Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Qupperneq 11
°
°
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. apríl 2014
Gerum ekkert
án aðstoðar
bæjarbúa
:: Segir Ágúst Pálmar Óskarsson, eini virki stofnfélagi
Lionsklúbbs Vesetmannaeyja
Ágúst P. Óskarsson var einn 30
stofnfélaga Lionsklúbbs
Vestmannaeyja sem stofnaður
var formlega í apríl 1974. Ágúst
er eini af stofnfélögunum sem
enn starfar í klúbbnum og er
ekkert að hætta. Ágúst settist
niður með blaðamanni Eyja-
frétta og sagði frá starfi klúbbs-
ins síðustu fjóra áratugi.
„Upphafsmennirnir að stofnuninni
eru Birgir Indriðason og Georg Her-
mannsson, sem var kaupfélagsstjóri
hérna. Þeir voru byrjaðir að
undirbúa stofnun Lionsklúbbs hér
fyrir gos en Birgir var félagi í
Lionsklúbbnum Baldri í Reykjavík,
sem síðar varð móðurklúbbur okkar.
En gosið setti þetta auðvitað allt í
uppnám þannig að ekkert varð að
stofnuninni fyrr en eftir gos. Birgir
og Georg tóku bara við keflinu þar
sem frá var horfið eftir að gosinu
lauk og upp frá því var Lions-
klúbbur Vestmannaeyja stofnaður,“
sagði Ágúst þegar hann var beðinn
um að segja frá upphafi Lions-
klúbbsins í Vestmannaeyjum.
Eins og áður sagði er Ágúst eini
virki stofnfélaginn sem eftir er í
klúbbnum. „Ég er sá eini sem hefur
haldið alveg út. Arnfinnur Friðriks-
son var einnig mjög lengi, held það
séu tvö ár síðan hann hætti en hann
var líka einn af stofnendunum og
við unnum mikið saman í sölu-
málum. Alls vorum við 30 sem
stofnuðum klúbbinn á sínum tíma.“
Hversu margir eru það sem þú
hefur starfað með?
„Þeir eru margir, mjög margir. Ég
veit ekki töluna á þeim öllum enda
fullt af mönnum sem hafa stoppað í
nokkur ár en svo snúið sér að öðru.
Mörgum fannst t.d. erfitt að vera í
sölumennskunni, þegar við vorum
að selja perurnar og jóladagatölin
og gáfust upp á því.“
Félagsskapurinn stendur upp
úr
Hefur mikið breyst á þessum 40
árum?
„Já starfið hefur tekið nokkrum
breytingum. Sölumennskan er farin
úr starfinu en sjálft Lionsstarfið er
það sama, þ.e.a.s. fundirnir og allt í
kringum þetta, vinnan og fjáraflan-
irnar. Starfið hefur verið með
svipuðum hætti að því leytinu til.
Við höfum komið víða við, styrkt
bæði félög og einstaklinga.“
Þegar Ágúst er spurður út í hvað
stæði upp úr eftir árin 40 verður
honum ekki svaravant. „Ætli það sé
ekki fyrst og fremst félagsskapurinn
sem standi upp úr. Það er mjög
góður félagsandi í Lionsklúbbnum
og starfið þar af leiðandi gott. Við
erum með fundi tvisvar í mánuði og
auk þess með ýmsar uppákomur
eins og Þorrablót og konukvöld. Þá
tökum við konurnar með og gerum
okkur glaðan dag.“
Lionsklúbburinn er með aðsetur í
húsinu Arnardrangi við Hilmisgötu
og hefur verið þar undanfarin ár.
Ágúst segir að klúbburinn hafi
einmitt byrjað í sama húsi, fyrir 40
árum. „Já við vorum með eitt
herbergi upp í risinu, leigðum það
undir fundi. Nú erum við búnir að
ná miðhæðinni og kannski náum
við yfirráðum í öllu húsinu,“ sagði
Ágúst hlæjandi. „En við erum í
mjög góðu samstarfi með Rauða
krossinum með húsið og erum mjög
ánægðir með þá aðstöðu sem við
erum með.“
Rifum Sigurbáru VE
Lionsmenn hafa í gegnum árin tekið
að sér ýmis verkefni, bæði til að
safna fjármagni og til að styðja við
ýmis félög eða einstaklinga. Ágúst
segir erfitt að velja eitt verkefni sem
sé skemmtilegra en önnur. „Mér er
mjög eftirminnilegt þegar við
plöntuðum túlípönunum eftir gos.
Þá fengum við senda túlípana frá
Hollandi, ég man nú ekki hversu
margir þeir voru en við plöntuðum
þeim upp allan Kirkjuveginn og
víðar. Bærinn var nánast túlípana-
bær á eftir. Það var gaman að taka
þátt í því. Við máluðum einu sinni
Landakirkju og hellulögðum t.d.
við Ísfélagið. Eitt sinn fengum við
Sigurbáru VE, máttum rífa úr henni
og selja og svo áttum við að sökkva
bátnum eins og gert var í þá daga.
Við vorum langt komnir með að rífa
allt úr henni, allt járn en þá
kviknaði í bátnum, líklega hefur
neisti einhversstaðar komið af stað
eldinum en þá var tekið á það ráð
að fá Lóðsinn til að sigla með
bátinn upp í fjöru í Prestsvíkinni.
Þar lukum við svo við að rífa það
sem eftir var af bátnum eftir
brunann og þetta var ansi mikil
vinna. En við fengum lánaðan
Piloter frá Vestmannaeyjabæ og
Valdi heitinn í Kinn lánaði okkur
vörubíl til að nota í verkið. Þannig
hefur þetta sem betur fer verið,
einstaklingar og fyrirtæki hafa alltaf
verið tilbúin að hlaupa undir bagga
með okkur. Öðruvísi væri þetta
ekki hægt, við myndum ekki gera
mikið án velvilja einstaklinga og
fyrirtækja í bænum.
Lionsmaður út í gegn
Nú ertu búinn að vera þarna í 40
ár. Ætlarðu að vera þarna eins
lengi og heilsan leyfir?
„Já, ég sé enga ástæðu til að fara
hætta. Þetta eru tveir fundir í
mánuði og það er ekki eins og ég
hafi ekki tíma fyrir þá. Ég er
Lionsmaður út í gegn og á meðan
ég fæ að vera þarna, þá mæti ég á
fundi enda félagsskapurinn mjög
góður. Og ég vil nota tækifærið til
að þakka bæjarbúum fyrir sam-
starfið í þessa fjóra áratugi. Án
velvilja þeirra og fyrirtækja, þá
gerðum við ekkert og vonandi
heldur þetta samstarf áfram næstu
áratugina,“ sagði Ágúst að lokum.
Lionsmenn slökkva í flaki Sigurbáru VE sem Lionsmönnum var falið
að farga.
Sambýlið hefur notið góðs af starfsemi Lions. Hér smíða þeir pall við
Sambýlið þeir Ágúst Óskarsson, Frosti Gíslason, Ingimar Georgsson og
bræðurnir Gunnar og Arnar Andersen.
Lionsmenn eru með allar klær úti til að safna fé til góðgerðarmála.
Eitt sinn fóru Lionsmenn í róður á Kap VE.
Það er oft glatt á hjalla þegar Lionsmenn koma saman. Einar Hall-
grímsson stýrir hér fjöldasöng á samkomu þeirra.
Útsýniskofinn í Stórhöfða er eitt þeirra verkefna sem Lionsmenn hafa
komið að. Um árabil pökkuðu Lionsmenn inn perur og seldu í bænum en sá ágæti siður lagðist af með tímanum.