Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 12
°
°
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. apríl 2014
Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi rokksöngleikinn Don‘t stop believin:
Ekki veikan hlekk að
finna í frábærri sýningu
:: Besta sýningin hjá Leikfélaginu í mörg ár :: Heimsókn í leikhúsið er orðið
að upplifun eftir breytingar
Leikfélag Vestmannaeyja
frumsýndi á laugardaginn
rokksöngleikinn Don‘t stop
believin í leikstjórn Ágústu
Skúladóttur. Leikhúsið, sem nú
heitir Menningarhúsið Kvika,
hefur fengið góða og þarfa
andlitslyftingu þannig að
heimsókn í Kviku er nú orðin
mun meiri upplifun en áður.
Nánar er sagt frá breytingunum
annarsstaðar í blaðinu en
upplifunin fyrir framan salinn
var aðeins forsmekkurinn af því
sem koma skyldi. Til að gera
langa sögu stutta var frumsýning
á Don‘t stop believin hreint út
sagt frábær, líklega sú besta
sem undirritaður hefur séð á
fjölunum í mjög langan tíma og
toppar ABBA söngleikinn
Mamma Mía, sem sló öll met
hjá LV.
Það er ekki lítið mál fyrir áhuga-
leikhús að setja upp jafn krefjandi
söngleik og Don‘t stop believin.
Söngur, leikur, dans, lýsing og hljóð
er aðeins brot af því sem þarf að
vera upp á sína 10. Förðun,
búningar, sviðsmynd og fleira
verður líka að koma heim og saman
og þannig er það í Don‘t stop
believin og gott betur.
Margir af leikurunum í söng-
leiknum eru að stíga sín fyrstu skref
á sviðinu. Ólafur Freyr Ólafsson,
fer með eitt af aðahlutverkunum.
Ólafur er fæddur fyrir sviðið, lék
eins og hann hafi leikið í mörg ár og
það sem meira er, söng listavel.
Una Þorvaldsdóttir smellpassar inn
í hlutverk saklausu stúlkunnar frá
Kansas en eins og flestir vita er Una
frábær söngkona. Ágústa Halldórs-
dóttir kemur skemmtilega á óvart í
hlutverki Regínu, tekst vel upp í að
túlka hinn ákveðna bæjarfulltrúa og
eins og svo margir aðrir í sýning-
unni, er hún hörku söngkona.
Síðast en ekki síst er það Hannes
Már Hávarðarson í hlutverki
rokkstjörnunnar Stacee Jaxx.
Hannes fer létt með að túlka
rokkstjörnuna, enda með rokk-
aralegt útlit en það sem kemur mest
á óvart, er hversu góður söngvari
hann er. Öll þau sem hér hafa verið
nefnd, eru nýliðar á sviðinu en
standa eigi að síður frábærlega. Ef
það er eitthvað sem mætti setja út á,
þá er það tímasetningar, þ.e.a.s. að
leyfa áhorfendum að hlægja og
klappa, áður en haldið er áfram með
texta. En það er smáatriði sem
vafalaust er búið að laga.
En það eru ekki bara nýliðar í
verkinu. Zindri Freyr Ragnarsson
er á sínum stað, orðinn eins og góð
mubla á sviðinu í Kviku, algjörlega
ómissandi og bráðfyndinn.
Alexander Páll Saalberg fer líka
mikinn í gríninu en báðir hafa
meðfædda grínhæfileika sem ekki
er hægt að kenna og tímasetning-
arnar mjög góðar hjá þeim báðum.
Síðast en ekki síst er það Ævar Örn
Kristinsson, sem hefur leikið um
árabil með leikfélaginu. Ævar er
tengingin milli leikara og áhorf-
enda, talar oft beint til áhorfenda
milli þess sem hann talar við aðrar
persónur leikritsins. Þetta gerir
hann snilldarvel en saman mynda
hann og Zindri Freyr skemmtilegt
tvíeyki sem reyndar nær óvenju vel
saman á endanum.
Flott dansatriði
Þótt önnur hlutverk séu misstór, þá
eru þau gríðarlega mikilvæg.
Dansararnir setja t.d. mjög
skemmtilega mynd á söngleikinn,
gæða hann lífi en dansinn væri
innihaldslaus ef ekki væri fyrir þá
útgeislun og gleði sem dansararnir
hafa. Súludans þeirra Dorthy Lísu
Woodland og Hafdísar Ástþórs-
dóttur var til dæmis alveg magn-
aður. Erna Sif Sveinsdóttir, Vilborg
Sigurðardóttir, Árni Þorleifsson,
Svanhildur Eiríksdóttir, Steiney
Arna Gísladóttir og Helga Sóley
Aradóttir komast öll vel frá sínu.
Þá verður ekki lokið við umfjöllun
um rokksöngleikinn án þess að
minnast á hljómsveitina sem þeir
Hannes Már, Skæringur Óli
Þórarinsson, Ásmundur Ívar
Óskarsson, Kristberg Gunnarsson
og Anton Þór Sigurðsson skipa.
Þeim tókst að framkalla töfra
rokksins á níunda áratug, íklæddir
spandexbuxum, með síða lokka og
augnskugga. Flottara verður það
varla.
Ágústu Skúladóttur, leikstjóra
hefur tekist að móta fullvaxta
sýningu úr nokkuð hráum efniviði.
Henni hefur tekist að ná öllu því
sem hægt er að fá út úr leikurum og
öllum þeim sem koma að sýning-
unni og meira verður varla gert.
Fullkominn sigur hjá henni. Þá má
einnig minnast á Karl Ágúst
Úlfsson sem semur handritið og
gerir það listavel.
Það er óhætt að mæla með
heimsókn í Kviku á rokksöngleik-
inn Don‘t stop believin. Í raun og
veru ætla ég að gera meira en að
mæla með sýningunni því ég ætla
að hvetja bæjarbúa til að koma við í
Kviku, það er skyldumæting nema
þú sért Skúli fúli. Þetta er frábær
sýning og ekki veikan hlekk að
finna í henni.
Hjónin Karl Ágúst Úlfsson, sem semur handritið og Ágústa Skúladótt-
ir, sem leikstýrði, að lokinni frumsýningu. Áhorfendur risu úr sætum og hylltu aðstandendur sýningarinnar í lok frumsýningarinnar.
Reynsluboltar hjá Leikfélaginu. Frá vinstri: Viktor Rittmüller,
ljósahönnuður og framkvæmdastjóri LV, Alexander Saalberg og Zindri
Freyr Ragnarsson, grínistar.
Ágústa Halldórsdóttir, Zindri Freyr Ragnarsson, Svanhildur Eiríksdóttir, Steiney Arna Gísladóttir
og Ævar Örn Kristinsson í hlutverk sínum
JúlíuS G. InGaSon
julius@eyjafrettir.is