkuð úr 29.750 kr
í 40.000 kr á mánuði.
Vestmannaeyjar eru frábær staður
til að ala upp börn og munu þessar
góðu fréttir ekki skemma fyrir
þegar kemur að því að velja sér
sveitarfélag til að búa í.
Lækkun
leikskóla-
gjalda
Óskiljan-
leg
skemmd-
arverk
:: Mikið afl
þurfti til
Lögreglu var tilkynnt um ein
eignaspjöll í liðinni viku en um var
að ræða skemmdir á styttu sem stóð
við húsið Arnardranga. Einnig voru
ljós sem lýsa upp húsið skemmd.
Er talið að eignaspjöllin hafi verið
unnin aðfaranótt 13. apríl síðast-
liðinn en ekki er vitað hver eða
hverjir hafi verið þarna að verki.
Örninn var hins vegar vel njörvaður
niður, bæði með boltum og lími og
þurfti því talsvert afl til að losa
hann af steininum. Lögregla óskar
eftir öllum upplýsingum um
hugsanlegan geranda eða gerendur.
SæÞÓr ÞorBJarnarSon
sathor@eyjafrettir.is
Trausti
hjaltason
formaður
fræðsluráðs